Systurnar byrjaðar að brugga

Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur eru byrjaðar að brugga.
Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur eru byrjaðar að brugga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hugmyndin sem við systur í Systrasamlaginu höfum gengið með lengi er að fá tækifæri til að þróa afar næringarríka drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum fyrir alter egó Systrasamlagsins, Boðefnabarinn. Drykki úr bláberjum, fjallagrösum, krækiberjum, netlu, alls kyns trjásveppum og mörgum öðrum spennandi jurtum sem við kjósum að kalla GRÆNA GULLIРog eru sannarlega vannýtt auðlind,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Ferða-boðefnabar!

Meðfram uppbyggingu innviða Boðefnabars Systrasamlagsins eigum við þann draum heitastan að smíða og græja hreyfanlegan bar upp úr gamla kaffibarborði Systrasamlagsins á Seltjarnarnesinu, sem nú styttist óðum í að verði fjarlægður. Boðefnabarinn hugsum við sem framlengingu á Systrasamlaginu, til að hafa úti í garði, fyrir framan Systrasamlagið og jafnvel til að ferðast með lengra.

Vannýtt auðlind

Þessa pælingu byggjum við á að bylting er eiga sér stað í næringu og ekki síst drykkjarmenningu um víða veröld undir yfirskriftinni „Drykkur er líka matur“. Með einlægan áhuga til margra ára á enn þá dýpri næringu til handa sem flestum höfum við systur undanfarin ár verið að þróa nýja og spennandi drykki úr erlendum lækningajurtum með ansi góðum árangri. Drykki úr þekktum lækningajurtum eins og túrmeriki, hibiscus (læknakólfi) og cacaói frá Guatemala, svo nokkur dæmi séu tekin. Nú brennum við í andanum og iðum í skinninu og viljum bjóða upp [á] sams konar og ekki síðri næringarríka og braðgðgóða drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum sem eru mikill fjársjóður í okkar huga.

Við vitum nú þegar í hjarta okkar að slíkir drykkir myndu sóma sér ákaflega vel á Boðefna / kaffibarnum okkar sem byggir að miklu leyti á heitum og köldum jurtadrykkjum ekki síður en alls kyns frábærum kaffidrykkjum, alls kyns grautum og meðlæti. Þannig aukast líkurnar á að virkilega hollar, bragðgóðar og kraftmiklar lækningajurtir geti orðið hluti af daglegri neyslu fólks.

Þróa, mala, þurrka, máta og mæla!

Ferlið höfum við hugsað þannig að fyrst þurfum við að leita fanga og finna kraftmestu íslensku jurtirnar (sem við vitum svona nokk hverjar eru). Síðan er að þróa, mala og þurrka og máta á kaffihúsinu okkar á Óðinsgötunni með hjálp sérfróðra. Einnig er mikilvægt að fá nákvæmar mælingar á næringu jurtanna. Að lokum er að koma þeim í neytendaumbúðir. En í millitíðinni á okkar færanlega Boðefnabar sem við sjáum skýrt fyrir hugskoti okkar og getum vonandi vígt á menningarnótt.

Til þess að þessi gamli draumur okkar geti orðið að veruleika og sem flestum til góðs til framtíðar ákváðum við að fara skemmtilegustu leiðina og hefja söfnun á Karolina Fund, sem þið getið skoðað nánar HÉR.
 

Að gamni læt ég fylgja með áður óbirta upptöku af þátttöku Systrasamlagsins á heimsmeistaramótinu í hafragrautargerð, Golden Spurtle, sem fram fór í skosku hálöndunum í október 2017. Þar komu íslenskar jurtir heldur betur við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál