Verra að vera einhleypur en of feitur

Einmanaleiki er hætturlegur.
Einmanaleiki er hætturlegur. mbl.is/Thinkstockpotos

Meiri líkur eru á að fólki deyji úr einmanaleika en offitu. New York Post greinir frá því að vísindmenn sem skoðuðu yfir tvöhundruð rannsóknir un einmanaleika og félagslega einangrun ályktuðu að félagsleg einangrun eykur dánarlíkur um helming. Líkurnar aukast hins vegar bara um 30 prósent við offitu. 

Maki getur bjargað einmanaleikanaum en ef fólk vill frekar vera einhleypt ætti það að minnsta kosti að reyna finna sér vin. Salfræðiprófessorinn Julianne Holt-Lunstad segir að það að vera félagslega tengdur öðrum sé ein af grunnþörfum mannsins. Hún bendir á öfgafull tilvik þar sem ungabörn sem skortir mannleg samskitpi hreinlega deyji. Samt sem áður er einangruð notuð til refsingar. 

Einmanaleiki lætur fólki ekki bara líða verr andlega heldur líka líkamlega. Þeir sem eru einmana eiga það til að verða veikari en þeir sem eru ekki einmana. „Það eru sterkar vísbendingar að félagsleg einangrun og einmanaleiki auki verulega líkur á ótímabærum dauða,“ sagði Holtd-Lunstad. 

Eldra fólk á það til að vera einmana án þess að það láti á því bera enda vinir og makar oft fallnir frá. Rannsóknir hafa sýnt að fullorðið fólk sem býr eitt verði mun veikara þegar það verður veikt. 

Að eldast með einhverjum er gott fyrir heilsuna.
Að eldast með einhverjum er gott fyrir heilsuna. mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál