Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

Leikkonan Kate Hudson er dugleg að halda sér í góðu …
Leikkonan Kate Hudson er dugleg að halda sér í góðu formi. AFP

Einkaþjálfarinn Jason Wimberly þjálfar stjörnur á borð við leikkonuna Kate Hudson. Leyndarmálið á bak við þjálfun hans er ekki flókið en hann mælir með því að fólk noti allan líkamann þegar það fer á æfingar. 

Í viðtali við UsWeekly greindi Wimberly sem er með bakgrunn í dansi að hann komi alltaf danshreyfingum inn í æfingar Hudson. „Jafnvel þó svo hún sé að nota lóð hreyfum við okkur í takt við tónlistina og vinnum á mismunandi hátt, bætum við plié eða hvað sem það er. Kate elskar að dansa, svo við blöndum dansi við lóðin.“

Hudson er ekki eini kúnni Wimberly sem dansar á æfingum en hann segist leggja áherslur á stórar hreyfingar þar sem allur líkaminn er notaður. „Ef þú vilt breyta líkamanum á eins skömmum tíma og hægt er, verður þú að nota eins mikið af honum og þú getur,“ segir Wimberly og heldur því fram að þannig sé hægt að brenna hraðar og byggja upp vöðva. 

Wimberly segir konur í eðli sínu hræddar við að lyfta lóðum og fá stóra vöðva. Raunin er hins vegar sú að þegar fólk lyftir og styrkist þá brennir það hraðar. 

Kate Hudson.
Kate Hudson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál