Hinrik veitir góð ráð fyrir hlaupin í sumar

Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari.
Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari. Ljósmynd/Aðsend

Sá árstími sem flestir reima á sig hlaupaskóna er genginn í garð. Hinrik Jón Stefánsson, einka- og hlaupaþjálfari hjá Hlaupaformi, býr yfir góðum ráðum um hvernig megi gera hlaupasumarið 2018 ánægjulegt og árangursríkt. 

„Ég byrjaði að skokka fyrir um það bil þrjátíu árum síðan þegar ég var 17 ára samhliða fótboltaiðkun,“ segir Hinrik um það hvenær hann byrjaði að hlaupa. „Ég var þá að vinna á Sólheimum í Grímsnesi og skokkaði í rólegheitum út í verslunina Minni borg, tíu kílómetra, og til baka tvisvar í viku. Ég tók hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu eftir sumarið í Grímsnesi og hélt að ég væri fær í flestan sjó. Ég komst þó fljótlega að því, eftir að hafa fylgt sterkum hlaupurum, að það hefði sennilega eitthvað vantað inn í hlaupaþjálfunina hjá mér og gafst upp eftir um það bil átta kílómetra.“

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Hinrík gafst upp í Reykjavíkurmaraþoninu. 25 ára fór hann í sinn fyrsta hlaupahóp og nú þjálfar hann hlaupahóp Spörtu ásamt því að sinna styrktarþjálfun fyrir hlaupara hjá Hlaupaformi. „Þeim fer alltaf fjölgandi sem gera sér grein fyrir hvað styrktaræfingar hafa góð áhrif á líkamsstöðu, auka hlaupahagkvæmnina og eru meiðslafyrirbyggjandi. Ég myndi persónulega mæla með því að fólk færi líka í ítarlega hlaupastílsgreiningu samhliða til að forðast álagsmeiðsli og nýta styrkinn betur.

Hinrik tekur stundum þátt í hlaupum með börnum sínum. Hér ...
Hinrik tekur stundum þátt í hlaupum með börnum sínum. Hér er hann með dóttur sinni Anítua. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfur er Hinrik búinn að setja sér markmið fyrir sumarið. „Í seinni tíð hef ég lagt megináherslu á utanvegahlaupin sem veita mér persónulega miklu meiri alhliða ánægju. Að geta verið úti í náttúrunni og reyna á sig á fjölbreyttan máta í góðum félagsskap er þvílíkt frelsi. Ég er búinn að setja stefnuna á Laugaveginn í júlí og æfi nú með Laugavegshóp Náttúruhlaupa.

Með hverju mælir þú fyrir fólk sem er að byrja að hlaupa?

„Ég mæli með að fólk taki hlaupin á sínum forsendum. Byrji jafnvel að pæla í hvað það vill fá út úr hlaupunum. Er það útiveran, félagsskapurinn, aukin lífsgæði, heilsutengt eða ná góðum tímum í ákveðnum vegalengdum? Hvers konar hlaup höfða mest til þín? Eru það götu- eða utanvegahlaup eða jafnvel bæði? Þegar þeim kafla er lokið er aðalatriðið að finna góða hlaupaskó, en það er mjög einstaklingsbundið hvaða skór henta. Oft róterar fólk á milli tveggja mismunandi skópara til að dreifa álaginu. Í framhaldinu myndi ég reyna að finna góðan hlaupahóp í nágrenninu og fá hlaupaþjálfarann til að gefa mér góðar ráðleggingar varðandi hlaupastíl.“

Hinrik mælir sérstaklega með byrjendanámskeiðum hjá hlaupahópum fyrir fólk sem er að koma sér af stað. Hann nefnir einnig hjálplegt hlaupasmáforrit, Coach to 5k. „Aðalatriðið fyrir byrjendur er að vera meðvituð um mörkin, æfa sem mest á mjúku undirlagi til að fyrirbyggja hnémeiðsli og beinhimnubólgu meðal annars. En það er mjög algengt hjá fólki sem er að byrja að hlaupa.“

Hvernig er best að þjálfa upp þolið? 

„Fyrir lengra komna er best er að æfa fjölbreytt yfir vikuna. Flestir mæla með að byggja hverja hlaupaviku á þremur lykilæfingum, sérstaklega með vorinu þegar styttist í keppnishlaup sumarsins. Rólegu löngu æfingunum sem flestir taka um helgar, tempó-hlaupum sem eru einnig þekkt sem mjólkursýruþröskulds-æfingar og sprettum.“

Þurfa hlauparar að gera eitthvað meira en bara að hlaupa? 

„Já, ég mæli eindregið með því til að halda fjölbreytninni til að sleppa við meiðsli og auka hlaupagleðina. Ég mæli með hlauparamiðuðum styrktaræfingum, sundi, hjólreiðum og róðri til dæmis. Einnig er mjög gott að fara í jóga þar sem áherslan er á góða mjaðmaliðkun og rúlla vel auma vöðva með frauðrúllum.“

Hinrik mælir með að fólk skrái sig í hlaupahópa.
Hinrik mælir með að fólk skrái sig í hlaupahópa. Ljósmynd/Aðsend

Mælir þú með einhverjum skemmtilegum hlaupaleiðum? 

„Það er hellingur af skemmtilegum hlaupaleiðum. Ég þekki höfuðborgarsvæðið best og get mælt með Fossvoginum, Kársnesinu, Elliðaárdalnum og Seltjarnarnesinu til dæmis. Einnig eru margar skemmtilegar leiðir á mjúkum stígum eins og stígar í kringum Hvaleyrarvatn, meðfram Vífilsstaðahlíðinni, í kringum Vífilsstaðavatn, Öskjuhlíðin, Hólminn í Elliðaárdalnum, Græni hatturinn í kringum Efra-Breiðholtið og Úlfarsfell.“

Hvaða teygjum mælir þú með fyrir hlaupara?

„Ég mæli með að leggja mikla áherslu á mjaðmasvæðið. Fótasveiflan kemur frá mjaðmasvæðinu og því gríðarlega mikilvægt að halda því liðugu. Sérstaklega mjaðmabeygjuvöðvana, innanlæravöðvana og rassvöðvana. Liðleiki skiptir mun meira máli fyrir hlaupara heldur en teygjanleiki. Hlauparar þurfa ekki mikinn teygjanleika, en þeim mun meiri liðleika til að auka hreyfisvið liðamóta til að auðvelda skilvirkan hlaupastíl. Ég mæli því meira með hreyfiteygjum til að auka liðleikann.“ 

Mörgum leiðist þegar farið er að út að hlaupa. Býrðu yfir góðum ráðum til þess að dreifa huganum?

„Mér finnst mjög gaman að hlaupa með hvetjandi tónlist annað slagið. Annars snýst þetta um að hámarka jákvæða upplifun af hlaupunum. Muna eftir hvað hlaupin veita manni mikla vellíðunartilfinningu eftir á. Ég vel eins skemmtilegar leiðir og ég get. Einnig er mjög einstaklingsbundið hvaða æfingar höfða best til fólks. Lykillinn að árangri er að hafa ástríðu fyrir því sem þú ert að gera, hvort sem það er hraðaleikur (fartlek), tempóhlaup, brekkusprettir, utanvegahlaup og svo framvegis.“

Skiptir útbúnaðurinn miklu máli þegar maður er að byrja að hlaupa? 

„Hlaupaskórnir eru aðalatriðið myndi ég segja og vera í hlaupafötum sem anda vel og draga ekki í sig mikið vatn. Það er mikið úrval af góðum hlaupafatnaði á boðstólum. Á veturna er vissara að pæla svolítið betur í þessu. Þá er lambhúshetta eða góð húfa, fingravettlingar, hlýir hlaupasokkar, hlaupapeysa, hlaupa-tights og hlýr hlaupajakki orðið mikilvægur staðalbúnaður. Þá þarf að velja hlaupaskóna betur með tilliti til aðstæðna, til dæmis hálku og snjós.“ 

Hvað finnst þér best að borða fyrir hlaup? 

„Ég byrja yfirleitt daginn á að drekka hálfan lítra af vatni með lýsinu. Fæ mér síðan hafragraut með bönunum, möndlusmjöri og rísmjólk um það vil tveimur tímum fyrir keppni eða krefjandi æfingu. Drekk einn kaffibolla með þessu.“ 

mbl.is

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

Í gær, 06:02 Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »

Með veski eða gæludýr?

12.1. Lady Gaga mætti með stórundarlegan aukahlut á rauða dregilinn í vikunni. Fólk virðist ekki vera visst um hvaða hlutverki aukahluturinn átti að þjóna. Meira »