Er vegan og vinnur medalíur á svellinu

Skautadrottningin Meagan Duhamel er búin að vera vegan í tíu …
Skautadrottningin Meagan Duhamel er búin að vera vegan í tíu ár. AFP

Það færist í vöxt að íþróttafólk kýs að vera vegan og telja margir lífstílinn hjálpa sér að ná árangri í íþrótt sinni. Kanadíska skautadrottningin Meagan Duhamel tilheyrir þessum hópi íþróttamanna. Duhamel hefur verið vegan í tíu ár og er búin að vinna tvenn verðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. 

Duhamel ræddi við MindBodyGreen frá Pyeonchang en hún telur að veganlífstíllinn hafi mikla kosti. „Ég þakka jurtafæðulífstílnum svo stóran hluta af heilsu minni og velgengni minni í íþróttum,“ sagði Duhamel. Hún segist geta æft stífar en flestir aðrir æfingafélagar hennar. Auk þess sem hún hafi verið alveg meiðslalaus þrátt fyrir að vera 32 ára, sem er óalgengt meðal þeirra sem keppa í listhlaupi á skautum.   

Meagan Duhamel vann til verðlauna ásamt Eric Radford í parakeppni.
Meagan Duhamel vann til verðlauna ásamt Eric Radford í parakeppni. AFP

Margir sem þekkja lítið til veganisma eru hræddir um að fólk fái ekki nógu mikla næringu. Duhamel afsannar það þegar hún fer yfir hvað hún borðar meðal annars yfir daginn en fyrir utan það að vinna medalíur á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum er hún líka menntaður næringarfræðingur. 

Í morgunmat borðar hún möndlumjólk, glútenlausa hafra, chia-fræ, kanil, kakónibbur, banana og möndlusmjör. Þegar hún hefur hún minni tíma borðar hún þeyting með spínati, mangó og bönunum ásamt öðru eins og chia-fræum og möndlumjólk eða kókosvatni. 

Eftir erfiða æfingu finnst henni gott að fá sér ananas með hampfræjum, sætar karöflur og prótínstykki. Til þess að halda uppi orkunni yfir daginn er hún dugleg að fá sér kókosjógúrt, banana, epli og kex. 

Vetrarólympíuleikarnir eru þó ekki hugsaðir fyrir þá sem eru vegan en Duhamel var við öllu viðbúin og tók með sér nesti til Suður-Kóreu. 

Duhamel þakkar veganlífstílnum hreysti sína.
Duhamel þakkar veganlífstílnum hreysti sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál