Hér æfir Anna þegar hún er í New York

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

„New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Þessar stöðvar eru allar litlar og oft bara með einn sal og hægt að kaupa sér stakan tíma sem er ótrúlega þægilegt,“ segir Anna Eiríksdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

SOUL CYCLE er keðja sem býður upp á hörku hjólatíma, maður bókar hjól og fær hjólaskó á staðnum. Hægt að velja kennara eða tímasetningu sem hentar manni og svo er bara að skella sér í stuðið.

THE BAR METHOD býður upp á barre-tíma sem eru frábærir styrktartímar þar sem unnið er mikið við balletstöng, rólegir en svakalega lúmskir tímar.

ORANGE THEORY FITNESS eru mjög skemmtilegir tímar þar sem unnið er á hlaupabretti, róðrarvél og svo með lóð/TRX-bönd o.fl til þess að styrkja líkamann. Þátttakendur eru með púlsmæli og hvattir til þess að vinna á ákveðnu álagi. Mjög hvetjandi og skemmtilegir tímar.

EXHALE SPA eru mjög smart litlar stöðvar þar sem boðið eru upp á barre-tíma og jóga.

BARRY'S BOOTCAMP er uppáhaldið mitt en þetta eru snilldartímar þar sem unnið er á hlaupabrettum og gerðar styrktaræfingar á móti með teygjur, lóð, palla o.fl.  Ótrúlega skemmtilegir og krefjandi tímar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál