Byrjar daginn um miðja nótt

Eiríkur Heiðar Nilsson vaknar á undan flestu fólki.
Eiríkur Heiðar Nilsson vaknar á undan flestu fólki. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Það er nóg að gera hjá tölvunarfræðingnum Eiríki Heiðari Nilssyni enda að rekur hann fyrirtæki ásamt því að eiga von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni. Eiríkur tók upp á því nýlega að prófa sig áfram með fjölfasa svefn og nær nú að afkasta meira enda hefst dagurinn hjá honum um miðja nótt. 

Af hverju ákvaðst þú að prófa að breyta svefnvenjum þínum?

„Er ekki klassísk löngun að vilja fleiri tíma í sólarhringinn? Í mínu tilfelli þá sveiflast álagið í vinnunni töluvert. Eftir vinnu hef ég takmarkaðan tíma fyrir allt annað; til dæmis fjölskyldu, vini, líkamsrækt, áhugamál og aukaverkefni. Ég næ öllu jöfnu ekki að sinna neinu eins vel og ég vil. Ég er líka með innhverfan persónuleika, þannig að ég þarf góðan einkatíma til að hlaða batteríin.“

„Ég var vanur að vaka langt fram á nóttu til að fá meiri tíma, þrátt fyrir að þurfa að að vakna snemma daginn eftir til að koma stráknum í leikskóla. Ég hef því lengi þolað svefnleysi og þreytu, sem hefur mun meiri áhrif en maður gerir sér grein fyrir. Ég sá að þetta var ekki að ganga, og langaði að prófa eitthvað nýtt.“

Útskýrðu aðeins svefnprógrammið sem þú ert í?

„Polyphasic sleeping, eða fjölfasa svefn, er prógramm sem snýst um að sofa oftar en einu sinni á sólarhring. Oft er markmiðið að stytta svefntíma og lengja vökutíma. Þá er aðallega minnkaður hvíldarsvefn (NREM2), en ýmsum aðferðum er beitt til að fá nægilega mikið af mikilvægari djúpsvefn (NREM3) og draumsvefn (REM) og viðhalda orku, athygli, minni, vöðvum og heilsu.“

„Það eru mismunandi svefndagskrár í boði, með mismunandi áherslum og henta mismunandi aðstæðum. Til að komast inn í dagskrá með styttri svefn þarf krefjandi aðlögun sem getur tekið mánuð eða lengur. Aðlögun krefst mikils aga, strangrar rútínu og oft á tíðum töluverðs svefnleysis. Eftir aðlögun þá kemst maður yfir svefnleysið, enda hefur líkaminn lært á dagskrána og endurraðað svefnfösum. Einnig lærir maður að sofna hratt og fara beint í draumsvefn eða djúpsvefn.“

Hvernig datt þér í hug að prófa þetta?

„Ég hef lengi haft áhuga á fjölfasa svefni en hingað til ekki haft tækifæri eða festu til að láta reyna á slíkan svefn. Fyrir tíu árum þekkti ég bara svefndagskrá sem heitir Uberman; með orkublund á fjögurra klukkutíma fresti, aðeins tveir klukkutímar í svefn á sólarhring. Það hljómaði spennandi en jafnframt of ógnvekjandi og krefjandi fyrir mig.“

„Síðan þá hefur margt breyst. Uberman er enn frægasta svefndagskráin, en hún er líka ein sú erfiðasta, aðeins 1% ná að klára aðlögun, og að öllum líkindum óskynsamleg til lengri tíma. Núna eru yfir 20 svefndagskrár í boði, margar aðgengilegri og endingarbetri.“

Eiríkur finnur fyrir meiri orku og betri athygli eftir að ...
Eiríkur finnur fyrir meiri orku og betri athygli eftir að hann kom reglu á svefninn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvenær sefur þú og hvað lengi?

„Svefndagskráin sem ég er núna á heitir „Everyman 3 extended“. Ég leggst í kjarnasvefn frá kl 23:00 til 03:30, eða í fjóra og hálfan klukkutíma („extended“ frá þremur klukkutímum). Síðan tek ég þrjá orkublunda yfir daginn. Einn klukkan 06:40 þegar fjölskyldan er enn sofandi, annan klukkan 10:40 í vinnunni og síðasta klukkan 17:10 þegar ég er kominn heim. Samtals gerir þetta fimm og hálfan klukkutíma af svefni á sólarhring.“

Ertu úthvíldur þrátt fyrir þennan litla svefn?

„Eftir erfiða aðlögun og smá dagskrárbreytingar þá finn ég mjög sjaldan fyrir þreytu nema á svefntíma. Ég sofna yfirleitt á tveimur mínútum eftir að ég leggst og fer í létta slökun. Ég vakna strax við vekjaraklukkuna, hress og endurnærður. Mér finnst orka, athygli og minni vera betri en áður, þegar ég svaf í einu lagi,“ segir Eiríkur og tekur það fram að áður hafi hann sofið lítið og óreglulega. 

Hvaða áhrif hefur prógrammið haft á líf þitt?

„Þetta prógramm hefur að miklu leyti tekið yfir líf mitt. Áður hafði ég mjög óreglulega rútínu, en nú fylgja allir daga föstum takti. Ég æfi mig á hverjum degi meðan áður gerði ég það einu sinni til tvisvar í viku. Heimilið er mun þrifalegra, konan grínast með það að það komi húsálfur í heimsókn á næturnar. Ég hef yfir 20 aukatíma á viku miðað við átta klukkutíma svefn og að maður sofi aðeins út um helgar.“

„Það er samt margt sem maður „fórnar“. Ég er alveg hættur koffíndrykkjum, fer ekki seint í bíó, veislur eða á djammið. Ef ég drykki áfengi þá myndi ég ekki drekka mikið því það hefur áhrif á draumsvefn. Ég þarf að fasta á næturnar til að halda stjórn á blóðsykri og þarf síðan að passa alla lýsingu um kvöld og nætur til að rugla ekki líkamsklukkuna.“

„Flest af þessu er hluti af heilbrigðari lífstíl, sem ég hef lært að meta mjög mikið, og mun tileinka mér þótt ég hætti að stunda fjölfasa svefn. Það sem er kannski erfiðast, sérstaklega með fjölskyldu, er að plana daginn í kringum orkublundana. Oft neyðist ég til að taka blund í bílnum eða heima hjá öðrum.“

Er ekki skrítið að vera vaknaður um miðja nótt?

„Það var skrítið fyrst að vakna um miðja nótt, en sem innhverfur persónuleiki nýt ég þess mjög mikið. Ég eyði einum og hálfum tíma í sjálfan mig og heimilið. Eftir það hef ég tvo tíma fyrir verkefni eða afþreyingu áður en aðrir vakna.“

„Skrítnast er að senda skilaboð og tölvupósta um miðja nótt. Ef ég er að senda á fólk sem þekkir mig ekki vel þá geymi ég oft drögin og sendi um morguninn.“

Mælir þú með því að aðrir prófi svefnprógrammið?

„Já algerlega, en það er margt að hafa í huga. Fólk þarf að gera sér grein fyrir kostum og göllum, hafa sveigjanleika og vera tilbúið fyrir erfiða aðlögun. Það er ekki ráðlagt að einstaklingar yngri en 25 ára velji svefndagskrá með minni svefn. Þau þurfa á góðum svefn að halda fyrir líkama, heila og lærdóm. Einnig hafa ungmenni minna hlutfall af hvíldarsvefni til að sleppa.“

„Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það eru engar rannsóknir á þessum lífstíl, hvað þá langtímarannsóknir. Þetta eru kenningar byggðar á almennum svefnrannsóknum og persónulegri reynslu. Fæstir læknar myndu ráðleggja að minnka svefn á þennan máta eins og er.

„Ef einhverjir hafa áhuga á að vita meira þá geta þau fundið mig og tengla á frekari upplýsingar á Fjölfasa svefn grúppunni á Facebook,“ segir Eiríkur að lokum. 

mbl.is

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

06:00 Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í gær Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

í gær Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

16.7. „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

16.7. Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »