„Heil­brigði snýst ekki um út­lit“

Elva Björk vill auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu ...
Elva Björk vill auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu og að heilsa sé ekki nátengd útliti og holdafari. Ljósmynd/Aðsend

Elva Björk Ágústsdóttir er námsráðgjafi og sálfræðikennari sem kennir sálfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð. Áhugi hennar á hugtakinu líkamsvirðing kviknaði fyrst þegar hún gerði rannsókn fyrir meistararitgerð sína í sálfræði árið 2010. Rannsóknin var í tengslum við líkamsmynd barna og unglinga en Elva segir að líkamsmynd hafi verið sér hugleikin i langan tíma. Elva hefur því kynnt sér hugtakið vel.

„Líkamsvirðing er frekar nýtt hugtak og er byltingarkennt. Líkamsvirðing vísar til þess að allir líkamar eiga jafnan rétt á virðingu og góðri umönnun. Líkamsvirðing snýst bæði um það að við eigum að sýna okkar eigin líkama virðingu og gerum þá kröfu til umhverfisins að komið sé vel fram við alla líkama óháð holdafari og útliti. Líkamsvirðing felst í því að hafa jákvætt viðhorf til eigin líkama og rækta með sér væntumþykju í hans garð.“

Elva segir einnig að líkamsvirðing feli í sér að hugsa vel um líkama sinn og hlúa að þörfum hans. Mikilvægt er að hafa í huga að heilbrigður líkami getur litið alls konar út. „Heilbrigði snýst ekki um útlit heldur andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að öllum þessum þáttum þegar við hugum að heilsu fólks.“

Elva hreyfir sig til að auka þol og styrk, ekki ...
Elva hreyfir sig til að auka þol og styrk, ekki til að grennast eða breyta sér. Aðsend mynd

„Mín eigin líkamsvirðingarbarátta gengur út á það að auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu og að heilsa sé ekki nátengd útliti og holdafari. Hvetja fólk til að þykja vænna um líkama sinn þar sem það er nokkuð augljóst að við hugsum betur um það sem okkur þykir vænt um. Slæm líkamsmynd getur haft mjög neikvæð áhrif á líðan og því nauðsynlegt að huga að líkamsmynd barna og unglinga í kennslu, ráðgjöf og uppeldi.“

Elva segir að hún sjálfi reyni að hugsa um heilsu sína óháð holdafari og útliti. „Ég hreyfi mig til að auka þol og styrk en ekki til að grennast eða breyta mér. Ég reyni að borða hollan mat þar sem ég veit að það er gott fyrir líkama minn en á sama tíma leyfi ég mér líka að njóta góðra veitinga þegar við á, þar sem það hefur jákvæð áhrif á andlega líðan.“

Fann sér nýjar raunhæfari fyrirmyndir

Fyrir nokkrum árum ákvað hún að prófa að finna sér nýjar fyrirmyndir. Þar á meðal voru „plus-size“ fyrirsætur og konur sem líktust henni sjálfri. Hún segir það hafa haft mikil og góð áhrif á sig andlega að bera sig saman við raunhæfar fyrirmyndir.

Elva hugar að líkamsímynd, ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur einnig fyrir börnin sín. Hún segir að hugmyndin um líkamsvirðingu skipti gríðarlega miklu máli því að stöðugt dynur á okkur áróður um útlit og líkamsvöxt. Við fáum mjög snemma í barnæsku okkar upplýsingar um það hvaða útlit þykir eftirsóknarvert. „Heima fyrir og í uppeldi barna minna reyni ég af fremsta megni að leggja litla sem enga áherslu á útlit og minnka þannig þann útlitsþrýsting sem börn geta fundið fyrir,“ segir Elva.

mbl.is

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunna Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í gær Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í gær Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »