Ráð fyrir vaktavinnufólk sem vill grennast

Góður svefn og og regla á mataræðinu skiptir máli í …
Góður svefn og og regla á mataræðinu skiptir máli í baráttunni við aukakílóin. mbl.is/Thinkstockpotos

Regla og góður svefn er ekki bara lykillinn að heilbrigðu lífi heldur hjálpar líka fólki í baráttunni við aukakílóin. Þetta gerir það að verkum að fólk sem vinnur vaktavinnu á oft í erfiðleikum með að halda sér í kjörþyngd. 

Þrátt fyrir hér sé ekki endilega talað um Ísland gefur það ágætis vísbendingu að 20 prósent Ástrala sem vinna vaktavinnu eiga í erfiðleikum með að halda sér í formi eins og fram kemur á vef Women's Health

Greint er frá rannsókn þar sem mýs fengu fituríkan mat á ákveðnum tíma bættu minna á sig en þær mýs sem fengu sama magnið af mat án tímamarka. Aðalrannsakandinn segir í þessu samhengi að það gæti gagnast manneskju í vaktavinnu að borða alltaf á sama tíma í stað þess að breyta tímasetningu matmálstíma. 

Næringarfræðingurinn Chloe McLoed segir í samtali við Women's Health að með regla á matmálstímum geti skapað ákveðna reglu í lífi fólks sem skortir hana. Góð rútína hjálpi auk þess þegar kemur að því að stjórna þyngdinni þar sem lítill tími fer í að skipuleggja og hugsa um mat. Hún segir að það sé mikilvægt fyrir fólk í vaktavinnu að undirbúa matinn þar sem þá geti það alltaf borðað hollan mat sama hvað klukkan sé.  

Margar stéttir vinna vaktavinnu.
Margar stéttir vinna vaktavinnu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál