4 góð ráð fyrir betri svefn

Það er mikvilvægt að ná góðum svefni.
Það er mikvilvægt að ná góðum svefni. Getty images

Það kannast ef til vill margir við það að fara snemma upp í rúm til að góðum svefni en sofna svo ekki fyrr en löngu eftir miðnætti. Það er hægt að bæta möguleikann á góðum svefni með nokkrum góðum ráðum. Mirror fékk næringarfræðinga og svefnráðgjafa til þess að veita nokkur góð ráð. 

Forðast mat sem framkallar stress

Óþol fyrir mat getur valdið svefnvandmálum. Þegar fólk borðar eitthvað sem það er með óþol fyrir er líkaminn sagður byrja að framleiða meira stresshormón. Fólk verður meira vakandi og hjartað fer að slá hraðar, eitthvað sem er ekki hjálplegt þegar fólk vill sofna. 

Lesa

Það er gömul og góð regla að fara upp í rúm á kvöldin með bók. Leiðinleg bók er ekki það eina sem svæfir en lestur losar um spennu um 68 prósent. Að hverfa inn í heim bókarinnar lætur okkur gleyma hinu daglega amstri og býr til brú yfir í draumheiminn. Að lesa spennandi bók getur þó haft allt önnur áhrif og því getur góð barnabók verið málið fyrir fullorðna. 

Ekki drekka sæta mjólkurdrykki fyrir svefninn

Það kann að hljóma notalega að fá sér heitt súkkulaði á kvöldin en það getur þó haft neikvæð áhrif á svefninn. Það getur verið erfitt að sofna þegar blóðsykurinn er í ójafnvægi. 

Vítamín

Það er góð regla að fá sér magnesíum fyrir svefninn. Önnur bætiefni eins og sink, B12, B9 og járn skipta líka máli þegar kemur að góðum svefni. 

Það er fátt betra en að vakna eftir góðan átta …
Það er fátt betra en að vakna eftir góðan átta tíma svefn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál