Hvernig á að grennast án þess að æfa?

Hreyfing er ekki ávísun á minna magaummál.
Hreyfing er ekki ávísun á minna magaummál. mbl.is/Thinkstockphoto

Fólk leggur oftar en ekki ofuráherslu á að mæta í ræktina þegar það talar um að grenna sig. Spinning tímar og lyftingar koma þó ekki í veg fyrir að fólk fitni enda annað sem skiptir meira máli. Mataræði er lykillinn að holdafari fólks þótt hreyfing spili inn í. 

Þeir sem vilja grenna sig en sleppa því að fara í ræktina geta því vel gert það. Brot úr sögum af Women's Health  geta gefið fólki hugmynd um hvernig er hægt að fara að. 

Svefn

Ein kona missti níu kíló eftir að hún fór að huga betur að andlegu hliðinni og stór þáttur í því var að koma reglu á svefninn. Sérfræðingur segir að það að sofa að minnsta kosti sjö tíma á nóttu skiptir jafn miklu máli á kaloríurnar. Ófullnægjandi svefn getur komið af stað hormónabreytingum með tilheyrandi þyngdaraukningu og meiri svengd. 

Engin kolvetni

Önnur kona tók öll kolvetni út úr mataræði sínu á ketó-kúrnum. Hún borðaði því aðallega fitu og prótín og missti 20 kíló á einu ári. Hún segist ekki æfa en reynir að vera virk yfir daginn. 

Telja hitaeiningar

Eftir að hafa gefist upp á einkaþjálfara prófaði kona ein smáforritið vinsæla MyFitnessPal, þar gat hún fylgst með hversu margar hitaeiningar hún innbyrti og missti 18 kíló á einu og hálfu ári. Það er góð regla að ef fólk vill grennast að borða færri hitaeiningar á dag en það brennir. 

Hreint mataræði 

Enn önnur kona missti sjö kíló á fimm vikum með því að sneiða framhjá unnum matvörum. Hún borðaði hreina fæðu, prótín, gróft brauð, ávexti og grænmeti. Hún leyfði sér þó að borða 100 til 200 hitaeiningar á dag af sætindum. 

Hollur matur skiptir máli.
Hollur matur skiptir máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að það sé hægt að grennast án þess að fara í ræktina ættu allir að hreyfa sig. Hreyfing getur verið mismunandi og oft minnkar löngun í sætindi og sveittan mat eftir góða hreyfingu.

Svo er hægt að gera fleira en að fara bara á hlaupabrettið. Guðrún Krist­ín Huldu­dótt­ir sagði Smartlandi frá því hvernig hún grenntist eftir að hún byrjaði að fara í göngutúra og  fjallgöngur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál