Detox Kardashian ekki árangursríkt til lengdar

Kim Kardashian er að undirbúa sig fyrir Met Gala sem …
Kim Kardashian er að undirbúa sig fyrir Met Gala sem fer fram í maí. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er þekkt fyrir að leggja ofuráherslu á líkamlegt atgervi sitt. Stjarnan er byrjuð í tíu daga hreinsun til þess að líta sem best út á Met Gala-viðburðinum í New York í byrjun maí. 

Kardashian sem fer á fætur klukkan fimm á morgnanna sex sinnum í viku fannst hún ekki í nógu flott fyrir einn stærsta viðburð í samkvæmislífi þeirra ríku og frægu og fór því í hreinsun sem kallast Sunfare Optimal Cleanse. Á fjórða degi var Kardashian búin að missa tæp tvö og hálft kíló. Hún segir það muna miklu enda er hún bara 160 sentímetrar á hæð. 

Einhverjum gæti þótt hreinsunin öfgafull. Stór hluti af hreinsuninni er í fljótandi formi en þrír dagar af tíu innbyrðir stjarnan bara te og þeytinga frá Sunfare. Aðra daga má hún borða kalkúnapottrétt, salat með laxi og kjúkling. 

Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala árið 2015.
Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala árið 2015. AFP

Næðingafræðingurinn Keri Gans segir í viðtali við Women's Health að svona hreinsun eins og Kardashian er á sé ekki líkleg til þess að stuðla að árangri til lengri tíma litið. Þetta sé hannað til þess að léttast hratt. Segir hún að það séu yfirgnæfandi líkur á því að manneskja nái fyrri þyngd fljótlega eftir svona hreinsun. Ástæðan er sú að fólk borðar ekki jafn mikinn mat og venjulega en Gans telur að á hreinsuninni borði Kardashian bara um 1.200 kaloríur á dag. 

Cynthia Sass næringafræðingur hjá Health segir að hreinsun eins og sú sem Kardashian er á geti látið fólki líða léttara og grennra en það sé bara af því það sé minni matur í meltingarerfinu. Þegar fólk byrjar að borða venjulegan mat aftur verður maginn ekki eins flatur. 

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál