17 kíló farin með breyttu mataræði

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst töluvert að undanförnu en hún segir mataræðið vera lykilatriði og hreyfir sig ekki neitt. Clarkson sem hefur misst tæp 17 kíló greindi frá breytingunni í sjónvarpsþættinum Today á NBC á dögunum. 

Þrýst var á Clarkson sem var fyrst til þess að vinna American Idol til þess að grenna sig í byrjun ferils síns. Henni leið mjög illa á þeim tíma og löngu hætt að hafa áhyggjur af línunum. Það bjó annað að baki þegar hún ákvað að lesa bókina The Plant Paradox: The Hidden Dangers In 'Healthy Foods' That Cause Disease And Weight Gain eftir Steven Gundry. 

Clarkson hefur glímt við sjálfsónæmissjúkdóm og skjaldkirtilsvandamál síðan árið 2006. Eftir að hún byrjaði að fara eftir ráðleggingum í bókinni gat hún hætt á lyfjunum sem hún var á. Breytta mataræðið snerist því ekki um að grennast fyrir hana. „Ég veit að bransinn elskar þyngdartapið en fyrir mig snerist þetta ekki um þyngdina,“ sagði Clarkson. 

Kelly Clarkson er allt önnur eftir að hún tók til …
Kelly Clarkson er allt önnur eftir að hún tók til í mataræðinu. AFP

Hello greinir frá því að í bókinni sé farið yfir hvernig matur eins og til dæmis glúten getur haft bólgumyndandi áhrif á líkamann með tilheyrandi veikindum og þyngdaraukningu. Meðal þess sem er mælt með í bókinni er að afhýða grænmeti og borða ávexti þegar þeir eru upp á sitt besta. Oftast er mælt með brúnum hrísgrjónum í stað hvítra en í bókinni sem Clarkson las er því öfugt farið. Frekar er mælt með hvítum grjónum þar sem þau eru sögð auðmeltanlegri. 

Söngkonan borðar enn mat sem hún elskar eins og djúpsteiktan kjúkling og kökur en hefur skipt út innihalsefnunum og notar nú til dæmis möndlumjöl. Hún segir ókostinn við þetta að þessar matvörur séu dýrari en aðrar. Sjálf ólst hún upp við fátækt og veit að fjölskylda hennar hefði ekki haft efni á þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál