Mataræðið breytti öllu

Zac Efron er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama …
Zac Efron er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn.

Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama sinn. Leikarinn breytti nýverið um mataræði sem hann segir hafa reynst sér mjög vel en Efron er orðinn vegan. 

Flest fólk sem er vegan er það vegna umhverfis- og dýraverndunarsjónarmiða. Efron virðist hins vegar hafa meiri áhuga á líkamlegum ávinningunum sem mataræðið hefur. Í viðtali við Teen Vouge lýsir hann ávinningum vegan-mataræðisins. 

„Það hefur gjörsamlega breytt því hvernig líkaminn minn vinnur, og það hvernig ég melti mat, hvernig hann breytist í orku, hvernig ég sef. Það hefur verið frábært. Það hefur verið frábært fyrir æfingarnar mínar og fyrir rútínuna mína,“ sagði leikarinn. 

Margir velta því fyrir sér hvernig er að byggja upp vöðva með því að borða aðeins það sem fyrir finnst í jurtaríkinu. Zac Efron er enn annar sem afsannar að það fari ekki saman að vera vegan og byggja upp vöðva. Atvinnuíþróttafólk og afreksfólk í fitness er meðal þeirra sem hafa sömu sögu að segja og Efron. 

Efron segist finna fyrir því að hann sé að eldast. Hann sjá ófullkomleikann í speglinum, baugana undir augunum. Hann fór því að leitast eftir því að breyta til í lífi sínu. Að sofa meira og fara á vegan-mataræði var það sem Efron prófaði og virðist það hafa virkað afar vel fyrir hann. 

Zac Efron.
Zac Efron. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál