Hversu lengi á að teygja?

Það er ekki vænlegt að halda bara teygjunni í tíu …
Það er ekki vænlegt að halda bara teygjunni í tíu sekúndur. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er freistandi að hoppa beint í sturtu eftir að maður klárar æfingu. Æfingin er hins vegar ekki búin fyrr en búið er að teygja á, en hversu lengi á að teygja?

Að teygja er þolinmæðisverk og ætti að teygja í 60 sekúndur á hverjum vöðva. Þessum 60 sekúndum má skipta niður í nokkrar umferðir, eins og til dæmis þrjár umferðir af 20 sekúndna teygjum. 

Í viðtali við Men's Health  segir þjálfarinn Mike Vigneau að fólki fái lítið út úr því að teygja í minna en 20 sekúndur. Velja ætti þrjár til fimm teygjur til þess að gera, gott er að teygja meðal annars framan á lærunum, rassinum, nára, kálfum og axlasvæðinu.

Best er að teygja beint eftir æfingu, þegar líkaminn er enn heitur. Það er til dæmis mun betra en að teygja mikið á fyrir æfingu. 

Gott er að teygja eftir hlaup.
Gott er að teygja eftir hlaup. mbl.is/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál