Forðast hveiti og mjólkurvörur

Jessica Biel hugsar vel um heilsuna.
Jessica Biel hugsar vel um heilsuna. AFP

Leikkonan og Íslandsvinkonan Jessica Biel hugar vel að heilsunni og er þekkt fyrir að velja lífrænt. Leikkonan segist segist ekki vera á hreinu paleo-mataræði eða glútenfríu mataræði en forðast þó mjólkurvörur og hveiti. 

Í viðtali við LA Times frá því í fyrra segir leikkonansér líða betur ef  hún er ekki að neyta glútens og fæðu sem inniheldur mjólkurvörur, meltingin verði betri, henni líði betur og orkan verði meiri. Hún segist stundum svindla og fá sér pitsu en miðað við hefðbundinn dag heldur hún mataræðinu mjög hollu. 

Á morgnana fær hún sér kannski prótínpönnukökur sem innhalda hvorki glúten né mjólkurvörur og smyr með kasjúhnetu- eða möndlusmjöri. Með því fær hún sér kannski kjúklinga- og eplapylsur og nýkreistan appelsínusafa. 

Ef hún er heima í hádeginu nær hún sér í salat úr garðinum og bætir kannski við kínóa, grænmetisbuffi og hnetum. Hún segir það góða við að búa í Kaliforníu að það sé hægt að rækta grænmeti alla ársins hring en hún og eiginmaður hennar, Justin Timberlake, rækta til dæmis spínat og radísur. 

Á milli mála fær hún sér kannski glútenlausar saltstangir sem hún dýfir í möndluost. Á kvöldin eldar hún lax, grjón og grænmeti eða fær sér kjúkling. 

Justin Timberlake og Jessica Biel borða grænmeti úr garðinum.
Justin Timberlake og Jessica Biel borða grænmeti úr garðinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál