Líkaminn í góðu formi út lífið

Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016.
Brynja Rós Bjarnadóttir byrjaði að æfa í lok árs 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynja Rós Bjarnadóttir er sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún er gift Guðmundi Birgissyni og saman eiga þau tvö börn, þau Birgi og Lydíu Líf. Brynja hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir að hafa tekið heilsuna í gegn. Okkur lék forvitni á því hvað hún er að gera. 

Hvað varð til þess að þú 

fórst í heilsuátak?

„Upphafið að því að ég breytti til var í lok árs 2016. Ég var búin að vera undir miklu álagi bæði í vinnu og heima. Ég hafði þyngst mjög hratt og fann að mér leið ekki nógu vel. Ég man að þetta var algjör uppgjöf við ástandið sem var í gangi hjá mér, ég vissi að mig langaði að ná tökum á því að komast í form. Ekkert af því sem ég hafði gert virkaði. Ég fór inn á skrifstofu til Erlu Kristínar vinnufélaga míns sem er frábær fyrirmynd að þessu leyti, settist hjá henni og sagði hingað og ekki lengra og bað hana um aðstoð. Hún benti mér á einstakan þjálfara í World Class, hana Agnesi Kristjónsdóttir. Og þar hófst ferðalagið mitt í átt að heilbrigðara lífi.“

Hvað gerir þú vikulega til að halda þér í formi?

„Ég fer þrisvar til fjórum sinnum í viku í ræktina. Fer til Agnesar einkaþjálfara tvisvar í viku, fer svo sjálf einu sinni í viku og brenni/lyfti. Svo erum við með hlaupabretti í vinnunni og nokkur önnur tæki og reyni ég að nýta þau einu sinni í viku. Yfirmaður minn, hann Páll Winkel, hefur mikinn skilning á mikilvægi hreyfingar og hvetur okkur áfram í því sambandi.“

Hver er ein helsta breytingin andlega við að komast í form?

„Mér líður svo mikið betur. Hér áður var ég að sligast úr þreytu, átti erfitt með að halda mér vakandi á heimleið í bílnum, kom heim og bara beið eftir því að klukkan yrði 22:00 á kvöldin til að fara að sofa. En sama hvað ég svaf mikið þá var ég alltaf þreytt. Ég þurfti að breyta öllu, mataræðinu líka. Það var erfitt að koma sér af stað í fyrstu og ég get ekki sagt að mér finnist ræktin alltaf skemmtileg en mér líður svo sannarlega vel á eftir og það skiptir öllu máli. Nú upplifi ég miklu minni streitu en áður, ég er sterkari á taugum, sem hentar mér í þeirri vinnu sem ég er í og ekki síður að vera upp á mitt besta heima fyrir með fjölskyldunni.“

Hver er helsta breytingin líkamlega?

„Líkamlega, þá líður mér svo mikið betur. Áður var mér illt hér og þar og þessi vanlíðan smitaðist yfir í allt annað í mínu lífi. Ég komst ekki lengur í fötin mín. Núna er ég með meiri vöðvamassa, minna ummál og mér líður vel í fötunum mínum og er farin að kaupa minna númer.“

Hvaða merkingu hefur það fyrir þig að vera í góðu formi?

„Það eflir sjálfstraustið mitt og sjálfsvirðing eykst. Það skiptir mig miklu máli að vera heilbrigð fyrir börnin mín og fjölskylduna og lífið framundan. Ég er frjálsari þó ég sé í aðhaldi í mataræði og ég trúi að það komi síður upp sjúkdómar hjá mér í framtíðinni og ég vil að líkaminn sé í góðu formi út allt lífið.“

Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári.
Brynja ætlar að bæta sig í hnébeygjunni á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig er mataræðið þitt?

„Í fyrstu sendi ég á Agnesi matseðilinn yfir daginn, í nokkrar vikur. Hún fór yfir hann og gaf mér upplýsingar um hverju ég þyrfti að breyta. Ég borðaði mikið kolvetni og nammi á laugardögum sem náði kannski yfir á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Í dag borða ég nánast engin kolvetni. Ég tók út nánast allt hveiti, hrísgrjón o.þ.h. og fæ mér frekar bakað grænmeti í staðinn. Ég leyfi mér helling, en geri það sjaldnar en áður. Ég hef minnkað sykur töluvert enda sé ég það núna að ég hef verið mikill nammifíkill, gæti lifað á sælgæti alla daga. Í dag fæ ég mér stöku sinnum orkustykki, og ef ég fer í veislu þá borða ég kannski fjórðung af þeim sykri sem ég var vön að gera. Maður þarft svolítið að tala við heilann, t.d. ákvað ég að sleppa öllum sætindum í vinnunni, sem eru nánast á boðstólum daglega og það truflar mig ekki neitt þó að hinir séu að fá sér.“

Hvert stefnir þú heilsufarslega á nýju ári?

„Ég ætla að halda áfram að koma mér í gott form. Mig langar að prófa eitthvað meira og nýtt því mér finnst mikilvægt að hreyfingin sé fjölbreytt. Ég hef notið einstakrar leiðsagnar Agnesar í heilt ár og mun alltaf búa að því og er henni ævinlega þakklát. Ég hef áhuga á að lyfta lóðum og hef gaman að því að skora á sjálfa mig. Ég stefni að því að taka þyngri lyftur á þessu ári, sérstaklega í hnébeygju.“

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10:00 Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

05:30 Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

Í gær, 23:59 Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

Í gær, 21:00 David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

Í gær, 18:00 Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

Í gær, 15:00 Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

Í gær, 12:00 Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

í gær Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

í gær Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

í fyrradag „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

í fyrradag Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

í fyrradag Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

í fyrradag Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

í fyrradag 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

8.12. Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

8.12. „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »

Heldur fram hjá með manni vinkonu sinnar

7.12. „Konan mín er að halda fram hjá með eiginmanni vinkonu sinnar. Mamma hennar segir að ég ætti ekki að taka því persónulega en ég er miður mín.“ Meira »

Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

7.12. „Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.“ Meira »

Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

7.12. Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. Meira »

Framúrskarandi heimili við sjóinn

7.12. Í Kársnesinu í Kópavogi er að rísa splunkunýtt hverfi sem býr yfir miklum sjarma. Byggðin er við sjóinn sem þýðir fallegt útsýni og friðsæld og nálægð við stórbrotna náttúru. Við Hafnarbraut 9 stendur ákaflega falleg íbúð sem búið er að innrétta á smekklegan hátt. Meira »

Getur barn utan hjónabands fengið arf?

7.12. „Maður á þrjú börn með eiginkonu sinn og eitt barn utan hjónabands. Falli maðurinn frá á eiginkonan trúlega rétt til setu í óskiptu búi, sæki hún um það. Spurningin er hvort barnið utan hjónabands geti krafist uppgjörs á föðurarfi þrátt fyrir það og hvort sérstakan gjörning þurfi til þess að koma í veg fyrir það.“ Meira »