Velur þennan lífsstíl sjálf

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis ...
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis í apríl. mbl.is/Hari

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir næstu fitnessmót en í kjölfarið á Íslandsmeistaramótinu um páskana keppir Inga á tveimur Grand prix-mótum í Ósló og Stokkhólmi. Hreyfing er stór hluti af lífi Ingu og líður henni best þegar hún er að undirbúa sig fyrir mót. 

Ásamt því að keppa í fitness rekur Inga Hrönn verslunina Momo í Kringlunni með móður sinni. „Minn helsti árangur í lífinu er í rauninni að hafa komist á þennan stað sem ég er á í dag. Ég eignaðist barn ung, kláraði aldrei menntaskóla en samt einhvern veginn náði ég að pota mér inn í háskólann sem ég kláraði með ágætis einkunn þó að ég segi sjálf frá. Svo er ég auðvitað ofboðslega stolt af litlu búðinni minni, Momo, sem við mamma höfum rekið saman síðan 2014 og hefur hún heldur betur vaxið,“ segir Inga Hrönn.

Æfir tvisvar á dag

Árangur Ingu Hrannar í fitness er heldur ekki svo slæmur. Í fyrra vann hún fyrsta fitnessmótið sitt þegar hún vann heildarkeppnina í kvennaflokki á Oslo Grand Prix en Inga segir mótið það stærsta sem haldið er í Skandinavíu. Inga Hrönn er á leiðinni út aftur í apríl til að verja titilinn og er mjög einbeitt.

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class.
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class. mbl.is/Hari

„Undirbúningurinn gengur mjög vel, mér líður aldrei eins vel og þegar ég er í undirbúningi fyrir mót. Lífið er í svo fastri rútínu og ég í góðu jafnvægi. Ég er að æfa tvisvar á dag núna, ég tek brennslu klukkan hálfsjö á morgnana áður en ég kem guttanum í skólann. Ég er komin með ágætis aðstöðu í stofunni heima, en þar er ég með bæði þrekstiga og reiðhjól svo það er hægt að taka vel á því, reyndar á kostnað svefns nágrananna, en þeir fyrirgefa mér þetta vonandi með vorinu,“ segir Inga Hrönn.

„Svo tek ég lyftingaæfingu seinni partinn, annaðhvort beint eftir vinnu áður en Óðinn, sonur minn, kemur heim úr skólanum eða þá að við förum saman á æfingar, hann í fótbolta og ég inn í World Class. Dagurinn er mjög þéttur, það þarf að koma öllu sem þarf að gera inn í einn dag, það eru tvær æfingar, vinnan, heimalærdómur, elda kvöldmat, lesa fyrir svefninn og græja svo matinn fyrir næstu daga en með góðu skipulagi hefst þetta allt.“

Fær löngun í grjónagraut og slátur

Hvernig er mataræðið fyrir mót?

„Mataræðið er auðvitað mjög einhæft en það samanstendur af prótíndufti, eggjum, höfrum, möndlum, banönum og kjöti og fiski. Þegar maður er í góðri rútínu þá er þetta merkilega lítið mál, ég fer út í daginn með nestið fyrir daginn og borða á tveggja til þriggja tíma fresti svo ég verð ekki svöng. Ég finn alveg fyrir löngun í annan mat, það er samt sjaldnast eitthvert nammi eða pítsa, akkúrat núna langar mig til dæmis oboðslega mikið í grjónagraut og slátur!“

„Ég nýti nammidaginn eða hleðsludaginn vel og fæ mér eitthvað gott. Pitsa er til dæmis minn veikleiki svo hún verður oftast fyrir valinu á nammidögum. Ég reyni auðvitað eins og ég get að borða hollan mat allt árið um kring, manni líður bara svo vel í líkamanum þegar maður nærir hann rétt. Ég hef óbilandi trú á því hvað hreint mataræði og hreyfing getur gert fyrir lífsgæði okkar. Ég lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og braut á mér hálsinn og hef verið að berjast við miklar bólgur og verki í bakinu og hálsinum síðan þá en ég næ að halda þessu niðri með hreyfingu og góðum mat. Ég er auðvitað ekki eins mikið á bremsunni þegar ég er ekki að skera fyrir mót og leyfi mér vissulega meira. Það er þessi gullni meðalvegur sem maður reynir að feta.“

Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel.
Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel. mbl.is/Hari

Hvernig gengur að skipuleggja sig? 

„Lykillinn að árangri í þessu sporti er auðvitað skipulag númer eitt tvö og þrjú og það er eitthvað sem ég hef lært meira og meira með tímanum. Ég hef alltaf reynt eftir fremstu getu að stýra æfingatímunum þannig að þeir skarist ekki á við tímann sem ég á með Óðni. Ég æfi alltaf annaðhvort klukkan sex á morgnana, í hádeginu eða á meðan hann er sjálfur á fótboltaæfingum seinni partinn. Svo þetta er mikið púsl og krefst ákveðinna fórna í félagslífinu enda þarf ég að vera sofnuð um klukkan tíu á kvöldin til að geta vaknað klukkan sex. En þetta verður að rútínu og mér líður ofboðslega vel í henni.“

Höfuðið þarf að vera á réttum stað

Skiptir andlega hliðin máli þegar kemur að því að ná árangri í fitness?

„Andlega hliðin skiptir ofboðslega miklu máli, ef maður er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á er nokkuð víst að niðurskurðurinn gangi ekki vel. Þetta er mjög krefjandi sport ekki síður andlega en líkamlega. Manni finnst oft ekkert vera að gerast eða skurðurinn vera að koma of hægt, maður er alltaf að efast um sig einhvern veginn. Maður þarf því að vera sterkur andlega til að geta hrist það af sér og haldið áfram. Það má alls ekki gleyma því af hverju maður er í sportinu og fyrir hvern. Ég man til dæmis að í undirbúningnum fyrir mitt annað mót var ég orðin ofboðslega þreytt og var víst eitthvað mikið að vorkenna sjálfri mér og kvartandi við kallinn um að ég mætti ekki borða þetta eða hitt. Hann spurði mig bara hreint út: „Inga, hver bannar þér það?“ Það var eins og ég fengi einhverja uppljómun, þarna áttaði ég mig á því að ég er að gera þetta fyrir mig á mínum forsendum og það er enginn að banna mér neitt, ég kýs þennan lífsstíl.“

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir mbl.is/Hari

„Það er nefnilega svo fyndið hvernig þessi heili okkar virkar, þegar ég stillti mig inn á það að þessi matur eða annar væri ekki bannaður heldur er það ég sem veldi þá varð allt einhvern veginn miklu auðveldara. Þetta orð bannað er nefnilega svo sterkt og hefur mikil áhrif á hugarfar okkar, um leið og eitthvað er orðið forboðið þá langar okkur svo miklu meira í það. Svo er það líka þannig í samfélaginu það eru freistingar alls staðar og við þurfum að hafa styrkinn til að neita okkur um þær. Ef maður er ekki sterkur andlega er hætt við því að maður láti undan freistingum og þá getur maður lent í vítahring. Skurðurinn fer að ganga hægar og þá er hætt við því að maður velji öfgafullar leiðir til að léttast hraðar, þá verður erfiðara að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þá auðvitað enn erfiðara að standast freistingar. Þannig að andlegt jafnvægi er alveg lykilatriði í keppnisundirbúningnum, og í raunninn ekki eingöngu þegar maður er í keppnisundirbúningi líka bara í þessari dagsdaglegu rútínu. Þegar blóðsykurinn er jafn er svo miklu auðveldara að halda sig á beinu brautinni.“ 

Færðu aldrei löngun til þess að hætta að keppa og slaka á í hreyfingu og mataræði?

„Nei, ég hef ekki ennþá fundið fyrir því. Ég er náttúrlega snar ofvirk svo öll þessi hreyfing hentar mér vel, en líka eins og ég kom inn á áðan, þá er þessi hreyfing það sem heldur mér gangandi. Þegar ég tek mér lengri hvíld til dæmis þegar ég fer í sumarfrí þá finn ég hvernig allt byrjar að stífna og eftir bara um tveggja vikna hvíld þá get ég ekki snúið höfðinu svo ég efast um að ég muni nokkurn tímann hætta að hreyfa mig svona mikið. Á meðan mér líður vel í þessu sporti þá mun ég halda þessu áfram. Ég hef líka mikinn áhuga á útivist og bara hreyfingu almennt þannig að þegar ég verð leið á þessu keppnisstandi þá á ég bara eftir að auka annarskonar hreyfingu.“

Langhlaup en ekki spretthlaup

Hvað gerir þú til að slaka á og gera vel við þig?

„Ég elska að fara í sund, það besta sem ég veit er að fara í pottinn í Breiðholtslauginni á köldum vetrarkvöldum. Annars þarf ég ekki mikla líkamlega hvíld, ég er mjög heppin hvað ég á auðvelt með svefn, þannig að ég hvílist mjög vel á nóttunni. Ég finn meira fyrir því hvað ég þreytist andlega, þá finnst mér ofboðslega endurnærandi að fara út með kallinum, syninum eða vinkonunum bara að leika. Fara í jeppaferð, gönguferð, á snjóbretti og þess háttar. Maður kemur alveg endurnærður til baka og klár í að takast á við næstu daga. Svo er ég mikill matgæðingur og mér finnst ofboðslega gaman að elda góðan mat, þar erum við bóndinn alveg samstiga og veit ég fátt skemmtilegra en að brasa með honum í eldhúsinu.“

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk sem vill koma sér í gott form?

„Auðvitað byrja rólega, ef viðkomandi hefur ekki hreyft sig í lengri tíma þarf að byrja rólega og gera smáar breytingar í einu á rútínu og mataræði. Svo má heldur ekki vera of harður við sig, ef við misstígum okkur og dettum í sukkið þá er bara að standa upp og halda áfram. Það verður ekki sagt nógu oft að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Það þarf að gera smáar breytingar og leyfa okkur að aðlagast nýjum lífsstíl. Svo þarf náttúrlega að taka hausinn í gegn, eins og ég talaði um áðan. Heilinn og hugurinn er ofboðslega sterkt líffæri og líkaminn fer þangað sem höfuðið fer með hann.“

mbl.is

Elstu systkinin gáfuðust

13:00 Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »

Litríkt eldhús við Túngötu

10:14 Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

í gær Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

í gær Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

17.6. Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

17.6. Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »