Byrjar daginn um miðja nótt

Eiríkur Heiðar Nilsson vaknar á undan flestu fólki.
Eiríkur Heiðar Nilsson vaknar á undan flestu fólki. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Það er nóg að gera hjá tölvunarfræðingnum Eiríki Heiðari Nilssyni enda að rekur hann fyrirtæki ásamt því að eiga von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni. Eiríkur tók upp á því nýlega að prófa sig áfram með fjölfasa svefn og nær nú að afkasta meira enda hefst dagurinn hjá honum um miðja nótt. 

Af hverju ákvaðst þú að prófa að breyta svefnvenjum þínum?

„Er ekki klassísk löngun að vilja fleiri tíma í sólarhringinn? Í mínu tilfelli þá sveiflast álagið í vinnunni töluvert. Eftir vinnu hef ég takmarkaðan tíma fyrir allt annað; til dæmis fjölskyldu, vini, líkamsrækt, áhugamál og aukaverkefni. Ég næ öllu jöfnu ekki að sinna neinu eins vel og ég vil. Ég er líka með innhverfan persónuleika, þannig að ég þarf góðan einkatíma til að hlaða batteríin.“

„Ég var vanur að vaka langt fram á nóttu til að fá meiri tíma, þrátt fyrir að þurfa að að vakna snemma daginn eftir til að koma stráknum í leikskóla. Ég hef því lengi þolað svefnleysi og þreytu, sem hefur mun meiri áhrif en maður gerir sér grein fyrir. Ég sá að þetta var ekki að ganga, og langaði að prófa eitthvað nýtt.“

Útskýrðu aðeins svefnprógrammið sem þú ert í?

„Polyphasic sleeping, eða fjölfasa svefn, er prógramm sem snýst um að sofa oftar en einu sinni á sólarhring. Oft er markmiðið að stytta svefntíma og lengja vökutíma. Þá er aðallega minnkaður hvíldarsvefn (NREM2), en ýmsum aðferðum er beitt til að fá nægilega mikið af mikilvægari djúpsvefn (NREM3) og draumsvefn (REM) og viðhalda orku, athygli, minni, vöðvum og heilsu.“

„Það eru mismunandi svefndagskrár í boði, með mismunandi áherslum og henta mismunandi aðstæðum. Til að komast inn í dagskrá með styttri svefn þarf krefjandi aðlögun sem getur tekið mánuð eða lengur. Aðlögun krefst mikils aga, strangrar rútínu og oft á tíðum töluverðs svefnleysis. Eftir aðlögun þá kemst maður yfir svefnleysið, enda hefur líkaminn lært á dagskrána og endurraðað svefnfösum. Einnig lærir maður að sofna hratt og fara beint í draumsvefn eða djúpsvefn.“

Hvernig datt þér í hug að prófa þetta?

„Ég hef lengi haft áhuga á fjölfasa svefni en hingað til ekki haft tækifæri eða festu til að láta reyna á slíkan svefn. Fyrir tíu árum þekkti ég bara svefndagskrá sem heitir Uberman; með orkublund á fjögurra klukkutíma fresti, aðeins tveir klukkutímar í svefn á sólarhring. Það hljómaði spennandi en jafnframt of ógnvekjandi og krefjandi fyrir mig.“

„Síðan þá hefur margt breyst. Uberman er enn frægasta svefndagskráin, en hún er líka ein sú erfiðasta, aðeins 1% ná að klára aðlögun, og að öllum líkindum óskynsamleg til lengri tíma. Núna eru yfir 20 svefndagskrár í boði, margar aðgengilegri og endingarbetri.“

Eiríkur finnur fyrir meiri orku og betri athygli eftir að ...
Eiríkur finnur fyrir meiri orku og betri athygli eftir að hann kom reglu á svefninn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvenær sefur þú og hvað lengi?

„Svefndagskráin sem ég er núna á heitir „Everyman 3 extended“. Ég leggst í kjarnasvefn frá kl 23:00 til 03:30, eða í fjóra og hálfan klukkutíma („extended“ frá þremur klukkutímum). Síðan tek ég þrjá orkublunda yfir daginn. Einn klukkan 06:40 þegar fjölskyldan er enn sofandi, annan klukkan 10:40 í vinnunni og síðasta klukkan 17:10 þegar ég er kominn heim. Samtals gerir þetta fimm og hálfan klukkutíma af svefni á sólarhring.“

Ertu úthvíldur þrátt fyrir þennan litla svefn?

„Eftir erfiða aðlögun og smá dagskrárbreytingar þá finn ég mjög sjaldan fyrir þreytu nema á svefntíma. Ég sofna yfirleitt á tveimur mínútum eftir að ég leggst og fer í létta slökun. Ég vakna strax við vekjaraklukkuna, hress og endurnærður. Mér finnst orka, athygli og minni vera betri en áður, þegar ég svaf í einu lagi,“ segir Eiríkur og tekur það fram að áður hafi hann sofið lítið og óreglulega. 

Hvaða áhrif hefur prógrammið haft á líf þitt?

„Þetta prógramm hefur að miklu leyti tekið yfir líf mitt. Áður hafði ég mjög óreglulega rútínu, en nú fylgja allir daga föstum takti. Ég æfi mig á hverjum degi meðan áður gerði ég það einu sinni til tvisvar í viku. Heimilið er mun þrifalegra, konan grínast með það að það komi húsálfur í heimsókn á næturnar. Ég hef yfir 20 aukatíma á viku miðað við átta klukkutíma svefn og að maður sofi aðeins út um helgar.“

„Það er samt margt sem maður „fórnar“. Ég er alveg hættur koffíndrykkjum, fer ekki seint í bíó, veislur eða á djammið. Ef ég drykki áfengi þá myndi ég ekki drekka mikið því það hefur áhrif á draumsvefn. Ég þarf að fasta á næturnar til að halda stjórn á blóðsykri og þarf síðan að passa alla lýsingu um kvöld og nætur til að rugla ekki líkamsklukkuna.“

„Flest af þessu er hluti af heilbrigðari lífstíl, sem ég hef lært að meta mjög mikið, og mun tileinka mér þótt ég hætti að stunda fjölfasa svefn. Það sem er kannski erfiðast, sérstaklega með fjölskyldu, er að plana daginn í kringum orkublundana. Oft neyðist ég til að taka blund í bílnum eða heima hjá öðrum.“

Er ekki skrítið að vera vaknaður um miðja nótt?

„Það var skrítið fyrst að vakna um miðja nótt, en sem innhverfur persónuleiki nýt ég þess mjög mikið. Ég eyði einum og hálfum tíma í sjálfan mig og heimilið. Eftir það hef ég tvo tíma fyrir verkefni eða afþreyingu áður en aðrir vakna.“

„Skrítnast er að senda skilaboð og tölvupósta um miðja nótt. Ef ég er að senda á fólk sem þekkir mig ekki vel þá geymi ég oft drögin og sendi um morguninn.“

Mælir þú með því að aðrir prófi svefnprógrammið?

„Já algerlega, en það er margt að hafa í huga. Fólk þarf að gera sér grein fyrir kostum og göllum, hafa sveigjanleika og vera tilbúið fyrir erfiða aðlögun. Það er ekki ráðlagt að einstaklingar yngri en 25 ára velji svefndagskrá með minni svefn. Þau þurfa á góðum svefn að halda fyrir líkama, heila og lærdóm. Einnig hafa ungmenni minna hlutfall af hvíldarsvefni til að sleppa.“

„Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það eru engar rannsóknir á þessum lífstíl, hvað þá langtímarannsóknir. Þetta eru kenningar byggðar á almennum svefnrannsóknum og persónulegri reynslu. Fæstir læknar myndu ráðleggja að minnka svefn á þennan máta eins og er.

„Ef einhverjir hafa áhuga á að vita meira þá geta þau fundið mig og tengla á frekari upplýsingar á Fjölfasa svefn grúppunni á Facebook,“ segir Eiríkur að lokum. 

mbl.is

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

06:00 Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

Í gær, 23:59 Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

Í gær, 21:00 „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

Í gær, 18:00 María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

í gær Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

í gær Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

í gær Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

í gær Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

í fyrradag Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

í fyrradag Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

í fyrradag Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

19.4. Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

19.4. „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

19.4. Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

18.4. Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »

Vorleg í 200 þúsund króna kjól

18.4. Það er komið vor í Lundúnum og það sást vel á fatastíl Meghan Markle og Harry Bretaprins í Lundúnum í dag.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

19.4. Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

18.4. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

18.4. Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. Meira »

Magnea selur íbúðina

18.4. Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir og sambýlismaður hennar, Yngvi Eiríksson, hafa sett sína heillandi íbúð á sölu. Magnea hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að gera fallegt í kringum sig og sína. Meira »