„Við lifum á tímum flótta“

Amber Valletta virðist við fyrstu sýn ekki vera í stjórnleysi …
Amber Valletta virðist við fyrstu sýn ekki vera í stjórnleysi á neinum stöðum. Sannleikurinn er hins vegar fjarri því. Ljósmynd/Getty Images.

Ofurfyrirsætan Amber Valletta hefur vakið athygli að undanförnu fyrir auðmjúkt viðtal á Mindbodygreen þar sem hún talar um tilhneigingu okkar til að flýja lífið.

Hún segir. „Ég er á því að við séum öll að einhverju leyti á flótta. Sumir vinna of mikið. Aðrir æfa of mikið. Sumir eyða of miklum tíma í að horfa á klám. Allt gerum við þetta til að forðast óþægilegar tilfinningar. Jafnvel þeir sem eyða um efni fram. Svo er fólk sem leitar í áfengi og vímefni eins og ég gerði,“ segir Valletta.

Myndbandið hefur farið víða, þá sér í lagi þar sem Valletta þykir ákaflega auðmjúk þegar hún varpar ljósi á sínar áskoranir og leiðir út úr þeim. Ef þú ert á flótta þá er þetta frábært fyrsta skref að skoða það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál