Ákvað að hlúa að andlegri líðan sinni

Líkamsvirðing Elísabetar snýst á þessum tímapunkti að láta sér líða ...
Líkamsvirðing Elísabetar snýst á þessum tímapunkti að láta sér líða vel andlega og að vera í góðu jafnvægi. Mynd/Rizza Fay Elíasdóttir

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Hún er einnig núverandi forseti Stúdentaráðs ásamt því að hafa stofnað geðfræðslufélagið Hugrúnu.

Elísabet byrjaði að þróa með sér líkamsvirðingu eftir að hún fór að verða meðvitaðri um andlega líðan sína. „Vanlíðan mín síðan ég var ung einkenndist af stanslausu niðurrifi á sjálfri mér, hvort sem það var vegna verkefna sem mér fannst ég ekki standa mig nógu vel í, útlits eða hegðunar.“

Hún fór að skrifa hjá sér hvernig henni leið og hvað hún var að hugsa í dagbókina sína. „. Þá áttaði ég mig á því hversu mikil orka og tími fór í það að rífa sjálfa mig niður, og þá sérstaklega útlitslega. Þegar ég var ung æfði ég ballett og var mjög hávaxin og grönn. Þá einkenndist niðurrifið af hugmyndum um að ég væri ekki alvöru kona, enginn myndi vilja líta við mér og svo framvegis, og ég mat virði mitt mikið út frá því. Síðan hætti ég að æfa ballett og fitnaði og þá var ég aldrei nógu flott. Appelsínuhúð ekki í boði, fita á magasvæði, stór læri, sverir upphandleggir, ekkert nógu gott.“

Skjáskot/Elísabet Brynjarsdóttir

Hún fékk nóg af þessum ranghugmyndum um sinn eigin líkama og vinnur að því á hverjum degi að hugsa betur um líkamann sinn. „Það kemur þó fyrir að ég hugsi illa til mín en þá reyni ég að vera meðvituð um það og láta það hafa minni áhrif en það þarf. Í sannleika sagt held ég að þetta verði stanslaus vinna áfram með sjálfri mér en ég er bara spennt fyrir því.“

Líkamsvirðing Elísabetar snýst á þessum tímapunkti að láta sér líða vel andlega og að vera í góðu jafnvægi. Eftir að hún hætti í ballett fannst henni erfitt að finna þetta jafnvægi og þegar hún fór að stunda líkamsrækt var það á þeirri forsendu að hún ætlaði að grennast eða breyta líkamanum sínum. „Það hefur yfirleitt endað á því að ég gangi of langt, eða gefst upp og líður þá ennþá verr með sjálfa mig. Þess vegna hef ég ákveðið núna að hlúa að andlegri líðan. Virða líkama minn með því að reyna að vera meðvituð um það hvernig ég hugsa um sjálfa mig. Reyna að hætta að gera of miklar kröfur til mín útlitslega. Borða þannig að mér líði vel og eiga í eins heilbrigðu sambandi við mat og ég get.“

Skjáskot/Elísabet Brynjarsdóttir

Frelsi að viðurkenna sig

Elísabet reynir að vera meðvituð um þann þrýsting sem samfélagið setur á fólk og skaðsemi staðalímynda. „Það fylgir því ákveðið frelsi að læra að viðurkenna sig, og verða pínu sama um álit annarra. Eftir að hafa fengið að kynnast sjálfri mér betur og lært betur inn á andlega líðan mína fann ég til dæmis hvað ég var mikið betur í stakk búin að sjá umræðu hjá fjölmiðli um hvernig konur eigi að fela „keppina“ sína og geta hlegið að því og gagnrýnt, en ekki tekið persónulega og farið af stað með óheilbrigðu hegðun hjá mér svo ég geti látið sjá mig í bikiníi.“

Hún segist eiga margt eftir ólært og finnst gott að fylgjast með líkamsvirðingarumræðu hjá öðrum sem koma úr annarri átt og hafa annan bakgrunn en hún. Fyrir henni snýst líkamsvirðing um að fagna fjölbreytileika allra líkama. Hún gerir sér grein fyrir þeirri forréttindastöðu sem hún er þar sem hún hefur ekki upplifað fordóma vegna litarhafts, kynvitundar né kyngervis og er ófötluð.

Elísabet byrjaði að þróa með sér líkamsvirðingu eftir að hún ...
Elísabet byrjaði að þróa með sér líkamsvirðingu eftir að hún fór að verða meðvitaðri um andlega líðan sína. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrir mér snýr mín líkamsvirðing meira að mér og minni líðan, en ætti að mínu mati ekki að snúast upp í að ég sé að setja eitthvað fordæmi fyrir aðra. Í líkamsvirðingu ætti í raun enginn að vera að setja neitt fordæmi fyrir aðra, því fyrir mér snýst líkamsvirðing um að hver og einn nái eftir fremsta megni að virða sjálfan sig, óháð öðrum,“ segir Elísabet

Hennar helsti innblástur til að virða líkama sinn var þegar hún lenti á vegg og vildi sjálfri sér illt. Hún fór til sálfræðings og hefur verið að vinna í sjálfri sér. Elísabet segir að það sé ótrúlega gott að vera meðvitaður um andlega líðan sína og hvernig við hugsum um okkur sjálf. „Á sama tíma er mikilvægt að átta sig á að maður er mennskur og getur stigið feilspor og mögulega dottið aftur í einhvern vítahring sjálfsskaðandi hugsana. En það er í lagi, því maður getur alltaf haldið áfram með bataferlið og haldið áfram að elska sjálfan sig,“ segir Elísabet.

mbl.is

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

Í gær, 06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í fyrradag Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »