Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

Janet Jackson er komin í hörkuform.
Janet Jackson er komin í hörkuform. skjáskot/Instagram

Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn í janúar fimmtug að aldri. Jackson fékk hjálp hjá einkaþjálfaranum Paulettu Sybliss til þess að missa 30 kíló. 

Sybliss greinir frá því í viðtali við E! Online að hún hafi byrjað að þjálfa Jackson um sex vikum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún þjálfaði hana að minnsta kosti fjórum sinnum í viku en hver tími var aldrei lengri en klukkutími en þó heldur ekki styttri en 45 mínútur. 

Upphaflega var markmiðið bara að léttast en Sybliss vildi að hún bætti við vöðvamassann þar sem söngkonan var á leið í tónleikaferðalag. 

Janet Jackson bætti á sig þegar hún gekk með barn …
Janet Jackson bætti á sig þegar hún gekk með barn sitt og fyrrverandi eiginmanns síns í fyrra.

Sybliss segir að Jackson hafi ekki æft þolið með hefðbundnum þolæfingum eins og að hlaupa á hlaupabretti. Í staðinn lagði þjálfarinn áherslu á að hún lyfti lóðum. Æfingarnar juku hjartsláttinn auk þess sem Jackson brenndi miklu, meira að segja eftir æfingu. 

Það sem hjálpaði Jackson ekki síður var mataræðið en Sybliss heldur því fram að 80 prósent af árangrinum megi þakka réttri næringu. Hún segir að ef borðað er hollt í 90 til 95 prósentum tilvika sé í lagi að leyfa sér eitthvað óhollara í hófi. „Ég gaf henni ekki svindldag. Ef Janet líður eins og hún þurfi að fá sér súkkulaðiköku, gjörðu svo vel og fáðu þér súkkulaðiköku. Þú ert ekki að borða hana á hverjum degi. Þú verður ekki feit á einni nóttu,“ sagði Sybliss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál