Hvaða skór eru bestir?

Hælar eru ekki bestu skórnir.
Hælar eru ekki bestu skórnir. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að það sé gaman að ganga í fínum hælaskóm getur það verið þreytandi til lengdar. Hælaskór eru þó ekki einu skórnir sem eru slæmir fyrir fæturna en vísindamaðurinn Daniel Lieberman við Harvard-háskóla segir það geta verið betra að ganga í skóm sem helst líkjast því að vera berfættur en ganga eða hlaupa í venjulegum strigaskóm.  

Í viðtali við Time segir Liberman að vöðvarnir í fótunum þurfi að vinna minna þegar gengið er í skóm og því verði þeir veikari fyrir vikið og leiðir til þess að fóturinn verði flatur. Hnéeymsli og bakverkir geta verið afleiðingar þess að vera með flatan fót. 

Það er þó ekki þannig að það sé endilega best fyrir fólk að byrja að ganga berfætt enda eins og Liberman segir er ástæða fyrir því að mannfólkið byrjaði að ganga í skóm. Margt þarf að hafa í huga til að velja bestu skóna.

Gott er að ganga í mismunandi skóm.
Gott er að ganga í mismunandi skóm. mbl.is/Thinkstockphotos

Prófessorinn og fótaaðgerðafræðingurinn Hylton Menz segir í viðtali við Time að stærsta vandamálið við skótau fólks séu hælar og þegar skórnir passi illa. Of litlir og of þröngir skór eiga það til að valda vandamálum. Best fyrir alla aldurshópa er ef skórnir passa vel, eru lágir með breiðum hæl og þunnum og sveigjanlegum botni. Gott er ef eitthvað eins og reimar haldi fætinum á sínum stað. 

Margir sandalar falla vel að þessari lýsingu og strigaskór auðvitað líka. Hælaskór falla að minnsta kosti ekki í þennan flokk og geta þeir valdið ýmsum vandamálum, sérstaklega meðal eldra og þyngra fólks. Það þýðir þó ekki að við ættum að hætta að ganga í hælum en mikilvægt er að skipta reglulega um skó og þá ekki úr rauðum yfir í svarta heldur úr háum hælum yfir í flatbotna. Í raun er mælt með því hvort sem við göngum í hælaskóm eða ekki að skipta reglulega um skótegund, svo ekki sé minnst á að ganga um án skóa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál