Tilgangur lífsins að rækta hið góða

Pétur Einarsson elskar íslenska náttúru.
Pétur Einarsson elskar íslenska náttúru. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Pétur Einarsson er einn af þeim sem verða bara betri með árunum. Hann hefur þrisvar tekið þátt í Járnmanninum, hann varð einn fyrsti Íslendingurinn til að klára öll aðalmaraþonin (Boston, Chicago, New York, Berlin og London), hann byrjaði í þríþraut 2006, hann hefur hjólað mörg þúsund kílómetra og er nú með það nýja markmið að keppa á fjallaskíðum. Hann vakti athygli fyrir að vera í góðu formi þegar hann tók að sér hlutverk Baltasars Kormáks í Eiðnum, þar sem hann hjólaði og synti fyrir Balta í kvikmyndinni.

Hvaða mann hefur Pétur að geyma, hefur hann hafi alltaf verið í góðu formi og hvernig æfir hann? 

„Ég get ekki sagt að ég hafi alltaf verið í góðu formi. Þegar ég var um þrítugt þá drakk ég eins og fiskur og reykti eins og strompur. Ég var um 100 kg að þyngd, enda borðaði ég að lágmarki tvisvar á dag á veitingahúsum og þess utan var ég alltaf í vinnunni,“ segir Pétur og útskýrir að það hafi verið á þessum tíma sem hann ákvað að taka líf sitt í gegn.

„Ég breytti algjörlega um lífsstíl. Það var góð ákvörðun að hætta að drekka og reykja. Svo gifti ég mig, eignaðist börnin mín. En hreyfingin kom ekki inn í líf mitt fyrr en 10 árum seinna þegar ég var orðinn fertugur,“ segir Pétur.

Lykillinn að æfa í góðum félagskap

Í dag hefur Pétur aldrei verið í betra formi. Hann er líka byrjaður á fjallahjóli, fjallaskíðum og fjallahlaupum. „Við eigum yndislega náttúru og það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri að komast út úr bænum í kyrðina og hreyfa mig uppi á fjöllum.“

En hver er lykillinn að því að snúa við lífinu og komast í form að mati Péturs?

„Fyrir mig var lykillinn að því að fara að æfa og halda mig í íþróttinni annars vegar að vera í góðum félagsskap og hins vegar að ganga í félag. Sem dæmi í þríþrautinni, þá hef ég æft með bæði með Ægi og Breiðabliki, sem eru bæði frábær félög. En þegar þú skráir þig í félag ertu með þjálfara, æfingaprógram og að æfa með fólki sem þú fylgir eftir. Þú færð góðar leiðbeiningar frá þjálfara sem gerir það að verkum að það fer að verða skemmtilegt að mæta á æfingar. Þar hittirðu félagana þína, endar í pottinum á eftir æfingar eða á djúsbarnum. Það er þessi félagslegi þáttur og að vera ekki einn að æfa sem mér finnst skipta máli. Svo ekki sé minnst á að skrá sig í keppni og vera með markmið.“

Duglegur að vinna frameftir fer ekki í endurminningarnar

En hvað um þá sem segjast ekki hafa tíma til að æfa. Hefur vinnan aldrei verið fyrir æfingaprógramminu?

„Fyrir mína parta þá er það á hreinu að ég er ekki að fara að skrifa í endurminningarnar mínar hvað það var gaman að vinna frameftir alla daga í lífinu,“ segir Pétur og brosir. „Auðvitað skiptir miklu máli að reyna að finna jafnvægi í lífinu, á milli vinnu, fjölskyldu og hreyfingu. En ég verð persónulega sorgmæddur þegar ég hugsa um þann tíma þegar ég týndi mér í vinnu. Það skilar kannski árangri og tekjum að vinna út í eitt, en hvað situr eftir?“ spyr Pétur. Hann rifjar upp árin sem hann var framkvæmdastjóri Íslandsbanka í London og síðar forstjóri Straums. „Ég man sem dæmi árin mín í bankanum, hvað maður var stoltur af öllu því sem við vorum að gera, en svo fór allt á hausinn og vinnan hvarf. Atburðarásin sem fór af stað var þannig að maður fékk tækifæri til að endurskoða lífið og ég persónulega fór að velta fyrir mér hvernig minningar gefur það að leggja allt í vinnuna.“

Pétur er sammála því að Járnmaðurinn sé mikil vinna og það gangi kannski ekki með fullri vinnu og fjölskyldu. „Það er áskorun og þú þarft að fórna einhverju, því það er ekki hægt að æfa fyrir Járnkarl og gera allt hitt líka. Hins vegar getur Járnmaðurinn verið frábær kostur fyrir einhvern sem er ekki búinn að eignast börn eða fyrir þá sem eiga uppkomin börn sem eru farin að heiman.“

Að sögn Péturs má áætla að æfingar fyrir Járnkarlinn taki allt frá 3 stundum til 5 stunda á dag. „Þú byrjar kannski daginn á að fara á sundæfingu, sem tekur 1,5 klukkustundir, svo ferðu að hjóla eða hlaupa seinna um daginn. Um helgar tekurðu svo kannski 5 klukkustunda hjólaæfingu. Svo þetta er hellings vinna, og gera þarf ráð fyrir klukkustund í kringum hverja æfingu til að koma sér á staðinn, baða sig o.fl.“

„Eftir að ég varð fimmtugur, þá hef ég verið aðeins lausari við í vinnu, sumir myndu jafnvel segja að ég hafi ekkert verið að vinna. Ég var í hálfu starfi og eiginlega rekinn fyrir að æfa svona mikið. Kannski eru það ekki svo mikil meðmæli með mér í þessu,“ segir Pétur og útskýrir að hann hafi fundið betra jafnvægi í dag.

Óttinn er bara í hausnum á manni

„Ég var bara eitthvað svo ákveðinn að standa mig í að ná árangri í þessu. Og það kostaði mig ýmislegt, en breytti jafnframt lífi mínu sem ég er þakklátur fyrir.“

Geturðu sagt okkur meira um það?

„Já, allt í einu uppgötvaði ég að ég gæti miklu meira en ég hafði áður talið mig geta, ég fór lengra. Ýtti mér út á ystu brún bæði andlega og líkamlega. Maður kemst greinilega alltaf miklu lengra en maður telur í fyrstu,“ segir Pétur og útskýrir að í dag óttist hann ekki að setja sér markmið langt umfram það sem hann áður þorði. „Ég held að það tengist oft bara ótta þegar við sættum okkur við eitthvert ástand sem við höldum að við komumst ekki út úr. Óttinn er bara í hausnum á okkur svo ef maður lærir að stíga inn í óttann, að fara lengra, þá verður maður auðmýkri en einnig harðari við sjálfan sig. Það er erfitt á meðan á því stendur, en þegar maður er búinn er þetta klárlega besta tilfinning sem til er.“

Pétur rifjar upp þegar hann kláraði járnmanninn í Wales, en Viktor sonur hans fylgdist með honum komast í mark eftir 13 klukkustunda átak. „Þetta var gjörsamlega ógleymanleg stund.“

Engin takmörk

Hvernig yfirfærir Pétur þessa reynslu að færa til mörkin sín á fleiri stöðum í lífinu?

„Í dag er ég meðvitaður um að það eru engin takmörk. Ég get ekki bara það sem er ákveðið fyrirfram. En auðvitað æfi ég ekki alltaf svona stíft, er núna meira bara í líkamsrækt og úti að hjóla. En ég finn að ég vil vera í góðu formi. Það lætur mér líða miklu betur bæði andlega og líkamlega.“

Hvað með að setja sér markmið?

,,Það hjálpar mér mikið að setja mér markmið, að skrá mig í keppni og fylgja því eftir. Ég er mun minna upptekinn af því en áður og í dag er ég með fleiri langtímamarkmið en áður. En mér er svo minnisstætt þegar ég skráði mig í mitt fyrsta hlaup, Icelandair-hlaupið sem var 7 km. Mér leið eins og ég væri að vinna gullið á Ólympíuleikunum þegar ég kláraði það hlaup. Svo skráði ég mig í 10 km hlaup, svo í hálft maraþon, síðan heilt maraþon, þríþraut og Járnmanninn.

Næsta vor ætla ég að keppa á fjallaskíðum á Siglufirði. Sem er mjög gott þar sem ég veit varla í dag út á hvað fjallaskíði ganga en ég kemst að því og reikna með að klára það eins vel og ég get. Svo er ég skráður í hjólreiðakeppni á Nýja Sjálandi, þar sem markmiðið er að hjóla 3.000 km á fjallahjóli með tjald,“ segir Pétur.

Fyrirmyndir að góðu formi

Mér leikur forvitni á því hverjar eru fyrirmyndir Péturs þegar kemur að því að vera í góðu formi.

„Ég á mér ýmsar fyrirmyndir og þær eru á öllum aldri. Sem dæmi þá er Lew Hollander heillandi, hann er 85 ára Bandaríkjamaður sem keppir ennþá í Járnkarlinum. Svo ekki sé minnst á Madonnu Buder, járn-nunnuna, sem er á níræðisaldri. Það breytir lífsviðhorfum manns að sjá fólk á öllum aldri í góðu formi og manni langar óhjákvæmilega að hjóla í Afríku í staðinn fyrir að setjast í helgan stein þegar sá tími kemur.“

Eldhugar á Hringbraut

Pétur er um þessar mundir að starfa á sjónvarpstöðinni Hringbraut þar sem hann er með þættina Eldhugar.

„Í síðasta mánuði vorum við á Siglufirði með þrítugum strák í brjáluðu veðri á fjallaskíðum og hjólum að gera magnaða hluti. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna við hluti sem ég hef áhuga á. Og svo er það ekki sjálfgefið að vera við góða heilsu. Ég reynir að fara vel með mig. Passa upp á að sofa vel og borða hollan og góðan mat og að hreyfa mig að minnsta kosti fimm sinnum í viku.“

Hvernig ræktar þú hugann?

„Ég hef lært ákveðna hugleiðsluaðferð, ég stunda jóga og fór t.d. til Indlands í janúar á síðasta ári þar sem ég lærði að tileinka mér að vera eins mikið og ég get í núinu. Í staðinn fyrir að vera með huga eins og saumavél þar sem maður er að hugsa það sama aftur og aftur. Ég lærði einnig sjálfskærleika, að koma fram við sjálfan mig eins og ég reyni að koma fram við aðra. Þá af meiri auðmýkt, áhuga og samkennd en áður. Sem var áhugavert fyrir mig að læra því ég var oft svo harður við mig. Ég hef einnig unnið markvisst að því að losa mig við gremju og ótta til að verða frjálsari fyrir sjálfum mér og öðrum. Það er mikil hamingja fólgin í þessu frelsi og þegar gremjan og óttinn fer er pláss fyrir ýmislegt annað, eins og kærleika.“

Hamingjan fæst ekki keypt með peningum

En hver er grunnurinn að góðu lífi að mati Péturs?

„Að rækta hið andlega er grunnurinn að mínu mati en ekki bara að rækta líkamann. Maður verður ekki hamingjusamur af því að rækta líkamann einvörðungu. Maður þarf að minna sig á dag hvern að vera góð manneskja og svo fylgir hitt allt saman þar á eftir.“

Færðu aldrei þá spurningu hvenær þú ætlar að hætta þessu sprikli og fara aftur í bankann?

„Jú, þá spurningu fæ ég svo oft,“ segir Pétur og brosir og virðist algjörlega frjáls þegar hann heldur áfram að útskýra. „Allir peningar í heiminum myndu ekki duga til að gera mig hamingjusaman. Það er eitthvað sem ég hef lært og held í. Ég þekki fullt af fólki sem á töluvert af peningum og það er allur gangur á því hvort það er hamingjusamt eða ekki. Ég hef einnig átt meiri pening og því finn ég hvað það er lítið samasemmerki þarna á milli,“ segir Pétur og útskýrir að fjárhagslegar áhyggjur séu allt annað mál og geti búið til kvíða og óhamingju að hans mati. „Þetta er svo einkennilegt, hvernig peningar geta ekki gert þig hamingjusaman en það að eiga ekki nóg til að borga reikningana og vera í skilum og jafnvel geta sparað smávegis er samt skilirði fyrir andlegu jafnvægi. Þegar ég hef átt mikinn pening, og verið upptekinn af hinu veraldlega byrja ég að eyða umfram það sem ég skapa,“ segir Pétur og rifjar upp að hann eigi meira að segja gamlan Burberry- frakka í kassa einhverstaðar. „Ég myndi glaður gefa hann einhverjum sem langar í hann. Ég þyrfti bara að finna hann fyrst,“ segir Pétur að lokum og það er greinilegt að góðverk er hluti af hans daglega lífi. Hann hefur fundið tilgang lífsins með því að rækta hið góða. „Maður reynir að verða að gagni í þessum heimi. Það er það sem mér finnst mest gefandi.“

Heilsuforritið sem hjálpar þér að léttast

06:00 Heilsuforritið Noom hefur hjálpað fjölda fólks að ná heilsutengdum markmiðum sínum.   Meira »

Svona býr Mandy Moore

Í gær, 23:59 Leikkonan Mandy Moore opnaði dyrnar að nýuppgerðu húsi sínu sem hún keypti með unnusta sínum. Áður en flutti bjó hún í sama húsinu í 15 ár en það hús keypti hún 18 ára. Meira »

Hvenær er best að stunda kynlíf?

Í gær, 21:00 Það er hvorki best að gera það á kvöldin né á morgnana og heldur ekki við egglos ef eitthvað er að marka orð hormónasérfræðings. Meira »

„Ég leita að velgengni en finn eyðileggingu“

Í gær, 18:00 New York Times er með OP-DOC-verkefnið í gangi sem er opin rás fyrir sjálfstæða heimildarmyndagerðamenn, sem vilja koma sögum samfélagsins á framfæri. Við fylgjumst með John Bixby sem hefur verið háður ópíumskyldum lyfjum frá 16 ára aldri. Meira »

Hvernig finnur þú sanna ást?

Í gær, 15:00 Þú getur misst af fullkominni ást ef þú ert ekki tilbúin/tilbúinn fyrir hana. Marianne Williamsson er með áhugaverðar hugmyndir um prinsessuna sem kyssir froskinn og saman lifi þau hamingjusöm til æviloka. Meira »

Ljúfa lífið á Lálandi

Í gær, 12:00 Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson fluttu til Danmerkur síðasta haust og hafa nú komið sér vel fyrir á eyjunni Lolland eða Lálandi. Meira »

Hræðileg hugmynd að æfa þunnur

Í gær, 09:00 Að bæta upp fyrir syndir gærkvöldsins í ræktinni kann að hljóma eins og góð hugmynd. Það getur þó oft bara gert illt verra að mæta í ræktina glerþunnur. Meira »

5 bækur sem Bill Gates mælir með

í gær Bill Gates mælir með því að fólk lesi þessar fimm bækur í sumarfríinu. Hann segir að þessar bækur breyti lífinu.   Meira »

Klæddist sérsaumuðum kjól frá Andreu

í fyrradag Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson gengu hjónaband í dag. Hún var í sérsaumuðum kjól frá Andreu. Ása Reginsdóttir lánaði henni slörið. Meira »

Brúðkaup Elísabetar og Gunnars

í fyrradag Elísabet Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna gengu í hjónaband í dag. Athöfnin sjálf fór fram í Fríkirkjunni. Meira »

Líf Chanel var ekki dans á rósum

í fyrradag Coco Chanel bjó til línu sem var einstaklega klassísk í upphafi síðustu aldar. Allt frá þeim tíma hefur sá undirtónn sem hún skapaði átt erindi. Við skoðum nýjustu Chanel-línuna í bland við sögu þessarar stórmerkilegu konu. Meira »

Gegnsæir kjólar yfir buxur

í fyrradag Sumartískan iðar af lífi og fjöri og í ár má gera allskonar sem ekki mátti gera áður. Eins og til dæmis að fara í gegnsæjan kjól yfir köflóttar buxur. Danska fatamerkið Baum und Pferdgarten er með ferlega mikið af flottum kjólum í sumartískunni í ár. Meira »

Undir áhrifum frá Downton Abbey

í fyrradag Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

í fyrradag „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Hversdagsrútína Melaniu Trump

23.6. Forsetafrú Bandaríkjanna er sögð vakna snemma og fara snemma sofa. Melania Trump hefur í nægu að snúast en setur þó móðurhlutverkið í fyrsta sæti. Meira »

Stelpa breytir leikjasenunni

22.6. Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

22.6. Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

22.6. Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

22.6. Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

22.6. Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

22.6. Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »