Detox-leyndarmál stjarnanna

Oprah Winfrey á það til að dvelja á heilsubætandi stöðum.
Oprah Winfrey á það til að dvelja á heilsubætandi stöðum. mbl.is/AFP

Þó svo það sé gott að drekka nóg af vatni og fá að taka langa og reglulega fegurðarblundi þá er það ekki það eina sem stjörnurnar gera til þess að viðhalda heilsunni og frísklegu útliti. Þær fara líka reglulega í afeitrunar-ferðir þar sem strangar reglur gilda eins og Byrdie fór yfir. 

Saltvatn, tyggja matinn, ekkert hrátt eftir 16:00

Viva Mayr í Austurríki er vinsæll heilsubætandi staður meðal þeirra ríku og frægu. Kaffi er ekki í boði, í staðinn eru gestum boðið upp á saltvatn.

Saltvatn í meltingarveginn er ekki eina ráðið sem Viva Mayr býður upp á en þar mun vatn vera bannað 20 mínútum fyrir máltíðir sem á meðan máltíðum stendur. Þetta ráð á að gera fólki auðveldara með að brjóta niður matinn. 

Að tyggja matinn sinn oft er gamalt og gott ráð. Gestir detox-setursins eru því hvattir til að tyggja matinn vel. Það mun vera gott ráð að tyggja hvern bita 40 sinnum. 

Skammtastærðirnar eru sagðar minnka eftir því sem líður á daginn þar sem morgunmaturinn er stærsta máltíðin. Einnig er ekkert hrátt eftir klukkan fjögur þar sem það er erfiðara að melta slíkan mat síðdegis. 

1.000 hitaeiningar og hreyfing

The Ashram er annar heilsubætandi staður í Kaliforníu sem stjörnur á borð við Gwyneth Paltrow og Oprah Winfrey hafa heimsótt. Staðurinn bíður einungis lífrænan grænmetismat en mikið af grænmetinu er heimaræktað. 1.000 hitaeiningar á dag eiga gefa orku fyrir 25 kílómetra göngu og tvo jógatíma á dag. 

Sítrónuvatn og andardráttur

SHA Wellness Clinic á Spáni er í uppáhaldi hjá Kylie Minogue og Naomi Campell, þar er lögð áherslu á að anda. Draga andann inn á sex sekúndum og anda út á sex sekúndum. 

Þar er heldur ekki leyft kaffi heldur mælir staðurinn með að drekka vatn með sítrónu, engifer, túrmerik, svörtum pipar og olíu á morgnana. Á þessi kokteill að koma brennslunni af stað, styrkja ónæmiskerfið og gefa manni gott spark inn í daginn. 

Símadetox

Á Ibiza er heilsustaður þar sem fólk fær ekki að hafa símana sína á matmálstímum. Fólk er síðan hvatt til að taka virkan þátt í samræðum.

Sum þessara ráða virðast kannski skrítin en sum er einfalt að temja sér heima við eins og til dæmis að drekka sítrónuvatn á morgnana og sleppa símanum í kvöldmatnum og tala frekar við aðra fjölskyldumeðlimi. 

Lífstílsdrottningin Gwyneth Paltrow hefur prófað ýmislegt.
Lífstílsdrottningin Gwyneth Paltrow hefur prófað ýmislegt. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál