Fjórar ástæður fyrir píkukláða

Það er óþægilegt að klæja í píkuna.
Það er óþægilegt að klæja í píkuna. mbl.is/Thinkstockphoto

Konur klæjar oft í píkuna án þess að þær tali um það eða klóri sér á fullu. Það þykir almennt séð ekki við hæfi að klóra sér fyrir neðan belti í vinnu eða úti í búð og stundum lítið annað að gera en að anda djúpt. Prevention fór yfir nokkrar ástæður píkukláða. 

Kláði vegna lífstíls

Kláðinn er ekki endilega vegna einhverra líffræðilegra þátta heldur geta einfaldir hlutir eins og fatnaður spilað inn í. Klofsvæðið þarf að fá að anda og ekki ráðlagt að klæðast alltaf níðþröngum fötum. Gott er að setja æfingaföt í óhreina tauið beint eftir æfingu og ef rakvél er notuð á klofsvæði er mikilvægt að skipta reglulega um rakvélablað. 

Kláði vegna kynlífs

Kynsjúkdómar valda oft kláða en það er annað í kynlífi sem getur einnig valdið kláða. Konur geta verið viðkvæmar fyrir ákveðnum efnum eins og er að finna í til dæmis sleipiefnum eða smokkum. 

Kláði á breytingaskeiði

Miklar breytingar eiga sér stað í líkama konunnar á breytingaskeiði og geta meðal annars valdið píkukláða. Estrógen minnkar og getur það valdið kláða, ertingu og sársaukafullum samförum. 

Kláði vegna hreinlætisvara

Píkan er viðkvæmt svæði og þolir ekki hvaða sápu sem er. Til eru sérstakar sápur fyrir þetta viðkvæma svæði og mælt er með því að forðast að nota vörur sem ilma of mikið. Passa þarf að nota vörurnar ekki inni í píkunni enda píkan sjálf sögð vera með sjálfhreinsibúnað.

Gott er að klæðast stundum víðum fötum.
Gott er að klæðast stundum víðum fötum. mbl.is/Thinkstockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál