Manstu ekkert þegar þú drekkur?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Heilsusamlegt líferni er vinsælt um þessar mundir. En einnig öflugt félagslíf, góður matur og vín. Í Womens Health Magazine birtist grein á dögunum um átta konur sem gáfu mismunandi ástæður fyrir því að hætta að neyta áfengis. Ef þú lifir tveimur lífum um þessar mundir og manst einungis eftir öðru þeirra gæti þetta verið grein fyrir þig.

Beth Kane-Davidson lýsir því hvernig sögur annarra geta fengið okkur til að hugsa um eigin stöðu. Hún segir mikla fordóma hafa legið yfir þessu sviði en sjálf stýrir hún meðferðardeild spítala í Maryland.

„Þeim mun meira sem við fjöllum um þetta, því líklegra er að konur byrji að tengja og finna leiðir með þessi mál ef þau eru orðin vandamál í þeirra lífi,“ segir hún.

Eftirfarandi eru sögur átta kvenna sem ákváðu að hætta að drekka og héldu sig við þá ákvörðun til lengri tíma.

Ég lifði tveimur lífum og mundi einungis eftir öðru þeirra

„Allt frá því ég var táningur þangað til ég komst á þrítugsaldurinn man ég eftir því að hafa drukkið of mikið. Mér leið aldrei vel í margmenni en áfengi lét mig slaka á. Eins konar flótti þangað sem mér leið betur í kringum fólk. Ég var léttari á mér og kvíðinn fór á meðan ég drakk. Á móti kom sú staðreynd að ég mundi aldrei alveg eftir kvöldinu, og þurfti að geta í eyðurnar. Ég man eftir að hafa vaknað á morgnana þar sem ég reyndi að muna hvað ég hefði sagt eða gert, óviss um hvernig ég komst heim stundum og þar fram eftir götunum.

Ég hugsaði oft með mér að ég þyrfti að hætta að drekka en sá það aldrei alveg fyrir mér. Þetta virkaði frekar saklaust í fyrstu. Einn sleikur við strák fyrir framan alla, smá rifrildi við annan. En eftir því sem ég varð eldri fór þessi hegðun að vera í meiri og meiri andstöðu við það sem ég var þá daga sem ég var ekki að drekka.

Þegar áfengisneyslan fór að hafa áhrif á vinnuna mína, vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað í málunum. Eins fór að bera á að ég átti erfiðara með að bíða eftir helgunum til að byrja að drekka og síðan að bíða eftir boðunum. Löngun mín í áfengi þróaðist hraðar en tíminn leið í lífinu.

Ég ræddi þetta mál við lækninn minn sem gaf mér nafn á ráðgjafa sem var sérfræðingur á þessu sviði. Þetta var í raun fyrsta skiptið sem ég leitaði til læknis með áskorun svo skrefin voru frekar þung fyrir mig í byrjun. Það var eitthvað við þekkingu ráðgjafans og jákvæðni sem fékk mig til að skoða áskorunina af alvöru. 

Hver edrú dagur í mínu lífi er ákvörðun í dag. Suma dagana er það ekki auðvelt. En fyrir hvern dag sem ég hef tekið ákvörðun um að vera án áfengis hefur að mínu mati verið rétt ákvörðun. Ég hef nú verið í sjö ár án áfengis og get ekki sagt að það sé auðvelt. En það sem hefur komið á óvart er hvernig það að drekka áfengi hafði áhrif á allt líf mitt, ekki bara þegar ég var að drekka. Ef ég hefði ekki hætt að drekka væri ég svo sannarlega ekki konan sem ég er í dag.“

Dani, 34 ára. Edrú  í 7 ár.

Að vera án áfengis er í tísku um þessar mundir

„Eftir að ég flutti á milli staða í Bandaríkjunum 15 ára að aldri, var ég að leita mér að nýjum vinum. Það að drekka virtist vera leiðin til að vera með flottu krökkunum. Eitt leiddi af öðru og þegar ég var orðin 21 árs að aldri var ég orðin háð áfengi og kókaíni.

Ein afleiðing þessa var að ég var komin með kvíðaröskun. Ég drakk þá til að slökkva á kvíðanum, ómeðvituð um að ég var að fara í hringi með þessa hluti á þeim tíma. Ég reyndi að setja mér reglur í drykkjunni, en náði ekki að halda mig bara við „happy hour“ sem var farið að dragast fram á morgna.

Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, borgaði reikningana mína, fór í leikfimi og fleira í þeim dúrnum sem ég taldi vera mælikvarða á að ég ætti ekki við neinn alvarlegan vanda að stríða. Þetta mynstur hélt áfram í nokkur ár þangað til að ég fékk nóg af vanlíðan, höfuðverkjum, skömminni, kvíðanum og öllu sem fylgdi þessum blekkingarleik mínum.

Ég var ekki trúuð manneskja á þessum tíma en féll á hnén einn daginn og bað um kraftaverk inn í líf mitt. Frá þeim degi hef ég hvorki drukkið né notað kókaín. Ég varð fús til að prófa hvað sem er annað en þetta.
Ég gerði samning við sjálfa mig um að prófa nýjar leiðir og fór að stunda öflugt andlegt líf og síðan jóga. Ég lét ekki edrúmennsku mína hafa áhrif á að ég færi út að hitta fólk. Mér byrjaði að líða betur og líta betur út. Ég fór að taka í sátt það að vera edrú sem ákveðinn lífstíl og hef verið í herferð alveg síðan að lifa þá ímynd að það að vera edrú sé í tísku.“

Carly Benson, 36, edrú í níu ár.

Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra ...
Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra kvenna um hvernig sú ákvörðun að hætta að drekka áfengi var það besta sem þær gerðu í lífinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos.
Mamma sagði að það væri ekkert að mér, ég væri bara alkóhólisti
„Eftir menntaskóla flutti ég til Cancun, Mexíkó, þar sem ég umgekkst fólk sem drakk áfengi og notaði efni líkt og kókaín, E og fleira eins og ég gerði. Áður en ég vissi af var ég farin að drekka daglega og einföld dagleg verkefni voru orðin áskorun.
Á vormánuðum ársins 2012 hitti ég eiginmann minn, Fernando. Við byrjuðum að fara á stefnumót og drykkja mín fór strax að fara í taugarnar á honum. 

Hann benti mér á hvernig neysla mín væri alls ekki eðlileg. Í maí árið 2013 fór ég að gæsa vinkonu mína á fallegu hóteli í Punta Cana og lofaði Fernando að ég myndi fara varlega í drykkjuna. Á öðrum degi hætti ég að muna eins og var farið að gerast reglulega hjá mér á þessum tíma. Á leiðinni heim brotnaði ég saman og hringdi í mömmu grátandi og sagði henni allt um vandamálin mín. Ég sagði henni að ég skyldi ekki af hverju ég gæti þetta ekki eins og hinar stelpurnar og hún svaraði: Það er ekkert að hjá þér, þú ert bara alkóhólisti.

Þessi setning lenti á mér eins og múrveggur, en innst inni vissi ég að hún væri að segja satt. Á þessu degi ákvað ég að hætta að drekka. Ég ákvað ekki hversu lengi, en eflaust hef ég ekki áttað mig á lífinu sem ég fékk í staðinn. Eftir að hafa verið edrú í eitt ár, fór ég í 12 spora samtök, byrjaði að hugleiða og æfa crossfit. Í dag má segja að allt sem er gott í lífinu mínu komi út frá þessari einföldu ákvörðun minni að stoppa.“

Kelly F, 23 ára, edrú í 4 ár.

mbl.is

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

Í gær, 13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

Í gær, 09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

Í gær, 05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í fyrradag Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í fyrradag Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í fyrradag Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »