Svona kemurðu í veg fyrir pissuslys

Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa.
Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að margir haldi að pissuslys verði ekki nema hjá leikskólabörnum er raunin ekki sú. Fjölmargar konur glíma við pissublöðruvandamál, ekki bara þegar þær eldast heldur glíma konur á þrítugsaldri einnig við þetta. Women's Health fór yfir átta leiðir sem hjálpa konum að komast hjá þessum slysum. 

Grindarbotnsæfingar

Það er gömul saga og ný að konur þurfi að gera grindarbotnsæfingar. Sterkir grindarbotnsvöðvar geta komið í veg fyrir þvagleka. Sérfræðingur mælir með því að konur spenni grindarbotnsvöðvana tíu sinnum á morgnana og tíu sinnum á kvöldin til að þjálfa þá. 

Þyngdin í lagi

Því hærri sem líkamsþyngdarstuðullinn er hjá konum því líklegra er að þær glími við þvagleka en auka þyngd setur meira álag á blöðruna. 

Ofdrykkja

Þrátt fyrir að mælt sé með því að fólk drekki vel yfir daginn er engin þörf á því að drekka of mikið. Ef fólk drekkur of mikið og bíður með að fara á klósettið getur farið svo að blaðran ráði ekki við allan vökvann. 

Kaffi og áfengi

Koffín- og áfengisdrykkir gera það að verkum að þú þarft að pissa oftar. Með þrálátum klósettferðum verða vöðvarnir pirraðir sem leiðir til aukinnar þvaglátsþarfar. 

Sítrusdrykkir og ávextir

Appelsínusafi, trönuberjasafi og blóðappelsínusafi eru ekki sagðir hjálpa til við að halda blöðrunni rólegri. 

Magnesíum

Fullorðna einstaklinga skortir oft magnesíum en það getur meðal annars hjálpað í glímunni við óvelkomna þvaglátsþörf. Rannsókn í Ísrael sýndi að þvagleki minnkaði hjá helmingi þátttakenda eftir að þeir byrjuðu að taka inn magnesíum. Magnesíum finnst meðal annars í spínati, baunum og möndlum. 

Ekki reykja

Það vita það flestir að reykingar eru ekki góðar heilsunni. Skal þá ekki undra að reykingar geta átt þátt í því að pirra pissublöðruna. 

D-vítamín

Lítil D-vítamíninntaka getur hjálpað til að veikja grindarbotninn. Rannsókn sýndi að brestir í grindarbotninum sem orsökuðu meðal annars þvagleka tengdust lágu D-vítamíngildi hjá konum yfir tvítugu. 

Grindarbotnsæfingar er eitthvað sem allar konur ættu að gera.
Grindarbotnsæfingar er eitthvað sem allar konur ættu að gera. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál