Fastar á aðventunni

Margrét Jónsdóttir Njarðvík fastar alltaf á aðventunni.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík fastar alltaf á aðventunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo, hefur haldið allskonar jól í gegnum tíðina. Ólíkt mörgum öðrum tekur hún sig taki á aðventunni og fastar. Hún segir að það skili miklum árangri, hugsunin verði skýrari og henni líði miklu betur í alla staði. 

„Jólin skipta mig alltaf máli og með árunum nýt ég þeirra meir og meir, sérstaklega eftir að ég losaði mig undan því sem „ætti“ að gera á jólunum,“ segir Margrét spurð um jólin.

Margrét elskar að sofa í hvítum damaskrúmfötum og segir að það sé afar notalegt að skríða upp í tandurhreint rúm á aðfangadag.

„Best við jólin er að ég sef alltaf í hvítum straujuðum damaskrúmfötum með milliverki. Lyktin af þeim á aðfangadag er ómissandi sem og rjúpnalyktin. Best er auðvitað að næra samskipti og samveru með fólkinu sem ég elska.“

Þegar Margrét er spurð út í sín eftirminnilegustu jól nefnir hún jólin þegar synir hennar voru litlir.

„Jólin sem ég hef dvalið erlendis standa upp úr. Í Mexíkó var ég á siglingu allan aðfangadag í stað þess að stússast í eldhúsinu, spænsk jól eru frekar dauf fram að þrettándanum og ég gat ekki skilið að fólk horfði á fótbolta á aðfangadagskvöldi. Líklegast eru þó eftirminnilegustu jólin þegar strákarnir mínir voru litlir, spenntir og glaðir á jólunum. Það var dásamlegt að vera í því hlutverki að gefa í skóinn og búa til góða stemningu með þeim.“

Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann upplifað skrýtin jól nefnir hún jólin í Mexíkó.

„Það er skrýtið að vera í Mexíkó á jólunum því hitinn og birtan passa ekki við að það séu jól.“

Margrét treður ekki í sig kræsingum á aðventunni. Hún fastar og segir að það skýri hugsunina og geri henni gott.

„Undanfarin ár hef ég tekið jóla- og páskaföstu. Þá tek ég þrjár vikur á hreinu fæði – borða engan sykur, engan unninn mat og engan mjólkurmat. Tvær máltíðir á dag eru fljótandi og sú um miðjan daginn er ríkuleg. Það gerir mér gott og eykur meðvitund mína um holla lifnaðarhætti. Einnig fer ég alltaf á í það minnsta tvenna tónleika og reyni eftir mætti að búa til samverustundir með vinum,“ segir hún.

Um jólin eldar hún rjúpur ef hún kemst yfir þær og býr til heimagerðan ís. Eftir föstuna kann hún náttúrlega mun betur að njóta þeirra kræsinga sem jólin hafa upp á að bjóða.

Þegar Margrét er spurð út í jólagjafainnkaup segir hún þau verða æ einfaldari með hverju árinu. Hún kýs að gefa frekar samveru en eitthvað áþreifanlegt.

„Jólagjafir verða auðleystari með hverju árinu sem líður. Þær gjafir sem ég gef er gaman að velja og æ oftar vel ég að gefa samveru eða tíma – það sem ég á minnst af.“

Sendir þú jólakort?

„Nei, það hef ég ekki gert lengi lengi þó að alltaf sendi ég kannski þrjú stykki.“

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Veðrið, myrkrið, tónlistin, skreytingarnar, samverustundirnar – allt hjálpast þetta að.“

Hvað langar þig í í jólagjöf?

„Þessa dagana er ég full af allsnægtatilfinningu og verð að segja að mig langar ekki neitt annað en að vera flutt inn í nýju íbúðina mína á jólunum.“

Upplifir þú mikið jólastress?

„Nei, ekki eftir að strákarnir mínir urðu fullorðnir. Nú vel ég mun betur hvernig ég ver tíma mínum.“

Flestir njóta þess að vera í fríi en Margrét er sjaldnast í fríi um jólin því hún er með marga skiptinema á sínum snærum og þeir þurfa yfirleitt á henni að halda um jólin.

„Eitt af því sem gerir jólin mín skemmtileg er að fylgjast með skiptinemum Mundo í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Spáni. Ég elska starfið mitt og það er einmitt um jólaleytið sem skiptinemarnir fara að blómstra fyrir alvöru. Þá eru þeir komnir svo langt að bjarga sér á tungumálinu, eiga vini og eru komnir yfir helsta menningarsjokkið. Engu að síður eru jólin skiptinemunum erfið því eftir allt saman þá eru jólin tími sem við viljum verja með þeim sem við elskum mest. Því er hluti af mínum jólum að vera með skiptinemana mína á línunni og hvetja þá áfram.“

Eliza fór að ráðum Smartlands

18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

María Sigrún á von á barni

10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

08:00 Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Í gær, 23:59 „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

í gær Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilistrendin 2018

Í gær, 21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í gær Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í gær Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

í gær Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

í gær Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í fyrradag Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

15.1. Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

15.1. Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

15.1. Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

15.1. Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

14.1. Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »