Manstu ekkert þegar þú drekkur?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Heilsusamlegt líferni er vinsælt um þessar mundir. En einnig öflugt félagslíf, góður matur og vín. Í Womens Health Magazine birtist grein á dögunum um átta konur sem gáfu mismunandi ástæður fyrir því að hætta að neyta áfengis. Ef þú lifir tveimur lífum um þessar mundir og manst einungis eftir öðru þeirra gæti þetta verið grein fyrir þig.

Beth Kane-Davidson lýsir því hvernig sögur annarra geta fengið okkur til að hugsa um eigin stöðu. Hún segir mikla fordóma hafa legið yfir þessu sviði en sjálf stýrir hún meðferðardeild spítala í Maryland.

„Þeim mun meira sem við fjöllum um þetta, því líklegra er að konur byrji að tengja og finna leiðir með þessi mál ef þau eru orðin vandamál í þeirra lífi,“ segir hún.

Eftirfarandi eru sögur átta kvenna sem ákváðu að hætta að drekka og héldu sig við þá ákvörðun til lengri tíma.

Ég lifði tveimur lífum og mundi einungis eftir öðru þeirra

„Allt frá því ég var táningur þangað til ég komst á þrítugsaldurinn man ég eftir því að hafa drukkið of mikið. Mér leið aldrei vel í margmenni en áfengi lét mig slaka á. Eins konar flótti þangað sem mér leið betur í kringum fólk. Ég var léttari á mér og kvíðinn fór á meðan ég drakk. Á móti kom sú staðreynd að ég mundi aldrei alveg eftir kvöldinu, og þurfti að geta í eyðurnar. Ég man eftir að hafa vaknað á morgnana þar sem ég reyndi að muna hvað ég hefði sagt eða gert, óviss um hvernig ég komst heim stundum og þar fram eftir götunum.

Ég hugsaði oft með mér að ég þyrfti að hætta að drekka en sá það aldrei alveg fyrir mér. Þetta virkaði frekar saklaust í fyrstu. Einn sleikur við strák fyrir framan alla, smá rifrildi við annan. En eftir því sem ég varð eldri fór þessi hegðun að vera í meiri og meiri andstöðu við það sem ég var þá daga sem ég var ekki að drekka.

Þegar áfengisneyslan fór að hafa áhrif á vinnuna mína, vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað í málunum. Eins fór að bera á að ég átti erfiðara með að bíða eftir helgunum til að byrja að drekka og síðan að bíða eftir boðunum. Löngun mín í áfengi þróaðist hraðar en tíminn leið í lífinu.

Ég ræddi þetta mál við lækninn minn sem gaf mér nafn á ráðgjafa sem var sérfræðingur á þessu sviði. Þetta var í raun fyrsta skiptið sem ég leitaði til læknis með áskorun svo skrefin voru frekar þung fyrir mig í byrjun. Það var eitthvað við þekkingu ráðgjafans og jákvæðni sem fékk mig til að skoða áskorunina af alvöru. 

Hver edrú dagur í mínu lífi er ákvörðun í dag. Suma dagana er það ekki auðvelt. En fyrir hvern dag sem ég hef tekið ákvörðun um að vera án áfengis hefur að mínu mati verið rétt ákvörðun. Ég hef nú verið í sjö ár án áfengis og get ekki sagt að það sé auðvelt. En það sem hefur komið á óvart er hvernig það að drekka áfengi hafði áhrif á allt líf mitt, ekki bara þegar ég var að drekka. Ef ég hefði ekki hætt að drekka væri ég svo sannarlega ekki konan sem ég er í dag.“

Dani, 34 ára. Edrú  í 7 ár.

Að vera án áfengis er í tísku um þessar mundir

„Eftir að ég flutti á milli staða í Bandaríkjunum 15 ára að aldri, var ég að leita mér að nýjum vinum. Það að drekka virtist vera leiðin til að vera með flottu krökkunum. Eitt leiddi af öðru og þegar ég var orðin 21 árs að aldri var ég orðin háð áfengi og kókaíni.

Ein afleiðing þessa var að ég var komin með kvíðaröskun. Ég drakk þá til að slökkva á kvíðanum, ómeðvituð um að ég var að fara í hringi með þessa hluti á þeim tíma. Ég reyndi að setja mér reglur í drykkjunni, en náði ekki að halda mig bara við „happy hour“ sem var farið að dragast fram á morgna.

Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, borgaði reikningana mína, fór í leikfimi og fleira í þeim dúrnum sem ég taldi vera mælikvarða á að ég ætti ekki við neinn alvarlegan vanda að stríða. Þetta mynstur hélt áfram í nokkur ár þangað til að ég fékk nóg af vanlíðan, höfuðverkjum, skömminni, kvíðanum og öllu sem fylgdi þessum blekkingarleik mínum.

Ég var ekki trúuð manneskja á þessum tíma en féll á hnén einn daginn og bað um kraftaverk inn í líf mitt. Frá þeim degi hef ég hvorki drukkið né notað kókaín. Ég varð fús til að prófa hvað sem er annað en þetta.
Ég gerði samning við sjálfa mig um að prófa nýjar leiðir og fór að stunda öflugt andlegt líf og síðan jóga. Ég lét ekki edrúmennsku mína hafa áhrif á að ég færi út að hitta fólk. Mér byrjaði að líða betur og líta betur út. Ég fór að taka í sátt það að vera edrú sem ákveðinn lífstíl og hef verið í herferð alveg síðan að lifa þá ímynd að það að vera edrú sé í tísku.“

Carly Benson, 36, edrú í níu ár.

Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra ...
Í Womens Health birtist grein sem fjallar um sögu nokkurra kvenna um hvernig sú ákvörðun að hætta að drekka áfengi var það besta sem þær gerðu í lífinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos.
Mamma sagði að það væri ekkert að mér, ég væri bara alkóhólisti
„Eftir menntaskóla flutti ég til Cancun, Mexíkó, þar sem ég umgekkst fólk sem drakk áfengi og notaði efni líkt og kókaín, E og fleira eins og ég gerði. Áður en ég vissi af var ég farin að drekka daglega og einföld dagleg verkefni voru orðin áskorun.
Á vormánuðum ársins 2012 hitti ég eiginmann minn, Fernando. Við byrjuðum að fara á stefnumót og drykkja mín fór strax að fara í taugarnar á honum. 

Hann benti mér á hvernig neysla mín væri alls ekki eðlileg. Í maí árið 2013 fór ég að gæsa vinkonu mína á fallegu hóteli í Punta Cana og lofaði Fernando að ég myndi fara varlega í drykkjuna. Á öðrum degi hætti ég að muna eins og var farið að gerast reglulega hjá mér á þessum tíma. Á leiðinni heim brotnaði ég saman og hringdi í mömmu grátandi og sagði henni allt um vandamálin mín. Ég sagði henni að ég skyldi ekki af hverju ég gæti þetta ekki eins og hinar stelpurnar og hún svaraði: Það er ekkert að hjá þér, þú ert bara alkóhólisti.

Þessi setning lenti á mér eins og múrveggur, en innst inni vissi ég að hún væri að segja satt. Á þessu degi ákvað ég að hætta að drekka. Ég ákvað ekki hversu lengi, en eflaust hef ég ekki áttað mig á lífinu sem ég fékk í staðinn. Eftir að hafa verið edrú í eitt ár, fór ég í 12 spora samtök, byrjaði að hugleiða og æfa crossfit. Í dag má segja að allt sem er gott í lífinu mínu komi út frá þessari einföldu ákvörðun minni að stoppa.“

Kelly F, 23 ára, edrú í 4 ár.

mbl.is

218 milljóna hús við Stigahlíð

09:39 Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

08:00 Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

Í gær, 22:36 Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

Í gær, 19:35 Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

í gær Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

í gær Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

í gær Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

í gær „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

í gær Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

í fyrradag Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

í fyrradag Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »

Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

18.4. Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. Meira »

Vorleg í 200 þúsund króna kjól

18.4. Það er komið vor í Lundúnum og það sást vel á fatastíl Meghan Markle og Harry Bretaprins í Lundúnum í dag.   Meira »

Jafnhá laun lykillinn að hjónabandinu

18.4. Ójafnvægi í samböndum er ekki gott og þar eru peningar ekki undanskildir. Hjón sem þéna álíka háar upphæðir eru líklegri til þess að eiga farsælt hjónaband. Meira »

Fullt út úr dyrum í Geysi

17.4. Löng röð myndaðist fyrir utan Skólavörðustíg 16 á laugardaginn þegar Geysir opnaði nýja herrafataverslun.   Meira »

Fegin að tapa ekki fyrir Dönum

17.4. Kristín Eva Ólafsdóttir er keppnismanneskja fram í fingurgóma. Hér talar hún um að keppa á alþjóðavísu um verkefni með Gagarín. Hvernig það að tapa fyrir Japönum er betra en Dönum og hvernig er að vera kona í upplýsingatækni. Gagarín hefur verið á sigurbraut síðustu misseri og heldur áfram á þeirri braut. Meira »

Magnea selur íbúðina

18.4. Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir og sambýlismaður hennar, Yngvi Eiríksson, hafa sett sína heillandi íbúð á sölu. Magnea hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að gera fallegt í kringum sig og sína. Meira »

Eiginmaðurinn er með fótablæti

17.4. „Ég og eiginmaður minn stunduðum áður spennandi og fullnægjandi kynlíf en áhugi minn minnkaði töluvert eftir að ég komst á breytingaskeiðið. Nú þoli ég ekki hvernig eiginmaður minn snertir mig.“ Meira »

10 lífsreglur í anda Norman Vincent Peale

17.4. Bandaríski ráðherrann, rithöfundurinn og presturinn Norman Vincent Peale var ötull talsmaður jákvæðrar hugsunar. Hann vakti athygli víða fyrir einfalda og sterka trú. Kirkjan hans á 5 Breiðgötu var jafn vel slótt og rokk-tónleikar. Þar sem m.a. Richard Nixon og Donald Trump sóttu andgift sína. Meira »

Ferskir straumar í Garðabænum

17.4. Heimilin gerast ekki mikið huggulegri en þessi 128 fm íbúð við Lyngás í Garðabæ. Það sem gerir heimilið sérstakt er að það er ekki eins umhorfs og hjá öllum öðrum. Meira »