Velur þennan lífsstíl sjálf

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis ...
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis í apríl. mbl.is/Hari

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir næstu fitnessmót en í kjölfarið á Íslandsmeistaramótinu um páskana keppir Inga á tveimur Grand prix-mótum í Ósló og Stokkhólmi. Hreyfing er stór hluti af lífi Ingu og líður henni best þegar hún er að undirbúa sig fyrir mót. 

Ásamt því að keppa í fitness rekur Inga Hrönn verslunina Momo í Kringlunni með móður sinni. „Minn helsti árangur í lífinu er í rauninni að hafa komist á þennan stað sem ég er á í dag. Ég eignaðist barn ung, kláraði aldrei menntaskóla en samt einhvern veginn náði ég að pota mér inn í háskólann sem ég kláraði með ágætis einkunn þó að ég segi sjálf frá. Svo er ég auðvitað ofboðslega stolt af litlu búðinni minni, Momo, sem við mamma höfum rekið saman síðan 2014 og hefur hún heldur betur vaxið,“ segir Inga Hrönn.

Æfir tvisvar á dag

Árangur Ingu Hrannar í fitness er heldur ekki svo slæmur. Í fyrra vann hún fyrsta fitnessmótið sitt þegar hún vann heildarkeppnina í kvennaflokki á Oslo Grand Prix en Inga segir mótið það stærsta sem haldið er í Skandinavíu. Inga Hrönn er á leiðinni út aftur í apríl til að verja titilinn og er mjög einbeitt.

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class.
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class. mbl.is/Hari

„Undirbúningurinn gengur mjög vel, mér líður aldrei eins vel og þegar ég er í undirbúningi fyrir mót. Lífið er í svo fastri rútínu og ég í góðu jafnvægi. Ég er að æfa tvisvar á dag núna, ég tek brennslu klukkan hálfsjö á morgnana áður en ég kem guttanum í skólann. Ég er komin með ágætis aðstöðu í stofunni heima, en þar er ég með bæði þrekstiga og reiðhjól svo það er hægt að taka vel á því, reyndar á kostnað svefns nágrananna, en þeir fyrirgefa mér þetta vonandi með vorinu,“ segir Inga Hrönn.

„Svo tek ég lyftingaæfingu seinni partinn, annaðhvort beint eftir vinnu áður en Óðinn, sonur minn, kemur heim úr skólanum eða þá að við förum saman á æfingar, hann í fótbolta og ég inn í World Class. Dagurinn er mjög þéttur, það þarf að koma öllu sem þarf að gera inn í einn dag, það eru tvær æfingar, vinnan, heimalærdómur, elda kvöldmat, lesa fyrir svefninn og græja svo matinn fyrir næstu daga en með góðu skipulagi hefst þetta allt.“

Fær löngun í grjónagraut og slátur

Hvernig er mataræðið fyrir mót?

„Mataræðið er auðvitað mjög einhæft en það samanstendur af prótíndufti, eggjum, höfrum, möndlum, banönum og kjöti og fiski. Þegar maður er í góðri rútínu þá er þetta merkilega lítið mál, ég fer út í daginn með nestið fyrir daginn og borða á tveggja til þriggja tíma fresti svo ég verð ekki svöng. Ég finn alveg fyrir löngun í annan mat, það er samt sjaldnast eitthvert nammi eða pítsa, akkúrat núna langar mig til dæmis oboðslega mikið í grjónagraut og slátur!“

„Ég nýti nammidaginn eða hleðsludaginn vel og fæ mér eitthvað gott. Pitsa er til dæmis minn veikleiki svo hún verður oftast fyrir valinu á nammidögum. Ég reyni auðvitað eins og ég get að borða hollan mat allt árið um kring, manni líður bara svo vel í líkamanum þegar maður nærir hann rétt. Ég hef óbilandi trú á því hvað hreint mataræði og hreyfing getur gert fyrir lífsgæði okkar. Ég lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og braut á mér hálsinn og hef verið að berjast við miklar bólgur og verki í bakinu og hálsinum síðan þá en ég næ að halda þessu niðri með hreyfingu og góðum mat. Ég er auðvitað ekki eins mikið á bremsunni þegar ég er ekki að skera fyrir mót og leyfi mér vissulega meira. Það er þessi gullni meðalvegur sem maður reynir að feta.“

Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel.
Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel. mbl.is/Hari

Hvernig gengur að skipuleggja sig? 

„Lykillinn að árangri í þessu sporti er auðvitað skipulag númer eitt tvö og þrjú og það er eitthvað sem ég hef lært meira og meira með tímanum. Ég hef alltaf reynt eftir fremstu getu að stýra æfingatímunum þannig að þeir skarist ekki á við tímann sem ég á með Óðni. Ég æfi alltaf annaðhvort klukkan sex á morgnana, í hádeginu eða á meðan hann er sjálfur á fótboltaæfingum seinni partinn. Svo þetta er mikið púsl og krefst ákveðinna fórna í félagslífinu enda þarf ég að vera sofnuð um klukkan tíu á kvöldin til að geta vaknað klukkan sex. En þetta verður að rútínu og mér líður ofboðslega vel í henni.“

Höfuðið þarf að vera á réttum stað

Skiptir andlega hliðin máli þegar kemur að því að ná árangri í fitness?

„Andlega hliðin skiptir ofboðslega miklu máli, ef maður er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á er nokkuð víst að niðurskurðurinn gangi ekki vel. Þetta er mjög krefjandi sport ekki síður andlega en líkamlega. Manni finnst oft ekkert vera að gerast eða skurðurinn vera að koma of hægt, maður er alltaf að efast um sig einhvern veginn. Maður þarf því að vera sterkur andlega til að geta hrist það af sér og haldið áfram. Það má alls ekki gleyma því af hverju maður er í sportinu og fyrir hvern. Ég man til dæmis að í undirbúningnum fyrir mitt annað mót var ég orðin ofboðslega þreytt og var víst eitthvað mikið að vorkenna sjálfri mér og kvartandi við kallinn um að ég mætti ekki borða þetta eða hitt. Hann spurði mig bara hreint út: „Inga, hver bannar þér það?“ Það var eins og ég fengi einhverja uppljómun, þarna áttaði ég mig á því að ég er að gera þetta fyrir mig á mínum forsendum og það er enginn að banna mér neitt, ég kýs þennan lífsstíl.“

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir mbl.is/Hari

„Það er nefnilega svo fyndið hvernig þessi heili okkar virkar, þegar ég stillti mig inn á það að þessi matur eða annar væri ekki bannaður heldur er það ég sem veldi þá varð allt einhvern veginn miklu auðveldara. Þetta orð bannað er nefnilega svo sterkt og hefur mikil áhrif á hugarfar okkar, um leið og eitthvað er orðið forboðið þá langar okkur svo miklu meira í það. Svo er það líka þannig í samfélaginu það eru freistingar alls staðar og við þurfum að hafa styrkinn til að neita okkur um þær. Ef maður er ekki sterkur andlega er hætt við því að maður láti undan freistingum og þá getur maður lent í vítahring. Skurðurinn fer að ganga hægar og þá er hætt við því að maður velji öfgafullar leiðir til að léttast hraðar, þá verður erfiðara að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þá auðvitað enn erfiðara að standast freistingar. Þannig að andlegt jafnvægi er alveg lykilatriði í keppnisundirbúningnum, og í raunninn ekki eingöngu þegar maður er í keppnisundirbúningi líka bara í þessari dagsdaglegu rútínu. Þegar blóðsykurinn er jafn er svo miklu auðveldara að halda sig á beinu brautinni.“ 

Færðu aldrei löngun til þess að hætta að keppa og slaka á í hreyfingu og mataræði?

„Nei, ég hef ekki ennþá fundið fyrir því. Ég er náttúrlega snar ofvirk svo öll þessi hreyfing hentar mér vel, en líka eins og ég kom inn á áðan, þá er þessi hreyfing það sem heldur mér gangandi. Þegar ég tek mér lengri hvíld til dæmis þegar ég fer í sumarfrí þá finn ég hvernig allt byrjar að stífna og eftir bara um tveggja vikna hvíld þá get ég ekki snúið höfðinu svo ég efast um að ég muni nokkurn tímann hætta að hreyfa mig svona mikið. Á meðan mér líður vel í þessu sporti þá mun ég halda þessu áfram. Ég hef líka mikinn áhuga á útivist og bara hreyfingu almennt þannig að þegar ég verð leið á þessu keppnisstandi þá á ég bara eftir að auka annarskonar hreyfingu.“

Langhlaup en ekki spretthlaup

Hvað gerir þú til að slaka á og gera vel við þig?

„Ég elska að fara í sund, það besta sem ég veit er að fara í pottinn í Breiðholtslauginni á köldum vetrarkvöldum. Annars þarf ég ekki mikla líkamlega hvíld, ég er mjög heppin hvað ég á auðvelt með svefn, þannig að ég hvílist mjög vel á nóttunni. Ég finn meira fyrir því hvað ég þreytist andlega, þá finnst mér ofboðslega endurnærandi að fara út með kallinum, syninum eða vinkonunum bara að leika. Fara í jeppaferð, gönguferð, á snjóbretti og þess háttar. Maður kemur alveg endurnærður til baka og klár í að takast á við næstu daga. Svo er ég mikill matgæðingur og mér finnst ofboðslega gaman að elda góðan mat, þar erum við bóndinn alveg samstiga og veit ég fátt skemmtilegra en að brasa með honum í eldhúsinu.“

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk sem vill koma sér í gott form?

„Auðvitað byrja rólega, ef viðkomandi hefur ekki hreyft sig í lengri tíma þarf að byrja rólega og gera smáar breytingar í einu á rútínu og mataræði. Svo má heldur ekki vera of harður við sig, ef við misstígum okkur og dettum í sukkið þá er bara að standa upp og halda áfram. Það verður ekki sagt nógu oft að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Það þarf að gera smáar breytingar og leyfa okkur að aðlagast nýjum lífsstíl. Svo þarf náttúrlega að taka hausinn í gegn, eins og ég talaði um áðan. Heilinn og hugurinn er ofboðslega sterkt líffæri og líkaminn fer þangað sem höfuðið fer með hann.“

mbl.is

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

Í gær, 23:59 Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

Í gær, 21:00 „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

Í gær, 18:00 Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

Í gær, 15:00 Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

í gær Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

í gær Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í fyrradag Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í fyrradag Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

19.3. Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

19.3. „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »