10 atriði sem skal varast í sólinni

Gott er að bera sólarvörnina á sig áður en haldið …
Gott er að bera sólarvörnina á sig áður en haldið er á ströndina. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir hafa brugðist við sólarleysinu á suðvesturhorninu með því að flýja til útlanda og þeir sem voru þegar búnir að panta sér ferð íhuga að framlengja. Þó svo að það þurfi ekki að forðast brjálaða rigningu og rok á Spáni þarf þó að varast ýmislegt í sólinni. 

Að setja á sig sólarvörn í sólinni

Jú, þú átt að nota sólarvörn en þú ættir að bera hana á þig 15 til 30 mínútum áður en þú ferð út í sólbað. Það er síðan gott að muna eftir því að bera aftur á sig sólarvörn og þá er í lagi að gera það úti í sólinni. 

Gleyma sólarvörninni úti í sólinni

Hitinn getur haft slæm áhrif á ákveðnar formúlur í sólarvörninni. Í raun mæla sumir með því að fólk geymi sólarvörn í kæli. 

Hlaupa

Ef fólk ætlar að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið í sólstrandarferðinni er best að gera það fyrir klukkan tíu á daginn eða eftir klukkan fjögur. Það er óþarfi að gera sér erfiðara fyrir með að hlaupa þegar sólin er hátt á lofti og verða fyrir óþarflega miklu vökvatapi. 

Gleyma vatnsflöskunni í sólinni

Ef þú geymir drykk í plastflösku í sólinni getur hitinn og rakinn gert það að verkum að efni úr plastinu berist út í vökvann. 

Gleyma sólgleraugum

Í hvert skipti sem þú ert úti í sól án varna, sólgleraugna, eykur þú líkurnar á því að þróa með þér sjúkdóma vegna sólarinnar. 

Að vera of mikið í sólinni

Íslendingar er þekktir fyrir að sleikja hvern einasta sólardropa sem þeir eiga möguleika á. Þrír til fjórir klukkutímar á dag er alveg nóg, ef um börn er að ræða er ráðlagður dagskammtur enn minni. Ef þú vilt vera úti í sólinni allan daginn er gott að taka sér hvíld frá sólinni í skugga í 15 til 20 mínútur á hverjum klukkutíma. 

Drekka of mikið vín 

Margir vita fátt betra en að fá sér bjór í sólinni. Fólk ætti þó aldrei að drekka óhóflega, ekki einu sinni þegar það er í sumarfríi. 

Gleyma sér í snakki og frönskum

Fólk finnur oft minna fyrir svengd þegar það flatmagar í sumarfríinu á sólbekkjum. Fólk ætti þó ekki frekar en aðra daga að lifa á snakki, frönskum á hótelbarnum og pizzum á kvöldin þótt það sé í sumarfríi. Það er vel hægt að borða ávexti, grænmeti og hnetur í útlöndum.

Eyða peningum í minjagripabúðum

Það getur verið freistandi að fjárfesta í skeljahálsmeni eða öðrum óþarfa í verslunum sem stílaðar eru inn á ferðamenn á sólarströnd. Slíkt ætti þó að varast enda oft hlutir sem enda í ruslinu í næstu jólahreingerningu. 

Gleyma heyrnartólum og bók

Það er skemmtilegra að liggja á ströndinni með góða tónlist eða hljóðbók í eyrunum eða lesa eina góða bók en að stara bara út í loftið. 

Margir Íslendingar ætla sóla sig annars staðar en í Nauthólsvík …
Margir Íslendingar ætla sóla sig annars staðar en í Nauthólsvík í sumar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál