Leið betur þegar hún hætti að passa í fötin

Nicolu leið betur eftir að hún bætti á sig vöðvum.
Nicolu leið betur eftir að hún bætti á sig vöðvum. skjáskot/Instagram

Það setja sér margir markmið að grennast og verða eins og mjóa, jafnvel horaða fólkið. Margir þeir sem eru mjög grannir frá náttúrunnar hendi þrá hins vegar ekkert heitar en að bæta á sig nokkrum kílóum. Nicola er ein af þeim sem leið miklu betur eftir að hún bætti á sig tíu kílóum. 

Í pistli sem Nicola skrifaði í Women's Health lýsir hún því hvernig hún þyngdist um tíu kíló. Ólíkt mörgum öðrum efldist sjálfstraustið hjá henni við það og segir hún það hafa verið bestu tilfinningu í heimi að passa ekki lengur í fötin sín. Buxurnar sem hún passaði í áður komast varla upp fyrir hné hennar lengur. 

Nicola segist hafa viljað þyngjast og líta út eins og alvörukona eins og hún orðar það. Hún gekk í þykkum leggins undir buxunum sínum, stundum þremur slíkum til þess að líta út fyrir að vera stærri og meiri.

Tíu kílóum þyngri og ánægðari.
Tíu kílóum þyngri og ánægðari. skjáskot/Instagram

Nicola æfði körfubolta stíft þegar hún var yngri en langaði að hætta því til þess að geta þyngst. Komin í háskóla var hún hrædd við líkamlega áreynslu þar sem hún vildi ekki grennast. Hún segist jafnvel hafa hatað að ganga í skólann þar sem þá væri hún að brenna kaloríum. 

Til að bæta gráu ofan á svart greindist hún með iðraólgu (e. Ir­rita­ble Bowel Syndrom) sem gerði það að verkum að hún léttist enn meira. Seinna kom í ljós að hún var með glútenofnæmi. 

Nicola byrjaði að hreyfa sig aftur og öðruvísi og þá breyttist líkaminn. Hún byrjaði á að gera brú og mjaðmalyftur, rassæfingar sem hún sá að voru vinsælar á samfélagsmiðlum. Þremur mánuðum seinna sá hún mun á sér. Nú lyftir hún og gerir aðrar styrktaræfingar og hefur bætt á sig tíu kílóum. 

Þar sem Nicola vill þyngjast er hún ekki á sérstökum megrunarkúr en borðar það sem fer vel í maga hennar. Hún þolir til dæmis ekki glúten, mjólkurvörur og gos. Hún borðar þrátt fyrir það það sem hún elskar eins og ís en velur bara mjólkurlausan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál