Ketó sagt hafa neikvæð áhrif á kynlífið

Ketó-mataræðið eykur kannski ekki kynhvötina.
Ketó-mataræðið eykur kannski ekki kynhvötina. mbl.is/Thinkstockphotos

Ketó-mataræðið hefur verið afar vinsælt að undaförnu og virðist annar hver maður vera að borða mikið af góðri fitu og lítið af kolvetnum. Ekki eru allir sammála um ágæti mataræðisins sem var í fyrstu notað sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. 

Independent ræddi við næringarfræðinga sem efast um ágæti mataræðisins þegar kemur að kynlífi. Á meðan sumir vilja meina að mataræðið bæti kynhvötina færðu næringarfræðingarnir rök fyrir allt öðru. 

Næringarfræðingurinn Lily Soutter segir aukaverkanir þess að vera á ketó-mataræðinu geta verið breytingar á hormónunum. „Sumar rannsóknir benda til þess að lágkolvetnamataræði minnki skjaldkirtilsvirkni, sem leiðir ekki bara til þreytu og skapvonsku heldur getur líka haft neikvæð áhrif á kynhvötina,“ sagði Soutter. 

Annar næringarfræðingur, Marlyn Glenville, bendir ekki bara á staðreyndina um hormónabreytinguna heldur líka áhrif þess að minnka kolvetnin jafnmikið og einstaklingur gerir þegar hann byrjar á ketó-mataræðinu. „Kolvetni er matur sem vanalega gefur okkur orku, svo fyrst þegar einhver byrjar á slíku mataræðinu getur hann fundið fyrir þreytu,“ sagði Glenville. „Það gætu líka verið höfuðverkir og flensutilfinning. Svo á þeim tímapunkti getur kynhvötin verið ansi lág vegna þess að manneskjunni líður ekki vel.“

Hvaða áhrif hafa þá hamborgari og franskar?
Hvaða áhrif hafa þá hamborgari og franskar? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál