Velur þennan lífsstíl sjálf

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis ...
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er að undirbúa sig fyrir mót erlendis í apríl. mbl.is/Hari

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir næstu fitnessmót en í kjölfarið á Íslandsmeistaramótinu um páskana keppir Inga á tveimur Grand prix-mótum í Ósló og Stokkhólmi. Hreyfing er stór hluti af lífi Ingu og líður henni best þegar hún er að undirbúa sig fyrir mót. 

Ásamt því að keppa í fitness rekur Inga Hrönn verslunina Momo í Kringlunni með móður sinni. „Minn helsti árangur í lífinu er í rauninni að hafa komist á þennan stað sem ég er á í dag. Ég eignaðist barn ung, kláraði aldrei menntaskóla en samt einhvern veginn náði ég að pota mér inn í háskólann sem ég kláraði með ágætis einkunn þó að ég segi sjálf frá. Svo er ég auðvitað ofboðslega stolt af litlu búðinni minni, Momo, sem við mamma höfum rekið saman síðan 2014 og hefur hún heldur betur vaxið,“ segir Inga Hrönn.

Æfir tvisvar á dag

Árangur Ingu Hrannar í fitness er heldur ekki svo slæmur. Í fyrra vann hún fyrsta fitnessmótið sitt þegar hún vann heildarkeppnina í kvennaflokki á Oslo Grand Prix en Inga segir mótið það stærsta sem haldið er í Skandinavíu. Inga Hrönn er á leiðinni út aftur í apríl til að verja titilinn og er mjög einbeitt.

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class.
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir æfir í World Class. mbl.is/Hari

„Undirbúningurinn gengur mjög vel, mér líður aldrei eins vel og þegar ég er í undirbúningi fyrir mót. Lífið er í svo fastri rútínu og ég í góðu jafnvægi. Ég er að æfa tvisvar á dag núna, ég tek brennslu klukkan hálfsjö á morgnana áður en ég kem guttanum í skólann. Ég er komin með ágætis aðstöðu í stofunni heima, en þar er ég með bæði þrekstiga og reiðhjól svo það er hægt að taka vel á því, reyndar á kostnað svefns nágrananna, en þeir fyrirgefa mér þetta vonandi með vorinu,“ segir Inga Hrönn.

„Svo tek ég lyftingaæfingu seinni partinn, annaðhvort beint eftir vinnu áður en Óðinn, sonur minn, kemur heim úr skólanum eða þá að við förum saman á æfingar, hann í fótbolta og ég inn í World Class. Dagurinn er mjög þéttur, það þarf að koma öllu sem þarf að gera inn í einn dag, það eru tvær æfingar, vinnan, heimalærdómur, elda kvöldmat, lesa fyrir svefninn og græja svo matinn fyrir næstu daga en með góðu skipulagi hefst þetta allt.“

Fær löngun í grjónagraut og slátur

Hvernig er mataræðið fyrir mót?

„Mataræðið er auðvitað mjög einhæft en það samanstendur af prótíndufti, eggjum, höfrum, möndlum, banönum og kjöti og fiski. Þegar maður er í góðri rútínu þá er þetta merkilega lítið mál, ég fer út í daginn með nestið fyrir daginn og borða á tveggja til þriggja tíma fresti svo ég verð ekki svöng. Ég finn alveg fyrir löngun í annan mat, það er samt sjaldnast eitthvert nammi eða pítsa, akkúrat núna langar mig til dæmis oboðslega mikið í grjónagraut og slátur!“

„Ég nýti nammidaginn eða hleðsludaginn vel og fæ mér eitthvað gott. Pitsa er til dæmis minn veikleiki svo hún verður oftast fyrir valinu á nammidögum. Ég reyni auðvitað eins og ég get að borða hollan mat allt árið um kring, manni líður bara svo vel í líkamanum þegar maður nærir hann rétt. Ég hef óbilandi trú á því hvað hreint mataræði og hreyfing getur gert fyrir lífsgæði okkar. Ég lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og braut á mér hálsinn og hef verið að berjast við miklar bólgur og verki í bakinu og hálsinum síðan þá en ég næ að halda þessu niðri með hreyfingu og góðum mat. Ég er auðvitað ekki eins mikið á bremsunni þegar ég er ekki að skera fyrir mót og leyfi mér vissulega meira. Það er þessi gullni meðalvegur sem maður reynir að feta.“

Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel.
Inga Hrönn skipuleggur æfingarnar vel. mbl.is/Hari

Hvernig gengur að skipuleggja sig? 

„Lykillinn að árangri í þessu sporti er auðvitað skipulag númer eitt tvö og þrjú og það er eitthvað sem ég hef lært meira og meira með tímanum. Ég hef alltaf reynt eftir fremstu getu að stýra æfingatímunum þannig að þeir skarist ekki á við tímann sem ég á með Óðni. Ég æfi alltaf annaðhvort klukkan sex á morgnana, í hádeginu eða á meðan hann er sjálfur á fótboltaæfingum seinni partinn. Svo þetta er mikið púsl og krefst ákveðinna fórna í félagslífinu enda þarf ég að vera sofnuð um klukkan tíu á kvöldin til að geta vaknað klukkan sex. En þetta verður að rútínu og mér líður ofboðslega vel í henni.“

Höfuðið þarf að vera á réttum stað

Skiptir andlega hliðin máli þegar kemur að því að ná árangri í fitness?

„Andlega hliðin skiptir ofboðslega miklu máli, ef maður er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á er nokkuð víst að niðurskurðurinn gangi ekki vel. Þetta er mjög krefjandi sport ekki síður andlega en líkamlega. Manni finnst oft ekkert vera að gerast eða skurðurinn vera að koma of hægt, maður er alltaf að efast um sig einhvern veginn. Maður þarf því að vera sterkur andlega til að geta hrist það af sér og haldið áfram. Það má alls ekki gleyma því af hverju maður er í sportinu og fyrir hvern. Ég man til dæmis að í undirbúningnum fyrir mitt annað mót var ég orðin ofboðslega þreytt og var víst eitthvað mikið að vorkenna sjálfri mér og kvartandi við kallinn um að ég mætti ekki borða þetta eða hitt. Hann spurði mig bara hreint út: „Inga, hver bannar þér það?“ Það var eins og ég fengi einhverja uppljómun, þarna áttaði ég mig á því að ég er að gera þetta fyrir mig á mínum forsendum og það er enginn að banna mér neitt, ég kýs þennan lífsstíl.“

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir
Inga Hrönn Ásgeirsdóttir mbl.is/Hari

„Það er nefnilega svo fyndið hvernig þessi heili okkar virkar, þegar ég stillti mig inn á það að þessi matur eða annar væri ekki bannaður heldur er það ég sem veldi þá varð allt einhvern veginn miklu auðveldara. Þetta orð bannað er nefnilega svo sterkt og hefur mikil áhrif á hugarfar okkar, um leið og eitthvað er orðið forboðið þá langar okkur svo miklu meira í það. Svo er það líka þannig í samfélaginu það eru freistingar alls staðar og við þurfum að hafa styrkinn til að neita okkur um þær. Ef maður er ekki sterkur andlega er hætt við því að maður láti undan freistingum og þá getur maður lent í vítahring. Skurðurinn fer að ganga hægar og þá er hætt við því að maður velji öfgafullar leiðir til að léttast hraðar, þá verður erfiðara að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þá auðvitað enn erfiðara að standast freistingar. Þannig að andlegt jafnvægi er alveg lykilatriði í keppnisundirbúningnum, og í raunninn ekki eingöngu þegar maður er í keppnisundirbúningi líka bara í þessari dagsdaglegu rútínu. Þegar blóðsykurinn er jafn er svo miklu auðveldara að halda sig á beinu brautinni.“ 

Færðu aldrei löngun til þess að hætta að keppa og slaka á í hreyfingu og mataræði?

„Nei, ég hef ekki ennþá fundið fyrir því. Ég er náttúrlega snar ofvirk svo öll þessi hreyfing hentar mér vel, en líka eins og ég kom inn á áðan, þá er þessi hreyfing það sem heldur mér gangandi. Þegar ég tek mér lengri hvíld til dæmis þegar ég fer í sumarfrí þá finn ég hvernig allt byrjar að stífna og eftir bara um tveggja vikna hvíld þá get ég ekki snúið höfðinu svo ég efast um að ég muni nokkurn tímann hætta að hreyfa mig svona mikið. Á meðan mér líður vel í þessu sporti þá mun ég halda þessu áfram. Ég hef líka mikinn áhuga á útivist og bara hreyfingu almennt þannig að þegar ég verð leið á þessu keppnisstandi þá á ég bara eftir að auka annarskonar hreyfingu.“

Langhlaup en ekki spretthlaup

Hvað gerir þú til að slaka á og gera vel við þig?

„Ég elska að fara í sund, það besta sem ég veit er að fara í pottinn í Breiðholtslauginni á köldum vetrarkvöldum. Annars þarf ég ekki mikla líkamlega hvíld, ég er mjög heppin hvað ég á auðvelt með svefn, þannig að ég hvílist mjög vel á nóttunni. Ég finn meira fyrir því hvað ég þreytist andlega, þá finnst mér ofboðslega endurnærandi að fara út með kallinum, syninum eða vinkonunum bara að leika. Fara í jeppaferð, gönguferð, á snjóbretti og þess háttar. Maður kemur alveg endurnærður til baka og klár í að takast á við næstu daga. Svo er ég mikill matgæðingur og mér finnst ofboðslega gaman að elda góðan mat, þar erum við bóndinn alveg samstiga og veit ég fátt skemmtilegra en að brasa með honum í eldhúsinu.“

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk sem vill koma sér í gott form?

„Auðvitað byrja rólega, ef viðkomandi hefur ekki hreyft sig í lengri tíma þarf að byrja rólega og gera smáar breytingar í einu á rútínu og mataræði. Svo má heldur ekki vera of harður við sig, ef við misstígum okkur og dettum í sukkið þá er bara að standa upp og halda áfram. Það verður ekki sagt nógu oft að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Það þarf að gera smáar breytingar og leyfa okkur að aðlagast nýjum lífsstíl. Svo þarf náttúrlega að taka hausinn í gegn, eins og ég talaði um áðan. Heilinn og hugurinn er ofboðslega sterkt líffæri og líkaminn fer þangað sem höfuðið fer með hann.“

mbl.is

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Í gær, 21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Í gær, 19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

Í gær, 15:00 „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í fyrradag Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

í fyrradag „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

í fyrradag Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »