Hvað verður um fituna þegar þú grennist?

Hvað varð um kílóin?
Hvað varð um kílóin? mbl.is/Thinkstockpotos

Það er auðveldara fyrir flesta að bæta á sig en að grennast. Með þolinmæði og réttu aðferðunum er þó hægt að ná af sér hliðarspikinu og öðrum aukakílóum, en hvað verður þá um kílóin?

Við sturtum ekki öllum aukakílóunum niður um klósettið, við öndum þeim líka út. Women's Health greinir frá rannsókn frá árinu 2014 þar sem kom í ljós að átta af tíu kílóum var andað út. Restin varð að vatni sem kom út með þvagi, hægðum, svita, andardrætti, tárum eða öðrum líkamlegum vökva. 

Í rauninni er ekki verið að anda frá sér eiginlegri fitu þar sem fitufrumurnar minnka þegar fólk grennist. Fatima Cody Standford, offitulæknir og kennari í læknisfræði við Harvard, lýsir því að fitufrumurnar hverfi aldrei, líkaminn vilji alltaf ná fyrri þyngd og þar komi hreyfing inn í. Standford segir að hreyfing geti hjálpað að koma í veg fyrir að fitufrumurnar stækki aftur.

Það getur því verið gott ráð að vera þolinmóður þegar kemur að því að grennast og leita ekki að skyndilausnum þar svo líkaminn fái tækifæri til þess að venjast nýju þyngdinni smám saman.   

Ekki er mælt með skyndilausnum þegar fólk vill grennast.
Ekki er mælt með skyndilausnum þegar fólk vill grennast. mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál