6 atriði sem koma í veg fyrir að þú léttist

Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie.
Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie. AFP

Næringarfræðingurinn Dana James segir að ekki sé hægt að treysta á að borða færri kaloríur en líkaminn brennir til þess að léttast. James sem hefur aðstoðað leikkonuna Margot Robbie og nokkrar Victoria's Secret-fyrirsætur segir að margir þættir verði að spila saman svo fólk léttist. 

James fór yfir þau atriði sem skipta máli í pistli á Mind Body Green en hún er nýbúin að gefa út bókina The Archetype Diet: Reclaim Your Self-Worth and Change the Shape of Your Body þar sem hún fer nánar út í þessu atriði. Matur, hreyfing og góð gen skipta ekki öllu máli í þessu samhengi. 

Hormón

Margir kenna skjaldkyrtilshormónum um þegar skyndileg þyngdaraukning verður. James segir hins vegar að önnur hormón hafi áhrif á þyngdina. Hún hvetur fólk til þess að vera meðvituð um insúlín, estrógen og hýdrókortisón. James segir að ef fitan safnist saman jafnt á líkamanum geti insúlín verið vandamál. Ef fitan safnast helst saman á rassi og lærum þá ræður estrógen ríkjum en ef fitan safnast saman á maganum þá er það hýdrókortisón. 

Svefn

Fólk á það til að vera svengra og borða meira þegar það sefur ekki nóg. James greinir frá rannsókn þar sem konur sem sváfu aðeins fjóra tíma í fjórar nætur í röð borðuðu 400 kaloríum meira en venjulega. Næringarfræðingurinn mælir með því að fólk sofi að minnsta kosti sjö tíma á nóttu. 

Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í ...
Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í góðu lagi. AFP

Þarmaflóran

Ójafnvægi í þarmaflórunni getur hægt á þyngdartapi. James bendir á að ef fólki líði eins og það sé alltaf þrútið sé líklegt að um ójafnvægi sé að ræða. Hún ráðleggur fólki á að byrja á taka inn góðgerla en svo sé einnig gott að vinna með næringarfræðingi. 

Bólgur

James segir að það sé ekki nóg að drekka smá túrmerik safa til þess að vinna bug á bólgum. Hún mælir með að fólk borði meira af grænmeti og hætti að borða skyndibita. Einnig mælir hún með því að fólk taki út glúten og mjólkurvörur í fjórar vikur en algengt er að fólk sé viðkvæmt fyrir slíkum matvörum. 

Lyf

Fólk ætti að vera meðvitað um að lyf, sérstaklega þunglyndislyf, geta haft áhrif á þyngdina. James mælir með að fólk tali við lækninn sinn ef það tekur eftir þyngdaraukningu eftir að það byrjaði á nýjum lyfjum.  

Bældar tilfinningar 

James finnst þetta síðasta atriði afar áhugavert í sambandi við þyngdaraukningu- og tap. „Er það eitthvað sem þú ert ekki að tjá?“ segist James byrja á því að spyrja þegar fólk segir henni frá skyndilegri þyngdaraukningu. Ef eitthvað kemur upp á hvetur James fólk til þess að tala um það í stað þess að kyngja því. Hún vill meina að ef tilfinningarnar eru fastar innra með fólki geti það komið í veg fyrir að fólk léttist og þyngdin standi því bara í stað. 

Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og ...
Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og sál. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

17:30 Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

14:30 Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

11:23 Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

Í gær, 23:59 Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

Í gær, 21:00 Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

í gær Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

í gær Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

í gær Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í gær Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í gær María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

í fyrradag Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

í fyrradag Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

20.6. Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

20.6. Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

20.6. Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

19.6. Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

19.6. Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »