6 atriði sem koma í veg fyrir að þú léttist

Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie.
Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie. AFP

Næringarfræðingurinn Dana James segir að ekki sé hægt að treysta á að borða færri kaloríur en líkaminn brennir til þess að léttast. James sem hefur aðstoðað leikkonuna Margot Robbie og nokkrar Victoria's Secret-fyrirsætur segir að margir þættir verði að spila saman svo fólk léttist. 

James fór yfir þau atriði sem skipta máli í pistli á Mind Body Green en hún er nýbúin að gefa út bókina The Archetype Diet: Reclaim Your Self-Worth and Change the Shape of Your Body þar sem hún fer nánar út í þessu atriði. Matur, hreyfing og góð gen skipta ekki öllu máli í þessu samhengi. 

Hormón

Margir kenna skjaldkyrtilshormónum um þegar skyndileg þyngdaraukning verður. James segir hins vegar að önnur hormón hafi áhrif á þyngdina. Hún hvetur fólk til þess að vera meðvituð um insúlín, estrógen og hýdrókortisón. James segir að ef fitan safnist saman jafnt á líkamanum geti insúlín verið vandamál. Ef fitan safnast helst saman á rassi og lærum þá ræður estrógen ríkjum en ef fitan safnast saman á maganum þá er það hýdrókortisón. 

Svefn

Fólk á það til að vera svengra og borða meira þegar það sefur ekki nóg. James greinir frá rannsókn þar sem konur sem sváfu aðeins fjóra tíma í fjórar nætur í röð borðuðu 400 kaloríum meira en venjulega. Næringarfræðingurinn mælir með því að fólk sofi að minnsta kosti sjö tíma á nóttu. 

Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í ...
Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í góðu lagi. AFP

Þarmaflóran

Ójafnvægi í þarmaflórunni getur hægt á þyngdartapi. James bendir á að ef fólki líði eins og það sé alltaf þrútið sé líklegt að um ójafnvægi sé að ræða. Hún ráðleggur fólki á að byrja á taka inn góðgerla en svo sé einnig gott að vinna með næringarfræðingi. 

Bólgur

James segir að það sé ekki nóg að drekka smá túrmerik safa til þess að vinna bug á bólgum. Hún mælir með að fólk borði meira af grænmeti og hætti að borða skyndibita. Einnig mælir hún með því að fólk taki út glúten og mjólkurvörur í fjórar vikur en algengt er að fólk sé viðkvæmt fyrir slíkum matvörum. 

Lyf

Fólk ætti að vera meðvitað um að lyf, sérstaklega þunglyndislyf, geta haft áhrif á þyngdina. James mælir með að fólk tali við lækninn sinn ef það tekur eftir þyngdaraukningu eftir að það byrjaði á nýjum lyfjum.  

Bældar tilfinningar 

James finnst þetta síðasta atriði afar áhugavert í sambandi við þyngdaraukningu- og tap. „Er það eitthvað sem þú ert ekki að tjá?“ segist James byrja á því að spyrja þegar fólk segir henni frá skyndilegri þyngdaraukningu. Ef eitthvað kemur upp á hvetur James fólk til þess að tala um það í stað þess að kyngja því. Hún vill meina að ef tilfinningarnar eru fastar innra með fólki geti það komið í veg fyrir að fólk léttist og þyngdin standi því bara í stað. 

Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og ...
Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og sál. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

Í gær, 22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

Í gær, 19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

Í gær, 16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í gær Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í gær „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í gær Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

í fyrradag „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í fyrradag Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í fyrradag Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í fyrradag Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »