Óskar eftir typpamyndum

Walker segir myndirnar aðeins vera notaðar í vísindalegum tilgangi.
Walker segir myndirnar aðeins vera notaðar í vísindalegum tilgangi. mbl.is/ThinkStock

Alicia Walker, aðstoðar prófessor í félagsfræði við Missouri State University, óskar eftir að fá myndir af typpum sendar. Tilgangurinn er fyrst og fremst vísindalegur en hún er að rannsaka hvaða áhrif stærð typpa hefur á karlmenn. 

Verkefnið snýr að því að skoða hvaða áhrif typpastærð og viðhorf mannsins til stærðar sinnar hafa á almenna heilsu, kynlíf, notkun á smokkum, sjálfsmynd, samskipti og geðheilsu. Walker segir þetta vera mikilvægt verkefni en hugmyndir manna um typpastærð sína geta breytt sjálfsmynd þeirra og valdið þunglyndi eða ranghugmyndum um líkama þeirra. 

Hún segir að hingað til hafi hún heyrt af miklum kvíða og litlu sjálfsáliti tengt typpastærð manna. Hún vonast til þess að fá 3600 karlmenn eldri en 22 ára til að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur fylla út spurningalista og skila inn mynd af kynfærum sínum. Walker segir að þetta eigi ekki að vera kynferðislegar myndir, enda séu þær eingöngu notaðar í vísindalegum tilgangi.  

Missouri State University hefur staðfest að Walker er að framkvæma rannsóknina og framfylgi öllum reglum. Hún er þó ekki fjármögnuð af skólanum né ríkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál