Fastar til sjö á kvöldin

Aidan Turner leikur Ross Poldark í sjónvarpsþáttunum Poldark.
Aidan Turner leikur Ross Poldark í sjónvarpsþáttunum Poldark. skjáskot/Instagram

Leikarinn Aidan Turner leikur í sjónvarpsþáttunum Poldark á móti íslensku leikkonunni Heiðu Rún Sigurðardóttur en þættirnir hafa verið sýndir á Rúv. Turner sést oft ber að ofan í þáttunum en nýlega upplýsti hann hvernig hann heldur sér í formi fyrir hlutverkið. 

Samkvæmt Evening Standard greindi Turner frá því í viðtali í Sunday Times að hann fastaði til klukkan sjö á kvöldin. „Ég kann vel við hungurverkina. Það er gott fyrir vinuna. Það heldur þér við efnið, þú veist,“ sagði Turner í viðtalinu. Að fasta hluta dags hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu en Turner segir að hann hafi orðið háður hugmyndinni um að fasta og segir að hann búi yfir mjög mikilli orku vegna föstunnar.

Auk þess að fasta æfir hann reglulega, stundum meira segja tvisvar á dag. „Ég geri ráð fyrir að fólk haldi að ég hugsi mikið um líkama minn. Ég reyni að vera heilbrigður en það er ekki árátta. Ég vel ekki bara hlutverk sem krefjast ákveðins vaxtarlags. Í Poldark varð það að vera svona og það er það sem það er.“ 

Ekki kemur fram hversu lengi Turner fastar eða klukkan hvað hann borðar síðustu máltíðina en fastan er þó líklega mjög löng ef hann borðar ekki fyrr en klukkan sjö á kvöldin. Smartland mælir ekki með svona langri föstu fyrir byrjendur, algengt er að fólk byrji á 14/10 föstunni þar sem er fastað 14 klukkutíma á sólahring. 

Aidan Turner og Heiða Rún í hlutverkum sínum í þáttunum …
Aidan Turner og Heiða Rún í hlutverkum sínum í þáttunum Poldark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál