Lagaði nærbuxurnar og fékk flottari rass

Rétta stellingin og hvernig nærbuxurnar eru getur breytt miklu.
Rétta stellingin og hvernig nærbuxurnar eru getur breytt miklu. skjáskot/Instagram

Rassamyndir hafa sjaldan verið jafnvinsælar á samfélagsmiðlum. Önnur hver kona virðist gera fátt annað í ræktinni en rassaæfingar og mynda síðan rassinn eftir æfingu. Það eru þó ekki bara endalausar æfingar sem láta rassinn líta út fyrir að vera stóran og flottan.

Karina Irby sýndi á Instagram hversu auðveldlega er hægt að blekkja með réttu brögðunum. Irby birti tvær myndir af rassinum á sér sem teknar voru með stuttu millibili. Á annarri myndinni virðist hún vera með stærri rass og mjórra mittið. 

Það eina sem Irby gerði hins vegar var að toga nærbuxurnar hátt upp. Irby segir fólki að láta ekki blekkjast, þetta sé algengt bragð meðal líkamsræktarfyrirsæta á Instagram. Hún bendir einnig á að stellingin skipti öllu máli. 

Hún hvetur síðan fólk til þess að leggja hart að sér og bera sig ekki saman við aðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál