Manstu ekkert þegar þú drekkur?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Heilsusamlegt líferni er vinsælt um þessar mundir. En einnig öflugt félagslíf, góður matur og vín. Í Womens Health Magazine birtist grein á dögunum um átta konur sem gáfu mismunandi ástæður fyrir því að hætta að neyta áfengis. Ef þú lifir tveimur lífum um þessar mundir og manst einungis eftir öðru þeirra gæti þetta verið grein fyrir þig.

Beth Kane-Davidson lýsir því hvernig sögur annarra geta fengið okkur til að hugsa um eigin stöðu. Hún segir mikla fordóma hafa legið yfir þessu sviði en sjálf stýrir hún meðferðardeild spítala í Maryland.

„Þeim mun meira sem við fjöllum um þetta, því líklegra er að konur byrji að tengja og finna leiðir með þessi mál ef þau eru orðin vandamál í þeirra lífi,“ segir hún.

Eftirfarandi eru sögur átta kvenna sem ákváðu að hætta að drekka og héldu sig við þá ákvörðun til lengri tíma.

Ég lifði tveimur lífum og mundi einungis eftir öðru þeirra

„Allt frá því ég var táningur þangað til ég komst á þrítugsaldurinn man ég eftir því að hafa drukkið of mikið. Mér leið aldrei vel í margmenni en áfengi lét mig slaka á. Eins konar flótti þangað sem mér leið betur í kringum fólk. Ég var léttari á mér og kvíðinn fór á meðan ég drakk. Á móti kom sú staðreynd að ég mundi aldrei alveg eftir kvöldinu, og þurfti að geta í eyðurnar. Ég man eftir að hafa vaknað á morgnana þar sem ég reyndi að muna hvað ég hefði sagt eða gert, óviss um hvernig ég komst heim stundum og þar fram eftir götunum.

Ég hugsaði oft með mér að ég þyrfti að hætta að drekka en sá það aldrei alveg fyrir mér. Þetta virkaði frekar saklaust í fyrstu. Einn sleikur við strák fyrir framan alla, smá rifrildi við annan. En eftir því sem ég varð eldri fór þessi hegðun að vera í meiri og meiri andstöðu við það sem ég var þá daga sem ég var ekki að drekka.

Þegar áfengisneyslan fór að hafa áhrif á vinnuna mína, vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað í málunum. Eins fór að bera á að ég átti erfiðara með að bíða eftir helgunum til að byrja að drekka og síðan að bíða eftir boðunum. Löngun mín í áfengi þróaðist hraðar en tíminn leið í lífinu.

Ég ræddi þetta mál við lækninn minn sem gaf mér nafn á ráðgjafa sem var sérfræðingur á þessu sviði. Þetta var í raun fyrsta skiptið sem ég leitaði til læknis með áskorun svo skrefin voru frekar þung fyrir mig í byrjun. Það var eitthvað við þekkingu ráðgjafans og jákvæðni sem fékk mig til að skoða áskorunina af alvöru. 

Hver edrú dagur í mínu lífi er ákvörðun í dag. Suma dagana er það ekki auðvelt. En fyrir hvern dag sem ég hef tekið ákvörðun um að vera án áfengis hefur að mínu mati verið rétt ákvörðun. Ég hef nú verið í sjö ár án áfengis og get ekki sagt að það sé auðvelt. En það sem hefur komið á óvart er hvernig það að drekka áfengi hafði áhrif á allt líf mitt, ekki bara þegar ég var að drekka. Ef ég hefði ekki hætt að drekka væri ég svo sannarlega ekki konan sem ég er í dag.“

Dani, 34 ára. Edrú  í 7 ár.

Að vera án áfengis er í tísku um þessar mundir

„Eftir að ég flutti á milli staða í Bandaríkjunum 15 ára að aldri, var ég að leita mér að nýjum vinum. Það að drekka virtist vera leiðin til að vera með flottu krökkunum. Eitt leiddi af öðru og þegar ég var orðin 21 árs að aldri var ég orðin háð áfengi og kókaíni.

Ein afleiðing þessa var að ég var komin með kvíðaröskun. Ég drakk þá til að slökkva á kvíðanum, ómeðvituð um að ég var að fara í hringi með þessa hluti á þeim tíma. Ég reyndi að setja mér reglur í drykkjunni, en náði ekki að halda mig bara við „happy hour“ sem var farið að dragast fram á morgna.

Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, borgaði reikningana mína, fór í leikfimi og fleira í þeim dúrnum sem ég taldi vera mælikvarða á að ég ætti ekki við neinn alvarlegan vanda að stríða. Þetta mynstur hélt áfram í nokkur ár þangað til að ég fékk nóg af vanlíðan, höfuðverkjum, skömminni, kvíðanum og öllu sem fylgdi þessum blekkingarleik mínum.

Ég var ekki trúuð manneskja á þessum tíma en féll á hnén einn daginn og bað um kraftaverk inn í líf mitt. Frá þeim degi hef ég hvorki drukkið né notað kókaín. Ég varð fús til að prófa hvað sem er annað en þetta.
Ég gerði samning við sjálfa mig um að prófa nýjar leiðir og fór að stunda öflugt andlegt líf og síðan jóga. Ég lét ekki edrúmennsku mína hafa áhrif á að ég færi út að hitta fólk. Mér byrjaði að líða betur og líta betur út. Ég fór að taka í sátt það að vera edrú sem ákveðinn lífstíl og hef verið í herferð alveg síðan að lifa þá ímynd að það að vera edrú sé í tísku.“

Carly Benson, 36, edrú í níu ár.

Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra ...
Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra kvenna um hvernig sú ákvörðun að hætta að drekka áfengi var það besta sem þær gerðu í lífinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos.
Mamma sagði að það væri ekkert að mér, ég væri bara alkóhólisti
„Eftir menntaskóla flutti ég til Cancun, Mexíkó, þar sem ég umgekkst fólk sem drakk áfengi og notaði efni líkt og kókaín, E og fleira eins og ég gerði. Áður en ég vissi af var ég farin að drekka daglega og einföld dagleg verkefni voru orðin áskorun.
Á vormánuðum ársins 2012 hitti ég eiginmann minn, Fernando. Við byrjuðum að fara á stefnumót og drykkja mín fór strax að fara í taugarnar á honum. 

Hann benti mér á hvernig neysla mín væri alls ekki eðlileg. Í maí árið 2013 fór ég að gæsa vinkonu mína á fallegu hóteli í Punta Cana og lofaði Fernando að ég myndi fara varlega í drykkjuna. Á öðrum degi hætti ég að muna eins og var farið að gerast reglulega hjá mér á þessum tíma. Á leiðinni heim brotnaði ég saman og hringdi í mömmu grátandi og sagði henni allt um vandamálin mín. Ég sagði henni að ég skyldi ekki af hverju ég gæti þetta ekki eins og hinar stelpurnar og hún svaraði: Það er ekkert að hjá þér, þú ert bara alkóhólisti.

Þessi setning lenti á mér eins og múrveggur, en innst inni vissi ég að hún væri að segja satt. Á þessu degi ákvað ég að hætta að drekka. Ég ákvað ekki hversu lengi, en eflaust hef ég ekki áttað mig á lífinu sem ég fékk í staðinn. Eftir að hafa verið edrú í eitt ár, fór ég í 12 spora samtök, byrjaði að hugleiða og æfa crossfit. Í dag má segja að allt sem er gott í lífinu mínu komi út frá þessari einföldu ákvörðun minni að stoppa.“

Kelly F, 23 ára, edrú í 4 ár.

mbl.is

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

Í gær, 23:59 Deidre lenti í því að Mac sem hún var að plana giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

Í gær, 21:00 Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

Í gær, 18:00 Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

Í gær, 15:00 Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

Í gær, 12:45 „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

Í gær, 09:45 Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

Í gær, 06:00 Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

í fyrradag Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

í fyrradag Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

í fyrradag Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

í fyrradag Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

í fyrradag Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

í fyrradag Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

í fyrradag Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »

Sex stellingar fyrir sumarið

14.7. Sumurin eru tilvalin til þess að breyta til í svefnherberginu enda margir eflaust ágætlega hressir eftir D-vítamínsprautuna á Spáni eða Atlavík. Meira »

Níu spurningar sem leiða að dýpri tengingu

14.7. Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað pörum og hjónum að dýpka samtölin sín.   Meira »

Ómissandi í ferðalagið

14.7. Pathport er ný þjónusta á ferðalögum þar sem þú getur keypt þér kort í símann af áhugaverðustu stöðum í fjölmörgum borgum.   Meira »

Heitasta sumartrendið

14.7. Gallaskyrtur og gallafatnaður eru heitasta sumartrendið í sumar. Gallafatnaður hefur reyndar verið vinsæll lengi, en sumarið er tíminn þegar maður getur notað fatnaðinn í garðinum, úti á strönd og heima fyrir. Meira »

Farðar sig sjálf fyrir konunglega viðburði

14.7. Hertogaynjan Meghan Markle hefur farðað sig sjálf fyrir síðustu viðburði. Förðunarfræðingurinn sem farðaði hana fyrir brúðkaupsdaginn hrósaði henni fyrir góða útkomu. Meira »

Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

14.7. Assa Karlsdóttir er 24 ára Íslendingur sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún segir starf sitt mjög skemmtilegt og gefandi, en einnig krefjandi. Meira »

Rauðhærðar frá náttúrunnar hendi

14.7. Rauður hárlitur er langt frá því að vera sá algengasti í heiminum. Þó er að finna fjölmargar stjörnur sem eru rauðhærðar frá nátturnnar hendi. Meira »