Ætti ekki að planka lengur en 10 sekúndur

Að planka er gott í hófi.
Að planka er gott í hófi. mbl.is/Thinkstockphotos

Plankaæfingin er geysivinsæl styrktaræfing, enda reynir hún á allan líkamann en ekki bara á ákveðinn hluta líkamans. Það hefur lengi þótt merki um hreysti að geta haldið planka í nokkrar mínútur. Ekki eru þó allir sammála um að það borgi sig. 

Stuart McGill, prófessor við University of Waterloo í Kanada, er baksérfræðingur. Hann greindi frá því í viðtali við Telegraph að fólk ætti ekki að halda stöðunni í meira en tíu sekúndur. Afreksíþróttafólk og ólympíufarar eru sagðir leggja leið sína á rannsóknarstofuna til hans vegna bakvandamála. 

Æfinguna má þó endurtaka en hvert skipti ætti ekki að vera lengra en tíu sekúndur. McGill segir að það gefi fólki ekkert að halda í lengri tíma, nema það að geta sagst hafa haldið í ákveðinn langan tíma. 

Fólk sem vill betra bak ætti frekar að gera æfingar sem hann kallar Big 3. Um er að ræða æfingar sem reyna á magann, hliðarnar og bakið.

Í magaæfingunni er gerð venjuleg lítil magaæfing liggjandi á bakinu en með hendur undir mitti, passa þarf að hafa höfuðið slakt. Hliðarplanki á að styrka hliðarnar sérstaklega. Tekið er á bakinu með því að vera á fjórum fótum og rétta handlegg á móti fæti, eða einn útlim í einu. 

Hér má sjá æfingarnar útskýrðar. 

Frábær æfing til þess að styrkja bakið.
Frábær æfing til þess að styrkja bakið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál