Eldhugi sem sigraðist á sjónum

Örlygur Sigurjónsson lýsir háskaförinni sem fékk hann til að læra …
Örlygur Sigurjónsson lýsir háskaförinni sem fékk hann til að læra tökin á sjókajakróðri. Hann segir að með réttri þjálfun sé hægt að sigrast á sjónum á kajak. Ljósmynd/skjáskot Youtube

Nýjasti viðmælandi Péturs Einarssonar í Eldhugum á Hringbraut er Örlygur Sigurjónsson sjókajak-kappi. Hann lýsir háskaferð sem hann fór frá Drangey. Hvernig lífið þaut fram hjá honum og hversdagslegir hlutir hættu að skipta máli í stóra samhenginu.

Pétur Einarsson er einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins. Hann nálgast viðfangsefnin …
Pétur Einarsson er einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins. Hann nálgast viðfangsefnin sín af miklum áhuga. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Örlygur útskýrir hvernig best er að stunda sportið. Hann segir að fyrir tuttugu árum þegar hann hóf að stunda sjókajak, hafi hann farið einu sinni í mánuði og nokkrum sinnum yfir sumarið á kajak. En síðan fór hann í fyrstu alvöruferðina sína í kringum árið 2004. 

„Ég reri yfir Skagafjörð og vildi taka land í Drangey. Við vorum ekki nema klukkutíma á leiðinni. Þá hafði hvesst allverulega. Það voru sólfarsvindar á Skagafirði, hvítir öldutoppar svo langt sem augað eygði. 

Rúnar vinur minn sem var með mér lét ekki bilbug á sér finna, þannig að ég fylgdi honum bara. Við rérum af stað og áttuðum okkur fljótlega á því að ölduhæð var langt umfram það sem er boðlegt fyrir kajakmenn með okkar getu. Róðurinn tók okkur í kringum 3 klukkustundir. Það munaði hársbreidd að ég hefði hvolft mínum báti. Á meðan á þessu stóð hugsaði ég afleiðingar þess að hvolfa bátnum. Hugurinn fór aftur til barnæsku. Ég upplifði þessi 35 ár frá fæðingu, en hugsaði líka það að ef næsta alda hvolfir mér ekki, þá tekst mér örugglega að komast í gegnum næstu þrjár.

Þannig mætti segja að ég hugsaði förina í 10 sekúndna köflum. Þar sem ég tók eitt stef í einu, en undir lokin fór þetta að bjargast. En við þessa upplifun hugsaði maður hvað hversdagsverkin okkar sem dagslega geta gert manni lífið leitt eru tilgangslaus. Á þessum tíma ákvað ég að læra betur á bát og sigrast betur á aðstæðum og kunna betur á tækið sem ég var með í höndunum,“ segir hann í þættinum.

Sjá þáttinn í fullri lengd hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál