Líkaminn í góðu formi út lífið

Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016.
Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynja Rós Bjarnadóttir er sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún er gift Guðmundi Birgissyni og saman eiga þau tvö börn, þau Birgi og Lydíu Líf. Brynja hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir að hafa tekið heilsuna í gegn. Okkur lék forvitni á því hvað hún er að gera. 

Hvað varð til þess að þú 

fórst í heilsuátak?

„Upphafið að því að ég breytti til var í lok árs 2016. Ég var búin að vera undir miklu álagi bæði í vinnu og heima. Ég hafði þyngst mjög hratt og fann að mér leið ekki nógu vel. Ég man að þetta var algjör uppgjöf við ástandið sem var í gangi hjá mér, ég vissi að mig langaði að ná tökum á því að komast í form. Ekkert af því sem ég hafði gert virkaði. Ég fór inn á skrifstofu til Erlu Kristínar vinnufélaga míns sem er frábær fyrirmynd að þessu leyti, settist hjá henni og sagði hingað og ekki lengra og bað hana um aðstoð. Hún benti mér á einstakan þjálfara í World Class, hana Agnesi Kristjónsdóttir. Og þar hófst ferðalagið mitt í átt að heilbrigðara lífi.“

Hvað gerir þú vikulega til að halda þér í formi?

„Ég fer þrisvar til fjórum sinnum í viku í ræktina. Fer til Agnesar einkaþjálfara tvisvar í viku, fer svo sjálf einu sinni í viku og brenni/lyfti. Svo erum við með hlaupabretti í vinnunni og nokkur önnur tæki og reyni ég að nýta þau einu sinni í viku. Yfirmaður minn, hann Páll Winkel, hefur mikinn skilning á mikilvægi hreyfingar og hvetur okkur áfram í því sambandi.“

Hver er ein helsta breytingin andlega við að komast í form?

„Mér líður svo mikið betur. Hér áður var ég að sligast úr þreytu, átti erfitt með að halda mér vakandi á heimleið í bílnum, kom heim og bara beið eftir því að klukkan yrði 22:00 á kvöldin til að fara að sofa. En sama hvað ég svaf mikið þá var ég alltaf þreytt. Ég þurfti að breyta öllu, mataræðinu líka. Það var erfitt að koma sér af stað í fyrstu og ég get ekki sagt að mér finnist ræktin alltaf skemmtileg en mér líður svo sannarlega vel á eftir og það skiptir öllu máli. Nú upplifi ég miklu minni streitu en áður, ég er sterkari á taugum, sem hentar mér í þeirri vinnu sem ég er í og ekki síður að vera upp á mitt besta heima fyrir með fjölskyldunni.“

Hver er helsta breytingin líkamlega?

„Líkamlega, þá líður mér svo mikið betur. Áður var mér illt hér og þar og þessi vanlíðan smitaðist yfir í allt annað í mínu lífi. Ég komst ekki lengur í fötin mín. Núna er ég með meiri vöðvamassa, minna ummál og mér líður vel í fötunum mínum og er farin að kaupa minna númer.“

Hvaða merkingu hefur það fyrir þig að vera í góðu formi?

„Það eflir sjálfstraustið mitt og sjálfsvirðing eykst. Það skiptir mig miklu máli að vera heilbrigð fyrir börnin mín og fjölskylduna og lífið framundan. Ég er frjálsari þó ég sé í aðhaldi í mataræði og ég trúi að það komi síður upp sjúkdómar hjá mér í framtíðinni og ég vil að líkaminn sé í góðu formi út allt lífið.“

Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári.
Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig er mataræðið þitt?

„Í fyrstu sendi ég á Agnesi matseðilinn yfir daginn, í nokkrar vikur. Hún fór yfir hann og gaf mér upplýsingar um hverju ég þyrfti að breyta. Ég borðaði mikið kolvetni og nammi á laugardögum sem náði kannski yfir á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Í dag borða ég nánast engin kolvetni. Ég tók út nánast allt hveiti, hrísgrjón o.þ.h. og fæ mér frekar bakað grænmeti í staðinn. Ég leyfi mér helling, en geri það sjaldnar en áður. Ég hef minnkað sykur töluvert enda sé ég það núna að ég hef verið mikill nammifíkill, gæti lifað á sælgæti alla daga. Í dag fæ ég mér stöku sinnum orkustykki, og ef ég fer í veislu þá borða ég kannski fjórðung af þeim sykri sem ég var vön að gera. Maður þarft svolítið að tala við heilann, t.d. ákvað ég að sleppa öllum sætindum í vinnunni, sem eru nánast á boðstólum daglega og það truflar mig ekki neitt þó að hinir séu að fá sér.“

Hvert stefnir þú heilsufarslega á nýju ári?

„Ég ætla að halda áfram að koma mér í gott form. Mig langar að prófa eitthvað meira og nýtt því mér finnst mikilvægt að hreyfingin sé fjölbreytt. Ég hef notið einstakrar leiðsagnar Agnesar í heilt ár og mun alltaf búa að því og er henni ævinlega þakklát. Ég hef áhuga á að lyfta lóðum og hef gaman að því að skora á sjálfa mig. Ég stefni að því að taka þyngri lyftur á þessu ári, sérstaklega í hnébeygju.“

Heilsuforritið sem hjálpar þér að léttast

06:00 Heilsuforritið Noom hefur hjálpað fjölda fólks að ná heilsutengdum markmiðum sínum.   Meira »

Svona býr Mandy Moore

Í gær, 23:59 Leikkonan Mandy Moore opnaði dyrnar að nýuppgerðu húsi sínu sem hún keypti með unnusta sínum. Áður en flutti bjó hún í sama húsinu í 15 ár en það hús keypti hún 18 ára. Meira »

Hvenær er best að stunda kynlíf?

Í gær, 21:00 Það er hvorki best að gera það á kvöldin né á morgnana og heldur ekki við egglos ef eitthvað er að marka orð hormónasérfræðings. Meira »

„Ég leita að velgengni en finn eyðileggingu“

Í gær, 18:00 New York Times er með OP-DOC-verkefnið í gangi sem er opin rás fyrir sjálfstæða heimildarmyndagerðamenn, sem vilja koma sögum samfélagsins á framfæri. Við fylgjumst með John Bixby sem hefur verið háður ópíumskyldum lyfjum frá 16 ára aldri. Meira »

Hvernig finnur þú sanna ást?

Í gær, 15:00 Þú getur misst af fullkominni ást ef þú ert ekki tilbúin/tilbúinn fyrir hana. Marianne Williamsson er með áhugaverðar hugmyndir um prinsessuna sem kyssir froskinn og saman lifi þau hamingjusöm til æviloka. Meira »

Ljúfa lífið á Lálandi

Í gær, 12:00 Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson fluttu til Danmerkur síðasta haust og hafa nú komið sér vel fyrir á eyjunni Lolland eða Lálandi. Meira »

Hræðileg hugmynd að æfa þunnur

Í gær, 09:00 Að bæta upp fyrir syndir gærkvöldsins í ræktinni kann að hljóma eins og góð hugmynd. Það getur þó oft bara gert illt verra að mæta í ræktina glerþunnur. Meira »

5 bækur sem Bill Gates mælir með

í gær Bill Gates mælir með því að fólk lesi þessar fimm bækur í sumarfríinu. Hann segir að þessar bækur breyti lífinu.   Meira »

Klæddist sérsaumuðum kjól frá Andreu

í fyrradag Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson gengu hjónaband í dag. Hún var í sérsaumuðum kjól frá Andreu. Ása Reginsdóttir lánaði henni slörið. Meira »

Brúðkaup Elísabetar og Gunnars

í fyrradag Elísabet Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna gengu í hjónaband í dag. Athöfnin sjálf fór fram í Fríkirkjunni. Meira »

Líf Chanel var ekki dans á rósum

í fyrradag Coco Chanel bjó til línu sem var einstaklega klassísk í upphafi síðustu aldar. Allt frá þeim tíma hefur sá undirtónn sem hún skapaði átt erindi. Við skoðum nýjustu Chanel-línuna í bland við sögu þessarar stórmerkilegu konu. Meira »

Gegnsæir kjólar yfir buxur

í fyrradag Sumartískan iðar af lífi og fjöri og í ár má gera allskonar sem ekki mátti gera áður. Eins og til dæmis að fara í gegnsæjan kjól yfir köflóttar buxur. Danska fatamerkið Baum und Pferdgarten er með ferlega mikið af flottum kjólum í sumartískunni í ár. Meira »

Undir áhrifum frá Downton Abbey

í fyrradag Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

í fyrradag „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Hversdagsrútína Melaniu Trump

23.6. Forsetafrú Bandaríkjanna er sögð vakna snemma og fara snemma sofa. Melania Trump hefur í nægu að snúast en setur þó móðurhlutverkið í fyrsta sæti. Meira »

Stelpa breytir leikjasenunni

22.6. Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

22.6. Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

22.6. Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

22.6. Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

22.6. Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

22.6. Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »