Óhóflegt kvöldát ekki bara léleg sjálfstjórn

Fólk á það til að borða of mikið á kvöldin.
Fólk á það til að borða of mikið á kvöldin. mbl.is/ThinkstockPhotos

Ástæðan fyrir því að fólk borðar óhóflega á kvöldin er ekki bara léleg sjálfstjórn. Rannsókn sýnir að svokölluð svengdarhormón hækka á kvöldin á meðan gildi hormóna sem stjórna seddu minnkar. 

Independent greinir frá rannsókninni sem var gerð til þess að rannsaka hvernig klukkutímarnir rétt fyrir svefninn hafa áhrif á tilhneigingu fólks til að borða of mikið. Einnig var tekið tillit til þess hvort streita hefði áhrif á hungurhormónin. 

Of þungt fólk á aldrinum 18 til 50 ára tók þátt í rannsókninni. Allir föstuðu í átta tíma og fengu síðan fljótandi máltíð með 608 kaloríum klukkan níu á morgnana eða seinnipartinn klukkan fjögur. 

Þátttakendur fóru í streitupróf og blóðprufu til þess að hægt væri að skoða hormónin. Síðan var þeim boðið á stórt hlaðborð. Í ljós kom að fólk átti það frekar til að borða seinna á daginn vegna þess að svokölluð hungurhormón höfðu aukist. 

„Niðurstöður okkar benda til þess að á kvöldin sé mikil hætta á því að borða yfir sig, sérstaklega ef þú ert undir álagi og ert gjarn á að borða of mikið,“ sagði einn rannsakendanna og bendir á að fólk ætti að borða fyrr á daginn og vinna úr streitunni á annan hátt en að borða. 

Súkkulaðið er freistandi á kvöldin.
Súkkulaðið er freistandi á kvöldin. mbl.is/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál