Líkaminn í góðu formi út lífið

Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016.
Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynja Rós Bjarnadóttir er sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún er gift Guðmundi Birgissyni og saman eiga þau tvö börn, þau Birgi og Lydíu Líf. Brynja hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir að hafa tekið heilsuna í gegn. Okkur lék forvitni á því hvað hún er að gera. 

Hvað varð til þess að þú 

fórst í heilsuátak?

„Upphafið að því að ég breytti til var í lok árs 2016. Ég var búin að vera undir miklu álagi bæði í vinnu og heima. Ég hafði þyngst mjög hratt og fann að mér leið ekki nógu vel. Ég man að þetta var algjör uppgjöf við ástandið sem var í gangi hjá mér, ég vissi að mig langaði að ná tökum á því að komast í form. Ekkert af því sem ég hafði gert virkaði. Ég fór inn á skrifstofu til Erlu Kristínar vinnufélaga míns sem er frábær fyrirmynd að þessu leyti, settist hjá henni og sagði hingað og ekki lengra og bað hana um aðstoð. Hún benti mér á einstakan þjálfara í World Class, hana Agnesi Kristjónsdóttir. Og þar hófst ferðalagið mitt í átt að heilbrigðara lífi.“

Hvað gerir þú vikulega til að halda þér í formi?

„Ég fer þrisvar til fjórum sinnum í viku í ræktina. Fer til Agnesar einkaþjálfara tvisvar í viku, fer svo sjálf einu sinni í viku og brenni/lyfti. Svo erum við með hlaupabretti í vinnunni og nokkur önnur tæki og reyni ég að nýta þau einu sinni í viku. Yfirmaður minn, hann Páll Winkel, hefur mikinn skilning á mikilvægi hreyfingar og hvetur okkur áfram í því sambandi.“

Hver er ein helsta breytingin andlega við að komast í form?

„Mér líður svo mikið betur. Hér áður var ég að sligast úr þreytu, átti erfitt með að halda mér vakandi á heimleið í bílnum, kom heim og bara beið eftir því að klukkan yrði 22:00 á kvöldin til að fara að sofa. En sama hvað ég svaf mikið þá var ég alltaf þreytt. Ég þurfti að breyta öllu, mataræðinu líka. Það var erfitt að koma sér af stað í fyrstu og ég get ekki sagt að mér finnist ræktin alltaf skemmtileg en mér líður svo sannarlega vel á eftir og það skiptir öllu máli. Nú upplifi ég miklu minni streitu en áður, ég er sterkari á taugum, sem hentar mér í þeirri vinnu sem ég er í og ekki síður að vera upp á mitt besta heima fyrir með fjölskyldunni.“

Hver er helsta breytingin líkamlega?

„Líkamlega, þá líður mér svo mikið betur. Áður var mér illt hér og þar og þessi vanlíðan smitaðist yfir í allt annað í mínu lífi. Ég komst ekki lengur í fötin mín. Núna er ég með meiri vöðvamassa, minna ummál og mér líður vel í fötunum mínum og er farin að kaupa minna númer.“

Hvaða merkingu hefur það fyrir þig að vera í góðu formi?

„Það eflir sjálfstraustið mitt og sjálfsvirðing eykst. Það skiptir mig miklu máli að vera heilbrigð fyrir börnin mín og fjölskylduna og lífið framundan. Ég er frjálsari þó ég sé í aðhaldi í mataræði og ég trúi að það komi síður upp sjúkdómar hjá mér í framtíðinni og ég vil að líkaminn sé í góðu formi út allt lífið.“

Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári.
Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig er mataræðið þitt?

„Í fyrstu sendi ég á Agnesi matseðilinn yfir daginn, í nokkrar vikur. Hún fór yfir hann og gaf mér upplýsingar um hverju ég þyrfti að breyta. Ég borðaði mikið kolvetni og nammi á laugardögum sem náði kannski yfir á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Í dag borða ég nánast engin kolvetni. Ég tók út nánast allt hveiti, hrísgrjón o.þ.h. og fæ mér frekar bakað grænmeti í staðinn. Ég leyfi mér helling, en geri það sjaldnar en áður. Ég hef minnkað sykur töluvert enda sé ég það núna að ég hef verið mikill nammifíkill, gæti lifað á sælgæti alla daga. Í dag fæ ég mér stöku sinnum orkustykki, og ef ég fer í veislu þá borða ég kannski fjórðung af þeim sykri sem ég var vön að gera. Maður þarft svolítið að tala við heilann, t.d. ákvað ég að sleppa öllum sætindum í vinnunni, sem eru nánast á boðstólum daglega og það truflar mig ekki neitt þó að hinir séu að fá sér.“

Hvert stefnir þú heilsufarslega á nýju ári?

„Ég ætla að halda áfram að koma mér í gott form. Mig langar að prófa eitthvað meira og nýtt því mér finnst mikilvægt að hreyfingin sé fjölbreytt. Ég hef notið einstakrar leiðsagnar Agnesar í heilt ár og mun alltaf búa að því og er henni ævinlega þakklát. Ég hef áhuga á að lyfta lóðum og hef gaman að því að skora á sjálfa mig. Ég stefni að því að taka þyngri lyftur á þessu ári, sérstaklega í hnébeygju.“

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

16:50 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti eða fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

Í gær, 22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

Í gær, 19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í gær Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í gær Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í gær „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í gær Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

í fyrradag „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í fyrradag Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »