Manstu ekkert þegar þú drekkur?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Heilsusamlegt líferni er vinsælt um þessar mundir. En einnig öflugt félagslíf, góður matur og vín. Í Womens Health Magazine birtist grein á dögunum um átta konur sem gáfu mismunandi ástæður fyrir því að hætta að neyta áfengis. Ef þú lifir tveimur lífum um þessar mundir og manst einungis eftir öðru þeirra gæti þetta verið grein fyrir þig.

Beth Kane-Davidson lýsir því hvernig sögur annarra geta fengið okkur til að hugsa um eigin stöðu. Hún segir mikla fordóma hafa legið yfir þessu sviði en sjálf stýrir hún meðferðardeild spítala í Maryland.

„Þeim mun meira sem við fjöllum um þetta, því líklegra er að konur byrji að tengja og finna leiðir með þessi mál ef þau eru orðin vandamál í þeirra lífi,“ segir hún.

Eftirfarandi eru sögur átta kvenna sem ákváðu að hætta að drekka og héldu sig við þá ákvörðun til lengri tíma.

Ég lifði tveimur lífum og mundi einungis eftir öðru þeirra

„Allt frá því ég var táningur þangað til ég komst á þrítugsaldurinn man ég eftir því að hafa drukkið of mikið. Mér leið aldrei vel í margmenni en áfengi lét mig slaka á. Eins konar flótti þangað sem mér leið betur í kringum fólk. Ég var léttari á mér og kvíðinn fór á meðan ég drakk. Á móti kom sú staðreynd að ég mundi aldrei alveg eftir kvöldinu, og þurfti að geta í eyðurnar. Ég man eftir að hafa vaknað á morgnana þar sem ég reyndi að muna hvað ég hefði sagt eða gert, óviss um hvernig ég komst heim stundum og þar fram eftir götunum.

Ég hugsaði oft með mér að ég þyrfti að hætta að drekka en sá það aldrei alveg fyrir mér. Þetta virkaði frekar saklaust í fyrstu. Einn sleikur við strák fyrir framan alla, smá rifrildi við annan. En eftir því sem ég varð eldri fór þessi hegðun að vera í meiri og meiri andstöðu við það sem ég var þá daga sem ég var ekki að drekka.

Þegar áfengisneyslan fór að hafa áhrif á vinnuna mína, vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað í málunum. Eins fór að bera á að ég átti erfiðara með að bíða eftir helgunum til að byrja að drekka og síðan að bíða eftir boðunum. Löngun mín í áfengi þróaðist hraðar en tíminn leið í lífinu.

Ég ræddi þetta mál við lækninn minn sem gaf mér nafn á ráðgjafa sem var sérfræðingur á þessu sviði. Þetta var í raun fyrsta skiptið sem ég leitaði til læknis með áskorun svo skrefin voru frekar þung fyrir mig í byrjun. Það var eitthvað við þekkingu ráðgjafans og jákvæðni sem fékk mig til að skoða áskorunina af alvöru. 

Hver edrú dagur í mínu lífi er ákvörðun í dag. Suma dagana er það ekki auðvelt. En fyrir hvern dag sem ég hef tekið ákvörðun um að vera án áfengis hefur að mínu mati verið rétt ákvörðun. Ég hef nú verið í sjö ár án áfengis og get ekki sagt að það sé auðvelt. En það sem hefur komið á óvart er hvernig það að drekka áfengi hafði áhrif á allt líf mitt, ekki bara þegar ég var að drekka. Ef ég hefði ekki hætt að drekka væri ég svo sannarlega ekki konan sem ég er í dag.“

Dani, 34 ára. Edrú  í 7 ár.

Að vera án áfengis er í tísku um þessar mundir

„Eftir að ég flutti á milli staða í Bandaríkjunum 15 ára að aldri, var ég að leita mér að nýjum vinum. Það að drekka virtist vera leiðin til að vera með flottu krökkunum. Eitt leiddi af öðru og þegar ég var orðin 21 árs að aldri var ég orðin háð áfengi og kókaíni.

Ein afleiðing þessa var að ég var komin með kvíðaröskun. Ég drakk þá til að slökkva á kvíðanum, ómeðvituð um að ég var að fara í hringi með þessa hluti á þeim tíma. Ég reyndi að setja mér reglur í drykkjunni, en náði ekki að halda mig bara við „happy hour“ sem var farið að dragast fram á morgna.

Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, borgaði reikningana mína, fór í leikfimi og fleira í þeim dúrnum sem ég taldi vera mælikvarða á að ég ætti ekki við neinn alvarlegan vanda að stríða. Þetta mynstur hélt áfram í nokkur ár þangað til að ég fékk nóg af vanlíðan, höfuðverkjum, skömminni, kvíðanum og öllu sem fylgdi þessum blekkingarleik mínum.

Ég var ekki trúuð manneskja á þessum tíma en féll á hnén einn daginn og bað um kraftaverk inn í líf mitt. Frá þeim degi hef ég hvorki drukkið né notað kókaín. Ég varð fús til að prófa hvað sem er annað en þetta.
Ég gerði samning við sjálfa mig um að prófa nýjar leiðir og fór að stunda öflugt andlegt líf og síðan jóga. Ég lét ekki edrúmennsku mína hafa áhrif á að ég færi út að hitta fólk. Mér byrjaði að líða betur og líta betur út. Ég fór að taka í sátt það að vera edrú sem ákveðinn lífstíl og hef verið í herferð alveg síðan að lifa þá ímynd að það að vera edrú sé í tísku.“

Carly Benson, 36, edrú í níu ár.

Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra ...
Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra kvenna um hvernig sú ákvörðun að hætta að drekka áfengi var það besta sem þær gerðu í lífinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos.
Mamma sagði að það væri ekkert að mér, ég væri bara alkóhólisti
„Eftir menntaskóla flutti ég til Cancun, Mexíkó, þar sem ég umgekkst fólk sem drakk áfengi og notaði efni líkt og kókaín, E og fleira eins og ég gerði. Áður en ég vissi af var ég farin að drekka daglega og einföld dagleg verkefni voru orðin áskorun.
Á vormánuðum ársins 2012 hitti ég eiginmann minn, Fernando. Við byrjuðum að fara á stefnumót og drykkja mín fór strax að fara í taugarnar á honum. 

Hann benti mér á hvernig neysla mín væri alls ekki eðlileg. Í maí árið 2013 fór ég að gæsa vinkonu mína á fallegu hóteli í Punta Cana og lofaði Fernando að ég myndi fara varlega í drykkjuna. Á öðrum degi hætti ég að muna eins og var farið að gerast reglulega hjá mér á þessum tíma. Á leiðinni heim brotnaði ég saman og hringdi í mömmu grátandi og sagði henni allt um vandamálin mín. Ég sagði henni að ég skyldi ekki af hverju ég gæti þetta ekki eins og hinar stelpurnar og hún svaraði: Það er ekkert að hjá þér, þú ert bara alkóhólisti.

Þessi setning lenti á mér eins og múrveggur, en innst inni vissi ég að hún væri að segja satt. Á þessu degi ákvað ég að hætta að drekka. Ég ákvað ekki hversu lengi, en eflaust hef ég ekki áttað mig á lífinu sem ég fékk í staðinn. Eftir að hafa verið edrú í eitt ár, fór ég í 12 spora samtök, byrjaði að hugleiða og æfa crossfit. Í dag má segja að allt sem er gott í lífinu mínu komi út frá þessari einföldu ákvörðun minni að stoppa.“

Kelly F, 23 ára, edrú í 4 ár.

mbl.is

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í gær Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »