Þótti ekki nógu grönn

Iskra Lawrence lét ekki undarlegar kröfur tískuheimsins stoppa sig.
Iskra Lawrence lét ekki undarlegar kröfur tískuheimsins stoppa sig. AFP

Fyrirsætan Iskra Lawrence hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, ekki síst vegna hugmynda sinna um jákvæða líkamsímynd. Lawrence sem er 27 ára hefur ekki alltaf verið vel tekið af tískuheiminum og missti samning sinn við umboðsskrifstofu 16 ára vegna stórra mjaðma. 

Lawrence segist hafa fallið fyrir fyrirsögnum með fögrum fyrirheitum og öfgafullum megrunarkúrum úr Hollywood. Ásamt ströngu og óheilbrigðu mataræði eyddi Lawrence miklum tíma í æfingar og að mæla sjálfa sig. „Þrek þitt verður hræðilegt, einbeitingin verður hræðileg, sjónin  verður óskýr,“ sagði Lawrence í viðtali við The Sun

Þegar Lawrence var 16 ára missti hún samning við umboðsskrifstofu sína þar sem mjaðmirnar á henni þóttu of stórar en ummál þeirra var 91 sentímetri. Hún segir atvikið ásamt því að vera sífellt sagt að grennast hafa haft þau áhrif að hún varð heltekin af því hvað hún borðaði og að mæla sjálfa sig. Eftir að hafa reynt í fimm ár að passa í staðlaðar stærðir tískuheimsins ákvað hún að reyna að komast inn í heim fyrirsæta sem eru í stærri númerum. 

Hún segir það hafa tekið sig mörg ár að breyta lífi sínu, að átta sig á því að hún þyrfti að hætta að reyna að vera eitthvað sem hún var ekki. Nú er Lawrence ein þekktasta sundfatafyrirsæta í heimi. 

Í dag reynir Lawrence að hjálpa konum sem eru með lítið sjálfstraust. Hún segir mikilvægt að það sé ekki það sama að vera grannur og hraustur. Hreysti snúist líka um andlega líðan og það samband sem fólk á við líkama sinn. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál