Hinrik veitir góð ráð fyrir hlaupin í sumar

Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari.
Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari. Ljósmynd/Aðsend

Sá árstími sem flestir reima á sig hlaupaskóna er genginn í garð. Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari hjá Hlaupaformi, býr yfir góðum ráðum um hvernig megi gera hlaupasumarið 2018 ánægjulegt og árangursríkt. 

„Ég byrjaði að skokka fyrir um það bil þrjátíu árum síðan þegar ég var 17 ára samhliða fótboltaiðkun,“ segir Hinrik um það hvenær hann byrjaði að hlaupa. „Ég var þá að vinna á Sólheimum í Grímsnesi og skokkaði í rólegheitum út í verslunina Minni borg, tíu kílómetra, og til baka tvisvar í viku. Ég tók hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu eftir sumarið í Grímsnesi og hélt að ég væri fær í flestan sjó. Ég komst þó fljótlega að því, eftir að hafa fylgt sterkum hlaupurum, að það hefði sennilega eitthvað vantað inn í hlaupaþjálfunina hjá mér og gafst upp eftir um það bil átta kílómetra.“

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Hinrík gafst upp í Reykjavíkurmaraþoninu. 25 ára fór hann í sinn fyrsta hlaupahóp og nú þjálfar hann hlaupahóp Spörtu ásamt því að sinna styrktarþjálfun fyrir hlaupara hjá Hlaupaformi. „Þeim fer alltaf fjölgandi sem gera sér grein fyrir hvað styrktaræfingar hafa góð áhrif á líkamsstöðu, auka hlaupahagkvæmnina og eru meiðslafyrirbyggjandi. Ég myndi persónulega mæla með því að fólk færi líka í ítarlega hlaupastílsgreiningu samhliða til að forðast álagsmeiðsli og nýta styrkinn betur.

Hinrik tekur stundum þátt í hlaupum með börnum sínum. Hér ...
Hinrik tekur stundum þátt í hlaupum með börnum sínum. Hér er hann með dóttur sinni Anítua. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfur er Hinrik búinn að setja sér markmið fyrir sumarið. „Í seinni tíð hef ég lagt megináherslu á utanvegahlaupin sem veita mér persónulega miklu meiri alhliða ánægju. Að geta verið úti í náttúrunni og reyna á sig á fjölbreyttan máta í góðum félagsskap er þvílíkt frelsi. Ég er búinn að setja stefnuna á Laugaveginn í júlí og æfi nú með Laugavegshóp Náttúruhlaupa.

Með hverju mælir þú fyrir fólk sem er að byrja að hlaupa?

„Ég mæli með að fólk taki hlaupin á sínum forsendum. Byrji jafnvel að pæla í hvað það vill fá út úr hlaupunum. Er það útiveran, félagsskapurinn, aukin lífsgæði, heilsutengt eða ná góðum tímum í ákveðnum vegalengdum? Hvers konar hlaup höfða mest til þín? Eru það götu- eða utanvegahlaup eða jafnvel bæði? Þegar þeim kafla er lokið er aðalatriðið að finna góða hlaupaskó, en það er mjög einstaklingsbundið hvaða skór henta. Oft róterar fólk á milli tveggja mismunandi skópara til að dreifa álaginu. Í framhaldinu myndi ég reyna að finna góðan hlaupahóp í nágrenninu og fá hlaupaþjálfarann til að gefa mér góðar ráðleggingar varðandi hlaupastíl.“

Hinrik mælir sérstaklega með byrjendanámskeiðum hjá hlaupahópum fyrir fólk sem er að koma sér af stað. Hann nefnir einnig hjálplegt hlaupasmáforrit, Coach to 5k. „Aðalatriðið fyrir byrjendur er að vera meðvituð um mörkin, æfa sem mest á mjúku undirlagi til að fyrirbyggja hnémeiðsli og beinhimnubólgu meðal annars. En það er mjög algengt hjá fólki sem er að byrja að hlaupa.“

Hvernig er best að þjálfa upp þolið? 

„Fyrir lengra komna er best er að æfa fjölbreytt yfir vikuna. Flestir mæla með að byggja hverja hlaupaviku á þremur lykilæfingum, sérstaklega með vorinu þegar styttist í keppnishlaup sumarsins. Rólegu löngu æfingunum sem flestir taka um helgar, tempó-hlaupum sem eru einnig þekkt sem mjólkursýruþröskulds-æfingar og sprettum.“

Þurfa hlauparar að gera eitthvað meira en bara að hlaupa? 

„Já, ég mæli eindregið með því til að halda fjölbreytninni til að sleppa við meiðsli og auka hlaupagleðina. Ég mæli með hlauparamiðuðum styrktaræfingum, sundi, hjólreiðum og róðri til dæmis. Einnig er mjög gott að fara í jóga þar sem áherslan er á góða mjaðmaliðkun og rúlla vel auma vöðva með frauðrúllum.“

Hinrik mælir með að fólk skrái sig í hlaupahópa.
Hinrik mælir með að fólk skrái sig í hlaupahópa. Ljósmynd/Aðsend

Mælir þú með einhverjum skemmtilegum hlaupaleiðum? 

„Það er hellingur af skemmtilegum hlaupaleiðum. Ég þekki höfuðborgarsvæðið best og get mælt með Fossvoginum, Kársnesinu, Elliðaárdalnum og Seltjarnarnesinu til dæmis. Einnig eru margar skemmtilegar leiðir á mjúkum stígum eins og stígar í kringum Hvaleyrarvatn, meðfram Vífilsstaðahlíðinni, í kringum Vífilsstaðavatn, Öskjuhlíðin, Hólminn í Elliðaárdalnum, Græni hatturinn í kringum Efra-Breiðholtið og Úlfarsfell.“

Hvaða teygjum mælir þú með fyrir hlaupara?

„Ég mæli með að leggja mikla áherslu á mjaðmasvæðið. Fótasveiflan kemur frá mjaðmasvæðinu og því gríðarlega mikilvægt að halda því liðugu. Sérstaklega mjaðmabeygjuvöðvana, innanlæravöðvana og rassvöðvana. Liðleiki skiptir mun meira máli fyrir hlaupara heldur en teygjanleiki. Hlauparar þurfa ekki mikinn teygjanleika, en þeim mun meiri liðleika til að auka hreyfisvið liðamóta til að auðvelda skilvirkan hlaupastíl. Ég mæli því meira með hreyfiteygjum til að auka liðleikann.“ 

Mörgum leiðist þegar farið er að út að hlaupa. Býrðu yfir góðum ráðum til þess að dreifa huganum?

„Mér finnst mjög gaman að hlaupa með hvetjandi tónlist annað slagið. Annars snýst þetta um að hámarka jákvæða upplifun af hlaupunum. Muna eftir hvað hlaupin veita manni mikla vellíðunartilfinningu eftir á. Ég vel eins skemmtilegar leiðir og ég get. Einnig er mjög einstaklingsbundið hvaða æfingar höfða best til fólks. Lykillinn að árangri er að hafa ástríðu fyrir því sem þú ert að gera, hvort sem það er hraðaleikur (fartlek), tempóhlaup, brekkusprettir, utanvegahlaup og svo framvegis.“

Skiptir útbúnaðurinn miklu máli þegar maður er að byrja að hlaupa? 

„Hlaupaskórnir eru aðalatriðið myndi ég segja og vera í hlaupafötum sem anda vel og draga ekki í sig mikið vatn. Það er mikið úrval af góðum hlaupafatnaði á boðstólum. Á veturna er vissara að pæla svolítið betur í þessu. Þá er lambhúshetta eða góð húfa, fingravettlingar, hlýir hlaupasokkar, hlaupapeysa, hlaupa-tights og hlýr hlaupajakki orðið mikilvægur staðalbúnaður. Þá þarf að velja hlaupaskóna betur með tilliti til aðstæðna, til dæmis hálku og snjós.“ 

Hvað finnst þér best að borða fyrir hlaup? 

„Ég byrja yfirleitt daginn á að drekka hálfan lítra af vatni með lýsinu. Fæ mér síðan hafragraut með bönunum, möndlusmjöri og rísmjólk um það vil tveimur tímum fyrir keppni eða krefjandi æfingu. Drekk einn kaffibolla með þessu.“ 

mbl.is

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

Í gær, 23:59 Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

Í gær, 21:00 Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

Í gær, 18:00 Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

Í gær, 15:00 Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »

Stelpurnar á Nesinu fóru á kostum

Í gær, 13:00 Vel heppnað konukvöld Sjálfstæðiskvenna á Seltjarnarnesi vakti lukku. Neskonur fjölmenntu og skemmtu sér konunglega.  Meira »

Það má spila fótbolta í stofunni

Í gær, 10:00 Katrín Atladóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Laugardalnum. Heimilið er bjart og huggulegt en hún leggur áherslu á að allir fái að njóta sín. Þar má til dæmis spila fótbolta í stofunni. Meira »

Snorri og Saga létu sig ekki vanta

Í gær, 06:00 Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var frumsýnd í Háskólabíó við mikinn fögnuð. Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í myndinni. Meira »

„Við stundum aldrei kynlíf“

í fyrradag „Læknirinn hans skrifaði upp á Viagra en hann neitar að taka það þar sem hann heldur að aukaverkanirnar séu hættulegar. Ekkert sem ég segi sannfærir hann um annað. Hann hefur sagt mér að hann muni skilja við mig ef ég held fram hjá.“ Meira »

Hárið verður eins og í sjampóauglýsingu

í fyrradag Ásta Bjartmars var alltaf með úfið hár og þráði rennislétt og lýtalaust hár. Hún þurfti að blása það hvern morgun og nota öflug sléttujárn til þess að vera sátt eða þar til hún kynntist Keratín hármeðferð sem lagar hárið. Marta María | mm@mbl.is Meira »

Ingó Veðurguð tryllti gestina

í fyrradag Kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Bæjarbíó í Hafnarfirði á annan á hvítasunnu. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var afar lukkuleg með hátíðina. Meira »

Í fyrsta sinn í síðbuxum í brúðkaupinu

í fyrradag Georg prins sést alla jafna í stuttbuxum, hvernig sem veðrar, hann braut því eiginlega konunglega reglu þegar hann klæddist síðbuxum í brúðkaup Harry og Meghan. Meira »

Laxerolía nýtist á ótrúlegan hátt

í fyrradag „Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: Meira »

Hera Björk í partístuði með systur sinni

í fyrradag Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

í fyrradag Dökkgráir veggir, flotuð gólf og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

22.5. „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

22.5. Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

22.5. Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

22.5. Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

22.5. Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

22.5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

22.5. Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »
Meira píla