Fjögur merki um að streita hafi áhrif á hárið

Stress og kvíði getur haft áhrif á fallegt hárið.
Stress og kvíði getur haft áhrif á fallegt hárið. mbl.is/Thinkstockphotos

Streita hefur neikvæð áhrif á okkur, ekki bara andlega heldur líkamlega líka. Hárið er þar ekki undanskilið og eru ákveðnar breytingar á hári fólks merki um að það þurfi kannski að minnka stress og álag eins og Prevention fór yfir.

Hárlos

Það er eðlilegt að fara aðeins úr hárum en ef magnið er tvisvar sinnum meira en vanalega og helst þannig í tvær eða fleiri vikur gæti streita verið ástæðan. 

Hárið vex ekki

Fólk undir miklu álagi á það til að velja óhollan mat. Það að borða burt tilfinningar sínar getur gert það að verkum að það hægi töluvert á hárvextinum. Sjálfsbjörg er það eina sem kemst að í líkamanum og eyðir líkaminn því orkunni í annað en hárvöxt. 

Hárlínan þokast ofar

Undir miklu álagi er þægilegt að hugsa ekki of mikið um hárið og setja teygju í það. Ef taglið er of fast og togar of mikið getur hárið byrjað að þynnast smám saman. Gott er að passa að hafa taglið laust. 

Þú sérð sjálf/ur um að losa þig við hárið

Þegar kvíðinn er það mikill geta sumir byrjað að slíta af sér hárið. Þetta er ekki algengt en ef þú slítur af þér hárið gæti það verið merki um mikinn kvíða. 

Hárlos getur verið merki um stress.
Hárlos getur verið merki um stress. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál