Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

Viðar Bragi Þorsteinsson.
Viðar Bragi Þorsteinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004. Hann telur lækningamátt kalda vatnsins mikinn og hefur einungis tekið sárafáa veikindadaga þau ár sem hann hefur stundað sjóböð. 

„Ég var vatnshræddur í byrjun en hef læknast af því. Svo hefur sjósundið bara undið upp á sig. Ég hef bætt mig í sundi töluvert, farið í þríþraut og eflst að öllu leyti við þetta,“ segir Viðar.

Heilsufarsmælingar koma vel út

Hann er hógvær þegar kemur að eigin afrekum í sundi og segist ekki vera sá harðasti í sjónum. Enda sé hann grannur að eðlisfari. „Allar heilsufarsmælingar koma vel út hjá mér og hópnum sem ég syndi með vikulega. Ég hef tekið einn kannski tvo veikindadaga í vinnunni frá því ég byrjaði að synda í köldum sjónum og það sama á við um sundhópinn minn, það er lítið um veikindi í honum. Það er kannski erfitt að segja hvað er orsök og hvað afleiðingar í þessu en eitt er víst að sund í köldu bætir.“

Viðar segir að sund í sjó örvi blóðrásina og hann fái mest út úr því að fara ofan í ef sjórinn er kaldur. „Þetta núllstillir mann út vikuna. Eins minnkar kaldur sjór bólgur í vöðvum og liðum og flýtir endurheimt. Ég hef margoft upplifað að æfa 10-20 tíma á viku og fundið muninn sem verður eftir sjóinn.“

Sjósund breytir hvítu fitunni í brúna fitu

„Eins hefur verið talað um hvernig kalt vatn breytir hvítu fitunni í brúna fitu,“ segir Viðar. En glöggir lesendur vita að brúni fituvefurinn er gerður til að halda á okkur hita. „Ýmsar rannsóknir styðja þetta. Og útlitið verður betra með brúnu fitunni. Börn fæðast með brúna fitu til að halda á þeim hita,“ segir hann til útskýringar.

Viðar syndir í hóp sem telur á milli 5-10 manns, þeir eru sex úr Íslenskri erfðagreiningu sem synda reglulega í Nauthólsvík. Viðar segir forstjóra fyrirtækisins ekki vera einn þeirra. „Kári Stefánsson er ekki hrifinn af þessu uppátæki okkar. En við höfum ennþá ekki hlotið neinn skaða af nema síður sé,“ segir þessi hrausti sundmaður í lokin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál