Læknir mælir með þessu fyrir betri svefn

Góður svefn er lykillinn að góðri heilsu.
Góður svefn er lykillinn að góðri heilsu. mbl.is/Getty images

Janúar er tíminn til að huga að heilsunni. Gott er að byrja á svefninum þar sem fátt er mikilvægara en góður svefn. Góður svefn getur hins vegar verið vandamál fyrir suma en læknirinn Michael J. Breus mælir sérstaklega með einu ráði á MindBodyGreen

Svefnsérfræðingurinn Breus segist geta deilt fjölmörgum ráðum með lesendum, ef hann ætti hins vegar að velja eitt ráð væri það hreyfing. Hann segir að 30 mínútur af æfingum geti bætt svefninn töluvert.  

Sjálfur segir Breus finna mikinn mun á sínum svefni eftir því hvort hann æfir eða ekki. Hann segist fái dýpri og betri svefn ef hann æfi og er tilbúinn í að takast á við daginn. Hann bendir auk þess á að rannsóknir sýni að hreyfing stuðli að betri svefni, lengi svefninn og minnki kvíða. Hreyfing er orkufrek og því getur hún hjálpað fólki að finna fyrir þreytu á kvöldin. 

Það sama gildir þó ekki fyrir alla og hentar til dæmis ekki öllum að æfa á kvöldin þar sem fólk fyllist af orku eftir hreyfingu. Ef kvöldin henta best til hreyfingar mælir Breus með léttum göngutúr eða slakandi jóga. 

Hálftími af hreyfingu getur gert heilmikið fyrir nætursvefninn.
Hálftími af hreyfingu getur gert heilmikið fyrir nætursvefninn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál