Er píkugufa stjarnanna málið?

Fyrirsætan Chrissy Teigen er ein þeirra sem hefur prófað píkugufu.
Fyrirsætan Chrissy Teigen er ein þeirra sem hefur prófað píkugufu. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Chrissy Teigen birti nýlega mynd af sér á Instagram þar sem hún sagðist meðal annars vera að gufa píkuna á sér. Píkugufa kann að hljóma undarlega en er í raun gömul náttúruleg aðferð með jurtum sem er sögð eiga að hreinsa leggöngin og legið, koma stjórn á blæðingar og lina túrverki. 

Ef ávinningurinn er þessi er kannski ekki skrítið að Teigen hafi reynt við gufuna enda eignaðist hún sitt annað barn fyrir mánuði. Gwyneth Palrow vakti athygli á aðferðinni fyrir nokkrum árum á lífstílssíðu sinni Goop en leikkonan er dugleg að prófa hinar undarlegustu lífstílsmeðferðir sem eiga að vera heilsubætandi. 

Á vef Healthline kemur fram að fæstir læknar mæli með því að fólk reyni þetta heima hjá sér eins og Teigen gerði en það sé þó hægt. Það fer eftir hversu heitt vatnið er en meðferðin tekur um 20 til 60 mínútur. Ekki eru til vísindalegar rannsóknir um ágæti gufunnar. 

Margir eru mótfallnir gufunni en Women's Health  ræddi við prófessor í kvensjúkdómum við Yale-háskóla sem var síður en svo hrifinn. Hafði hann áhyggjur af því að konur myndu brenna vegna hitans frá gufunni.

Einnig taldi hann aðferðina geta ruglað í bakteríuflórunni sem leynist í leggöngum konunnar rétt eins og sápa í sturtunni. Hann tók fram að píkan væri búin sjálfhreinsibúnaði en það væri hægt að borða jógúrt til þess að bæta hreinsigetu píkunnar. Hann efast einnig um áhrif gufunnar á legið þar sem óljóst er hversu langt gufan nær. Í þriðja lagi sagði hann að ekki væri hægt að laga neitt hormónaójafnvægi með aðferðinni þar sem hormónaframleiðsluvélin sé í eggjastokkunum. 

Gwyneth Paltrow hefur prófað ýmislegt.
Gwyneth Paltrow hefur prófað ýmislegt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál