Slæm áhrif þess að „snúsa“

Það er freistandi að „snúsa“ á morgnana.
Það er freistandi að „snúsa“ á morgnana. mbl.is/Thinkstockphotos

Hver kannast ekki við að stilla vekjaraklukkuna klukkan sjö en fara ekki fram úr fyrr en mörgum „snúsum“ seinna og þá orðinn allt of seinn í vinnuna? Margir sem stilla vekjaraklukku eru með þennan slæma ávana sem er auk þess slæmur fyrir heilsuna eins og læknir fór yfir með Men's Health

Það verða ákveðnar hormónabreytingar í líkama fólks þegar það vaknar, ef fólk hins vegar „snúsar“ mörgum sinnum skilur heilinn ekki hvenær breytingin á að eiga sér stað. Það verður því erfitt að finna fyrir þeirri endurnæringu sem svefninn er. 

Að snúsa mikið getur haft áhrif á gæði svefnsins og ýtt undir það að fólk finnist það vera svefndrukkið fram yfir hádegi. 

Svefn og melting vinna saman. Þegar þú vaknar hefst ákveðið ferli sem hjálpar meltingunni sem gerir það að verkum að fólk er líklegt til þess að kúka á morgnana. Ef þú „snúsar“ hins vegar mikið fer þessi rútína í rugl rétt eins og hormónarnir. 

Fólk ætti að vakna og finna fyrir svengd. Ef þú er sífellt að vakna og sofna aftur fer þetta auðvitað líka í rugl. Fólk ætti hins vegar að halda matarvenjum sínum reglubundnum. 

Að „snúsa“ oft og mörgum sinnum hefur greinilega ruglingsleg áhrif á líkamann. Svefnsérfræðingurinn Jerald Simmons er þó ekki alfarið á móti því að „snúsa“. Að gefa sér þrjár til fimm mínútur til þess að vakna með því að „snúsa“ einu sinni getur verið hjálplegt. Þegar fólk er hins vegar farið að „snúsa“ lengur, kannski í hálftíma, klukkutíma þá getur það haft þær afleiðingar að það verði enn erfiðara að vakna almennilega en ella. 

Það er ekki gott fyrir líkamann að vakna og sofna …
Það er ekki gott fyrir líkamann að vakna og sofna oft og mörgum sinnum á morgnana. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál