Heilandi áhrif sundlauga

Sund hefur margvísleg jákvæð áhrif á sál og líkama.
Sund hefur margvísleg jákvæð áhrif á sál og líkama. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hefurðu velt því fyrir þér af hverju fólk sem fer reglulega í sund lítur eins vel út og raun ber vitni? Virðist vera í betra formi, rólegra og ánægðra eftir að það tekur upp á því að synda reglulega. Hér koma svörin við því.

Það eru til fjölmargar leiðir til að gera það að lifa og búa á Íslandi ánægjulegra. Eitt af því sem heillar fólk sem kemur erlendis frá er hvað við erum mikil sundþjóð. Hversu margar sundlaugar við erum með í okkar litla samfélagi og hvernig við virðumst geta farið í sund í hvaða veðri sem er.

Þessi grein fjallar um nokkur atriði sem reglulegar sundferðir hafa áhrif heilsufarslega á fólk.

Brennir kaloríur

Sund er einstaklega hentugt ef fólk hefur áhuga á að brenna kaloríum. Sund reynir á mjög marga vöðva líkamans og er öll hreyfing í vatni til þess gerð að vera ljúf og þægileg. Þú getur eytt allt að 800 - 900 kaloríum á klukkustund með því að synda. Það er því ekki að undra að fólk velji þessa leið til að halda sér í formi.

Eflir ónæmiskerfið

Þeir allra öflugustu hafa vanið sig á að vera í útiklefa allan ársins hring. Þetta fólk er duglegt að stunda kalda pottana í laugunum og hefur náð að breyta hvítu fitunni í brúna. Með því móti heldur líkaminn betur hita á sér. Hann verður fallegri í laginu og fólk virðist vera hressara yfir daginn eftir að það kemst upp á lagið með þetta.

Minnkar streitu

Það að synda kemur þér í ákveðið hugleiðsluástand sem gerir það að verkum að þú slakar á og nærð að tengja betur inn á við. Sund er talið minnka álag og streitu. Dreifa huganum og hjálpar fólki að beina athygli inn á við, í líkamann sinn.

Eflir vöðva
Fólk sem fer í sund reglulega styrkir vöðva líkamans og hjartað. Sund er einnig talið geta verið góð leið til að æfa þá líkamshluta sem hafa orðið fyrir áverka. Sérstaklega efri hluta líkamans.
Minnkar bakverki
Sund getur hjálpað til með verki í baki, sérstaklega í neðra baki. Konur sem eru ófrískar tala um hvernig sund hefur aðstoð við að efla þær til að hreyfa sig á meðgöngu, á meðan  hefðbundnar æfingar eru að verða flóknari vegna breytinga í líkamanum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál