10 atriði sem skal varast í sólinni

Gott er að bera sólarvörnina á sig áður en haldið ...
Gott er að bera sólarvörnina á sig áður en haldið er á ströndina. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir hafa brugðist við sólarleysinu á suðvesturhorninu með því að flýja til útlanda og þeir sem voru þegar búnir að panta sér ferð íhuga að framlengja. Þó svo að það þurfi ekki að forðast brjálaða rigningu og rok á Spáni þarf þó að varast ýmislegt í sólinni. 

Að setja á sig sólarvörn í sólinni

Jú, þú átt að nota sólarvörn en þú ættir að bera hana á þig 15 til 30 mínútum áður en þú ferð út í sólbað. Það er síðan gott að muna eftir því að bera aftur á sig sólarvörn og þá er í lagi að gera það úti í sólinni. 

Gleyma sólarvörninni úti í sólinni

Hitinn getur haft slæm áhrif á ákveðnar formúlur í sólarvörninni. Í raun mæla sumir með því að fólk geymi sólarvörn í kæli. 

Hlaupa

Ef fólk ætlar að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið í sólstrandarferðinni er best að gera það fyrir klukkan tíu á daginn eða eftir klukkan fjögur. Það er óþarfi að gera sér erfiðara fyrir með að hlaupa þegar sólin er hátt á lofti og verða fyrir óþarflega miklu vökvatapi. 

Gleyma vatnsflöskunni í sólinni

Ef þú geymir drykk í plastflösku í sólinni getur hitinn og rakinn gert það að verkum að efni úr plastinu berist út í vökvann. 

Gleyma sólgleraugum

Í hvert skipti sem þú ert úti í sól án varna, sólgleraugna, eykur þú líkurnar á því að þróa með þér sjúkdóma vegna sólarinnar. 

Að vera of mikið í sólinni

Íslendingar er þekktir fyrir að sleikja hvern einasta sólardropa sem þeir eiga möguleika á. Þrír til fjórir klukkutímar á dag er alveg nóg, ef um börn er að ræða er ráðlagður dagskammtur enn minni. Ef þú vilt vera úti í sólinni allan daginn er gott að taka sér hvíld frá sólinni í skugga í 15 til 20 mínútur á hverjum klukkutíma. 

Drekka of mikið vín 

Margir vita fátt betra en að fá sér bjór í sólinni. Fólk ætti þó aldrei að drekka óhóflega, ekki einu sinni þegar það er í sumarfríi. 

Gleyma sér í snakki og frönskum

Fólk finnur oft minna fyrir svengd þegar það flatmagar í sumarfríinu á sólbekkjum. Fólk ætti þó ekki frekar en aðra daga að lifa á snakki, frönskum á hótelbarnum og pizzum á kvöldin þótt það sé í sumarfríi. Það er vel hægt að borða ávexti, grænmeti og hnetur í útlöndum.

Eyða peningum í minjagripabúðum

Það getur verið freistandi að fjárfesta í skeljahálsmeni eða öðrum óþarfa í verslunum sem stílaðar eru inn á ferðamenn á sólarströnd. Slíkt ætti þó að varast enda oft hlutir sem enda í ruslinu í næstu jólahreingerningu. 

Gleyma heyrnartólum og bók

Það er skemmtilegra að liggja á ströndinni með góða tónlist eða hljóðbók í eyrunum eða lesa eina góða bók en að stara bara út í loftið. 

Margir Íslendingar ætla sóla sig annars staðar en í Nauthólsvík ...
Margir Íslendingar ætla sóla sig annars staðar en í Nauthólsvík í sumar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Misstum allt, en hann heldur áfram

20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í gær Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í gær Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í gær Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í gær „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »