Trúir ekki á öfgar

Goulart setur sig í forgang. Hægt er að fylgjast með …
Goulart setur sig í forgang. Hægt er að fylgjast með henni á Instagram. Skjáskot/Instagram.

Izabel Goulart er þekkt fyrir fyrirsætustörf sín, ekki síst fyrir Vicoria Secret. Hún hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir að vera í frábæru formi. Hún segir lykilinn að því að setja sig í fyrsta sæti, að vinna daglega að líkamlegri og andlegri vellíðan.

Daily Mail birti myndir af Goulart um þessar mundir og mælir með Instagram-síðu hennar þar sem hún er góð að gefa ráð og miðla til annarra þekkingu sinni.

Goulart lifir skemmtilegu lífi og er mikið utan dyra.
Goulart lifir skemmtilegu lífi og er mikið utan dyra. Skjáskot/Instagram.

Hér koma nokkrir hlutir sem hún mælir með að gera:

Að labba upp tröppur getur verið ágætisáreynsla.
Að labba upp tröppur getur verið ágætisáreynsla. Skjáskot/Instagram.

Gerðu æfingarnar skemmtilegar

Goulart elskar að vera úti og gera æfingar á ströndinni. Hún mælir með því að finna stað sem gefur orku og nota hann til að æfa það sem skiptir máli. Aðalmálið sé að skemmta sér og hafa gaman þegar maður æfir líkamann.

Finndu þína íþrótt og æfðu úti ef þú getur.
Finndu þína íþrótt og æfðu úti ef þú getur. Skjáskot/Instagram.

Finndu þína íþrótt

Goulart mælir með að finna sér íþrótt sem maður hefur áhuga á. Hún er dugleg að fara út að hlaupa, en æfir einnig tennis og fleira sem hún hefur áhuga á. Hún segist hafa prófað margar íþróttir, svo sem fótbolta, körfubolta og fleira. 

Það getur verið gaman að standa á höndum á ströndinni.
Það getur verið gaman að standa á höndum á ströndinni. Skjáskot/Instagram.

Æfðu inni og úti

Goulart fer mikið út að hlaupa en er svo dugleg að gera styrktaræfingar inni. Hún mælir með hlaupum úti og Pilates inni. En þitt er valið.

Flugferð er ekki afsökun fyrir Goulart að æfa og teygja …
Flugferð er ekki afsökun fyrir Goulart að æfa og teygja úr sér. Skjáskot/Instagram.

Settu þig í forgang

Að mati Goulart er alltaf tími og stund fyrir þig. Hvort heldur sem er í flugvél, í vinnu eða á kvöldin. Finndu leiðir til að hreyfa þig og gerðu það að vana. 

Sem dæmi má nota verslunarleiðangra til að labba nokkra auka hringi, eða leika sér með börnunum í körfubolta á kvöldin. Ef þú lítur á lífið sem eitt stórt tækifæri, þá sérðu leiðir.

Goulart kann 15 ólíkar uppskriftir að djúsum sem hún fær …
Goulart kann 15 ólíkar uppskriftir að djúsum sem hún fær sér í morgunmat á hverjum degi. Skjáskot/Instagram.

Mataræði mikilvægt

Goulart segir að hún trúi ekki á öfgar þegar kemur að mataræði og mælir með ferskum mat og miklu af grænmeti. Hún er dugleg að drekka djúsa sem hún býr til á morgnana. Í þessu segir hún mikilvægt að gera breytingar til lengri tíma. Enginn megrunarkúr í viku getur reddað hlutunum fyrir okkur. Lífsstílsbreytingar eru eina leiðin.

Finndu þinn hóp til að æfa með. Það eflir þig …
Finndu þinn hóp til að æfa með. Það eflir þig og styrkir. Skjáskot/Instagram

Félagsskapurinn skiptir máli

Að mati Goulart skiptir miklu máli að vera í góðum félagsskap að æfa. Með vinum og kunningjum sem leggja svipaða áherslu á heilsuna og þú gerir. Það getur einnig verið áhugavert að umgangast þá sem eru komnir lengra en þú. En að hennar mati er mikilvægt að skoða hvernig lífsstíll fólks er að hafa áhrif á það. Ef einhverjum líður vel og lítur vel út, þá er hann að gera eitthvað rétt að hennar mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál