„Maður hefur ekki tíma fyrir erfiðleika“

Pétur Einarsson elskar íslenska náttúru. Hann er með nýjan þátt …
Pétur Einarsson elskar íslenska náttúru. Hann er með nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem við mælum með. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Eldhuginn Pétur Einarsson hefur lokið við fyrsta þátt sinn um aðra Eldhuga og verður þátturinn sýndur í dag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fyrsti þátturinn fjallar um sjósund og köld böð.

Pétur Einarsson er án efa einn einlægasti sjónvarpsmaður Íslendinga. Hann þekkir það að vera Eldhugi sjálfur, enda Járnmaður með meiru. Eftirminnilegt er viðtal við hann hér á Mbl.is á dögunum þar sem hann ræddi um tilgang lífsins.

Í fyrsta þætti Eldhuga ræðir Pétur við m.a. Benedikt Hjartason og Sigrúnu Þ. Geirsdóttur en þau eru fyrsti karlinn og konan (frá Íslandi) til að synda yfir Ermarsundið.

„Maður hefur ekki tíma fyrir erfiðleika eða neikvæðar hugsanir í sjónum, eftir slíka núllstillingu er hægt að stilla sig inn á jákvæðar hugsanir á eftir,“ segir Benedikt Hjartason í Eldhugum.

Sigrún Þ. Geirsdóttir og Harpa Hrund Berndsen synda reglulega saman í sjónum og taka undir orð Benedikts í þættinum. Þær segja hverja ferð í sjóinn sigur út af fyrir sig. Að sjósund sé ekki bara andleg, sem og líkamleg, æfing heldur einnig félagslega eflandi, enda hafi þær ekki þekkt hvor aðra fyrir sundið.

Þær segja mikla vellíðan fylgja sjósundi og það sé allra meina bót.

Hér má sjá þáttinn í fullri lengd.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál