Velur þennan lífsstíl sjálf

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis ...
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis í apríl. mbl.is/Hari

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir næstu fitnessmót en í kjölfarið á Íslandsmeistaramótinu um páskana keppir Inga á tveimur Grand prix-mótum í Ósló og Stokkhólmi. Hreyfing er stór hluti af lífi Ingu og líður henni best þegar hún er að undirbúa sig fyrir mót. 

Ásamt því að keppa í fitness rekur Inga Hrönn verslunina Momo í Kringlunni með móður sinni. „Minn helsti árangur í lífinu er í rauninni að hafa komist á þennan stað sem ég er á í dag. Ég eignaðist barn ung, kláraði aldrei menntaskóla en samt einhvern veginn náði ég að pota mér inn í háskólann sem ég kláraði með ágætis einkunn þó að ég segi sjálf frá. Svo er ég auðvitað ofboðslega stolt af litlu búðinni minni, Momo, sem við mamma höfum rekið saman síðan 2014 og hefur hún heldur betur vaxið,“ segir Inga Hrönn.

Æfir tvisvar á dag

Árangur Ingu Hrannar í fitness er heldur ekki svo slæmur. Í fyrra vann hún fyrsta fitnessmótið sitt þegar hún vann heildarkeppnina í kvennaflokki á Oslo Grand Prix en Inga segir mótið það stærsta sem haldið er í Skandinavíu. Inga Hrönn er á leiðinni út aftur í apríl til að verja titilinn og er mjög einbeitt.

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class.
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class. mbl.is/Hari

„Undirbúningurinn gengur mjög vel, mér líður aldrei eins vel og þegar ég er í undirbúningi fyrir mót. Lífið er í svo fastri rútínu og ég í góðu jafnvægi. Ég er að æfa tvisvar á dag núna, ég tek brennslu klukkan hálfsjö á morgnana áður en ég kem guttanum í skólann. Ég er komin með ágætis aðstöðu í stofunni heima, en þar er ég með bæði þrekstiga og reiðhjól svo það er hægt að taka vel á því, reyndar á kostnað svefns nágrananna, en þeir fyrirgefa mér þetta vonandi með vorinu,“ segir Inga Hrönn.

„Svo tek ég lyftingaæfingu seinni partinn, annaðhvort beint eftir vinnu áður en Óðinn, sonur minn, kemur heim úr skólanum eða þá að við förum saman á æfingar, hann í fótbolta og ég inn í World Class. Dagurinn er mjög þéttur, það þarf að koma öllu sem þarf að gera inn í einn dag, það eru tvær æfingar, vinnan, heimalærdómur, elda kvöldmat, lesa fyrir svefninn og græja svo matinn fyrir næstu daga en með góðu skipulagi hefst þetta allt.“

Fær löngun í grjónagraut og slátur

Hvernig er mataræðið fyrir mót?

„Mataræðið er auðvitað mjög einhæft en það samanstendur af prótíndufti, eggjum, höfrum, möndlum, banönum og kjöti og fiski. Þegar maður er í góðri rútínu þá er þetta merkilega lítið mál, ég fer út í daginn með nestið fyrir daginn og borða á tveggja til þriggja tíma fresti svo ég verð ekki svöng. Ég finn alveg fyrir löngun í annan mat, það er samt sjaldnast eitthvert nammi eða pítsa, akkúrat núna langar mig til dæmis oboðslega mikið í grjónagraut og slátur!“

„Ég nýti nammidaginn eða hleðsludaginn vel og fæ mér eitthvað gott. Pitsa er til dæmis minn veikleiki svo hún verður oftast fyrir valinu á nammidögum. Ég reyni auðvitað eins og ég get að borða hollan mat allt árið um kring, manni líður bara svo vel í líkamanum þegar maður nærir hann rétt. Ég hef óbilandi trú á því hvað hreint mataræði og hreyfing getur gert fyrir lífsgæði okkar. Ég lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og braut á mér hálsinn og hef verið að berjast við miklar bólgur og verki í bakinu og hálsinum síðan þá en ég næ að halda þessu niðri með hreyfingu og góðum mat. Ég er auðvitað ekki eins mikið á bremsunni þegar ég er ekki að skera fyrir mót og leyfi mér vissulega meira. Það er þessi gullni meðalvegur sem maður reynir að feta.“

Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel.
Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel. mbl.is/Hari

Hvernig gengur að skipuleggja sig? 

„Lykillinn að árangri í þessu sporti er auðvitað skipulag númer eitt tvö og þrjú og það er eitthvað sem ég hef lært meira og meira með tímanum. Ég hef alltaf reynt eftir fremstu getu að stýra æfingatímunum þannig að þeir skarist ekki á við tímann sem ég á með Óðni. Ég æfi alltaf annaðhvort klukkan sex á morgnana, í hádeginu eða á meðan hann er sjálfur á fótboltaæfingum seinni partinn. Svo þetta er mikið púsl og krefst ákveðinna fórna í félagslífinu enda þarf ég að vera sofnuð um klukkan tíu á kvöldin til að geta vaknað klukkan sex. En þetta verður að rútínu og mér líður ofboðslega vel í henni.“

Höfuðið þarf að vera á réttum stað

Skiptir andlega hliðin máli þegar kemur að því að ná árangri í fitness?

„Andlega hliðin skiptir ofboðslega miklu máli, ef maður er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á er nokkuð víst að niðurskurðurinn gangi ekki vel. Þetta er mjög krefjandi sport ekki síður andlega en líkamlega. Manni finnst oft ekkert vera að gerast eða skurðurinn vera að koma of hægt, maður er alltaf að efast um sig einhvern veginn. Maður þarf því að vera sterkur andlega til að geta hrist það af sér og haldið áfram. Það má alls ekki gleyma því af hverju maður er í sportinu og fyrir hvern. Ég man til dæmis að í undirbúningnum fyrir mitt annað mót var ég orðin ofboðslega þreytt og var víst eitthvað mikið að vorkenna sjálfri mér og kvartandi við kallinn um að ég mætti ekki borða þetta eða hitt. Hann spurði mig bara hreint út: „Inga, hver bannar þér það?“ Það var eins og ég fengi einhverja uppljómun, þarna áttaði ég mig á því að ég er að gera þetta fyrir mig á mínum forsendum og það er enginn að banna mér neitt, ég kýs þennan lífsstíl.“

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir mbl.is/Hari

„Það er nefnilega svo fyndið hvernig þessi heili okkar virkar, þegar ég stillti mig inn á það að þessi matur eða annar væri ekki bannaður heldur er það ég sem veldi þá varð allt einhvern veginn miklu auðveldara. Þetta orð bannað er nefnilega svo sterkt og hefur mikil áhrif á hugarfar okkar, um leið og eitthvað er orðið forboðið þá langar okkur svo miklu meira í það. Svo er það líka þannig í samfélaginu það eru freistingar alls staðar og við þurfum að hafa styrkinn til að neita okkur um þær. Ef maður er ekki sterkur andlega er hætt við því að maður láti undan freistingum og þá getur maður lent í vítahring. Skurðurinn fer að ganga hægar og þá er hætt við því að maður velji öfgafullar leiðir til að léttast hraðar, þá verður erfiðara að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þá auðvitað enn erfiðara að standast freistingar. Þannig að andlegt jafnvægi er alveg lykilatriði í keppnisundirbúningnum, og í raunninn ekki eingöngu þegar maður er í keppnisundirbúningi líka bara í þessari dagsdaglegu rútínu. Þegar blóðsykurinn er jafn er svo miklu auðveldara að halda sig á beinu brautinni.“ 

Færðu aldrei löngun til þess að hætta að keppa og slaka á í hreyfingu og mataræði?

„Nei, ég hef ekki ennþá fundið fyrir því. Ég er náttúrlega snar ofvirk svo öll þessi hreyfing hentar mér vel, en líka eins og ég kom inn á áðan, þá er þessi hreyfing það sem heldur mér gangandi. Þegar ég tek mér lengri hvíld til dæmis þegar ég fer í sumarfrí þá finn ég hvernig allt byrjar að stífna og eftir bara um tveggja vikna hvíld þá get ég ekki snúið höfðinu svo ég efast um að ég muni nokkurn tímann hætta að hreyfa mig svona mikið. Á meðan mér líður vel í þessu sporti þá mun ég halda þessu áfram. Ég hef líka mikinn áhuga á útivist og bara hreyfingu almennt þannig að þegar ég verð leið á þessu keppnisstandi þá á ég bara eftir að auka annarskonar hreyfingu.“

Langhlaup en ekki spretthlaup

Hvað gerir þú til að slaka á og gera vel við þig?

„Ég elska að fara í sund, það besta sem ég veit er að fara í pottinn í Breiðholtslauginni á köldum vetrarkvöldum. Annars þarf ég ekki mikla líkamlega hvíld, ég er mjög heppin hvað ég á auðvelt með svefn, þannig að ég hvílist mjög vel á nóttunni. Ég finn meira fyrir því hvað ég þreytist andlega, þá finnst mér ofboðslega endurnærandi að fara út með kallinum, syninum eða vinkonunum bara að leika. Fara í jeppaferð, gönguferð, á snjóbretti og þess háttar. Maður kemur alveg endurnærður til baka og klár í að takast á við næstu daga. Svo er ég mikill matgæðingur og mér finnst ofboðslega gaman að elda góðan mat, þar erum við bóndinn alveg samstiga og veit ég fátt skemmtilegra en að brasa með honum í eldhúsinu.“

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk sem vill koma sér í gott form?

„Auðvitað byrja rólega, ef viðkomandi hefur ekki hreyft sig í lengri tíma þarf að byrja rólega og gera smáar breytingar í einu á rútínu og mataræði. Svo má heldur ekki vera of harður við sig, ef við misstígum okkur og dettum í sukkið þá er bara að standa upp og halda áfram. Það verður ekki sagt nógu oft að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Það þarf að gera smáar breytingar og leyfa okkur að aðlagast nýjum lífsstíl. Svo þarf náttúrlega að taka hausinn í gegn, eins og ég talaði um áðan. Heilinn og hugurinn er ofboðslega sterkt líffæri og líkaminn fer þangað sem höfuðið fer með hann.“

mbl.is

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »