7 ráð til þess að slysast ekki í nammið

Það getur verið erfitt að halda markmiðum sínum.
Það getur verið erfitt að halda markmiðum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir byrjuðu árið 2018 á því að setja sér markmið tengd heilsunni. Hvort sem markmiðið var að minnka sykurinn eða mæta oftar í ræktina getur verið erfitt að halda áramótaeldmóðnum til streitu. Byrdie fékk ráð frá tveimur sérfræðingum til þess að komast hjá því að enda ofan í nammiskúffunni í miðju sykurbindindi. 

Ímyndaðu þér

Það er auðvelt að borða yfir sig í veislum. Ef þú ert á leið í eina slíka er gott að ímynda sér aðstæðurnar áður en þú ferð. Sjáðu þig fyrir þér í veislunni að borða rólega, segja nei við ábót og fá þér vatnsglas milli vínglasa. Eftir þessa hugarleikfimi er undirmeðvitundin tilbúin og það verður auðveldara að halda sjó í veislunni. 

Hentu því óholla

Með því að losa sig við allt óhollt af heimilinu lendir þú ekki í því að reyna viljastyrkinn í hvert skipti sem þú ert í eldhúsinu. Í stað súkkulaðikexins er gott að eiga ávexti og grænmeti. 

Segðu frá

Það setur aukapressu á þig að segja öðrum frá markmiðum þínum hvort sem markmiðið er að sleppa sykri, kolvetni eða áfengi. 

Hlustaðu á líkamann, ekki hugann

Fólki farnast betur í heilsumarkmiðunum ef það hlustar á hvað líkamann vantar. Það er oftar hugurinn sem kallar á nammi og franskar en líkaminn. Ágætt ráð er að taka eftir andardrætti sínum í 30 sekúndur, ef hann var grunnur og ör skiptu í langa og djúpa andardrætti og öfugt. Taktu eftir því hvernig þér líður eftir 30 sekúndur. Haltu þessu áfram í þrjár mínútur ef þig langar enn þá í súkkulaðistykkið eftir æfinguna er það líklega líkaminn sem keyrir þig áfram. 

Hvað er líkaminn að segja þér?
Hvað er líkaminn að segja þér? mbl.is/Thinkstockphotos

Forðaðu þér frá lönguninni

Það er auðvelt að henda kexpökkunum heima en því miður erum við ekki alltaf í slíkum aðstæðum. Ef matur er löngunin farðu þá úr því herbergi sem hann er í í smástund. Á veitingastað getur þú til dæmis skroppið á klósettið í smá stund, sjáðu hvernig þér líður eftir á. 

Hugsaðu um markmiðið

Ef markmiðið er að léttast um x mörg kíló ímyndaðu þér þá hvernig það er að vera laus við kílóin, hvernig þú lítur út. Þú getur prófað öndunaræfinguna að ofan og eftir hana séð fyrir þér hvernig þú lítur út eftir að markmiðunum er náð. Það ætti að hafa áhrif á hvort þú nennir á æfingu eða sleppir snakkinu. 

Farðu rólega

Þrátt fyrir að markmiðið sé að hætta að borða sykur kemur það fyrir alla að standast ekki markmið sín. Þá er ekki málið að refsa sjálfum sér, betra er að halda áfram og hugsa um að líkaminn hafi kallað á æfingalausan dag eða aðeins meiri sykur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál