Stjörnur sem hættu að vigta sig

Chrissy Teigen, Mandy Moore og Kate Winslet eru ekki alltaf …
Chrissy Teigen, Mandy Moore og Kate Winslet eru ekki alltaf á vigtinni. Samsett mynd

Það eru til árangursríkari leiðir til þess að mæla árangur sinn og hamingju en með því að stíga á vigtina. Margar stjörnur hafa greint frá því að þær noti ekki vigt sem mælikvarða á líkama sinn eins og People tók saman. Á meðan sumar hafa ekki áhyggjur af tölunni sem vigtin sýnir nota aðrar fötin sín sem mælikvarða. 

Chrissy Teigen

Fyrirsætan og athafnakonan á von á sínu öðru barni en eftir að hún var móðir hætti hún að vigta sig. Fyrir það segist hún hafa vigtað sig þrisvar á dag. Hún segist hafa áttað sig á því að það sem meira máli skipti er hvernig maður kemur fram. 

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Tina Fey

Leikkonan og grínistinn Tina Fey vigtar sig ekki en fer frekar eftir því hvernig fötin passa. 

Tina Fey.
Tina Fey. AFP

Khloé Kardashian

Raunveruleikastjarnan sem grenntist mikið á tímabili og fékk sinn eigin sjónvarpsþátt sem fjallaði um hefndarlíkamann segist ekki vigta sig. Henni er sama hversu þung hún er, hamingjan skipti meira máli og hún kemur innan frá. 

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. mbl.is/AFP

Kate Winslet

Titanic-stjarnan greindi frá því í fyrra að hún hefði ekki vigtað sig í 12 ár. 

Kate Winslet hefur ekki of miklar áhyggjur af útlitinu.
Kate Winslet hefur ekki of miklar áhyggjur af útlitinu. mbl.is/AFP

Mandy Moore

Leikkonan segist ekki vigta sig og fer frekar eftir því hernig fötin passa á hana. Hún á sér ekkert lokamarkmið þegar kemur að líkamsrækt og leggur meira upp úr því að líða vel í líkama sínum. 

Mandy Moore.
Mandy Moore. AFP

Shay Mitchell 

Leikkonan treystir ekki vigtinni og heldur því fram að hún hafi aldrei vigtað sig. Hún segir að æfingar eigi að snúast um vellíðan. 

Shay Mitchell.
Shay Mitchell. AFP

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál